Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 15
úr norðri inn yfir Norður-Noreg og
Finnland, en hér á landi var loft-
þrýstingur hár, sveiflaðist iiægt milli
1025 og 1040 mb í Stykkisliólmi.
19. janúar þokaðist aðalliæðin suð-
ur á landið og liélst þar og yfir Græn-
landshafi næstu daga. Hæg vestlæg
átt var við norðurströndina 19., 22.
og 23. janúar, en síðasta daginn kom
lægðardrag suður á landið, heldur
hlýnaði í bili sunnanlands og dálítið
snjóaði. Daginn cftir var dragið kom-
ið af landinu og NA-áttin tekin við
að nýju.
Næstu daga þokaðist djúpt og víð-
áttumikið lægðasvæði upp að Bret-
landseyjum úr suðvestri, og þ. 30. var
meginlægðin um þ. b. 400 km suður
af íslandi. Hæð hélst yfir Grænlandi.
26. janúar var skýjað og dálítil
snjókoma við suður- og austurströnd-
ina, annars var léttskýjað að mestu.
Vindur var hægur víðast hvar. Svip-
að veður hélst næsta dag, en 28.
janúar fór að snjóa á suðaustur- og
austurlandi og jafnframt hvessti af
NA um land allt. Daginn eftir var
manndrápsveður á öllu landinu, ol-
viðri og sums staðar snjókoma og
20—30 stiga frost. Hinn 30. hélst svip-
að veður, þó öllu hvassara, en heldur
minna frost. Snjókoma var um mest-
allt land. Urn tírna um kvöldið gekk
í SA-átt suðaustanlands og hlýnaði
þá þar um 10 stig og hiti komst
upp undir frostmark. Einnig var
hláka við suðurströndina daginn elt-
ir og gekk veðrið lieldur niður um
land allt. Um mánaðamótin var veðr-
ið að mestu gengið niður vestan- og
norðanlands.
Þetta veður mun vera með þeiin
allra verstu, sem hér gerir. Miklir
skaðar urðu um land allt, en þó mest-
ir á Vestfjörðum, en þar fauk m. a.
nýbyggð kirkja að Núpi í Dýrafirði,
víða fuku útihús og hjallar og hús
skekklust á grunnum sínum. liinnig
4. mynd. Phönixbylur nærri hámarki að morgni 30. janúar 1881.
9