Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 24
frjókorn jurta. Greining lífveranna
bendir tii þess að rafið muni vera
35—50 milljón ára gamalt. Rafmolar
með jurta- eða skordýraleifum í þykja
mjög dýrmætir. Fundist hafa um 200
plöntutegundir í rafi.
Er raf hætt að myndast, eða mynd-
ast það enn á okkar dögum? Enn
drýpur harpix úr trjám, en venju-
lega aðeins í smáum stíl. Getið er
um stórvaxnar barrviðartegundir á
Nýja-Sjálandi, sem töluvert drýpur af,
og hleypur kvoðan í kekki undir trján-
unt. Hver veit hvað gerast kann á
milljón árum? En afurðamiklar raf-
furur eru ekki lengur til.
Eg drap aðeiirs á lit á rafi í inn-
gangi. Liturinn er æði ltreytilegur,
allt frá nær mjólkurhvítum til gull-
guls, rauðguls, rauðs, brúnleits og
1. mynd.
Rafmoli. sem skordýr hafa varðveist í.
jafnvel græns og dimmblás. Einmitt
hinir fjölbreyttu litir og litbrigði raís-
ins gera það forvitni- og eftirsóknar-
vert, tilvalið í skartgripi margskon-
ar, enda hafa skrautgripir úr rafi
verið þekktir í þúsundir ára.
Skrautgripir úr rafi
A miðöldum gaf liin volduga þýska
riddararegla sjálfri sér einkaleyfi til
rafvinnslu. I gömlu handiðnaðarfél-
ögunurn í Königsberg og Brúgge voru
gerðir fjölmargir skartgripir og lista-
verk úr rafi, og þóttu gersemi liin
mestu. Ekkert fór til spillis af rafinu.
Minnstu molar og agnir voru ntuldar
í fíngert duft og blandað í lakk og
gljáa (pólitur), eða þá brennt sem
sterkilmandi reykelsi. Surnt var not-
að við ilmefnagerð.
Útskorin listaverk úr rafi þóttu
djásn og dýrmæti i konungshöllum
Evrópu. Listavel gert „rafherbergi",
unnið af listfengum iðnaðarmönn-
um í Königsberg, gal' Friðrik konung-
ur fyrsti í Prússlandi Pétri mikla
rússakeisara árið 1709. Veggir, loft og
húsgögn herbergis þessa voru klædd
rafi. Mun þetta listaverk hafa eyði-
lagst í heimstyrjöldinni.
í Rósinborgarhöll í Kaupmanna-
höfn hangir undurfögur gömul ljósa-
króna úr rafi, gerð úr hundruðum
útskorinna rafstykkja.
Listamenn endurreisnartímabilsins
og Viktoríutímans höfðu mikið dálæti
á raflíkneskjum og rafskrauti ýrnsu.
Hálsfesti úr rafi, sem Maria Louise
keisaradrottning hafði átt, var seld
á 90 þúsund dali árið 1921.
Arabar og flestar þjóðir Evrópu
notuðu raf í pípumunnstykki allt
18