Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 14
komist næst myndaðist hún á Græn-
landsliafi daginn áður og þokaðist
austur skammt suður af landinu
þann dag. Mynd 3 sýnir kortið að
morgni 27. desember.
Mjög slæmt veður var þessa daga
unt allt land, rok og brunagaddur,
10 til 20 stiga frost. Víða snjóaði og
illfært var talið milli liúsa í Reykja-
vík. Fé varð víða úti.
30. desember lægði og hæðarhrygg-
ur þokaðist inn yfir landið, en á
gamlársdag hlýnaði með sunnanátt
vegna mjög djúprar og víðáttumikill-
ar lægðar, sem kom að V-Grænlandi
úr suðvestri. Um áramótin var itláka
um land allt og rigning sunnan lands
og vestan.
Janúar 1881
Fyrstu 9 daga mánaðarins var frem-
ur hlýtt í veðri, ef miðað er við vet-
urinn í lieild. Frostlaust var flesta
dagana á mestöllu landinu. Hæðin
yfir Evrópu fór nú ntjög vaxandi og
þokaðist NV, en fremur grunnar
lægðir voru fyrir sunnan land og
vestan. Fyrstu fimm dagana var víða
hvasst, en hægviðrasamt eftir það.
5. janúar fór grunn lægð austur
fyrir norðan land, en önnur var
djúpt SV í hafi og hreyfðist lítið.
Þessa fyrstu 5 daga var oftast úrkoma
á suður- og vesturlandi og suma dag-
ana einnig í öðrum landshlutum. fi.
janúar var hæðin yfir Norðursjó, en
vaxandi hæðarltryggur lá til Græn-
lands. Hinn 9. var aðalhæðin komin
á Grænland, en lægð var yfir Norðuv-
Noregi og önnur langt SV í hafi. Nú
fór mjög kólnandi, og var 10 til 20
stiga frost næstu vikuna, nema við
suðurströndina, en þar var hlýrra.
Gott og þurrt veður var suma dag-
ana, nema helst austanlands, en hríð-
arhraglandi aðra. Djúpar lægðir voru
enn SV í hafi og þokuðust í átt til
Bretlandseyja, en minni lægðir komu
8