Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 112
sjóðs Eggerts Ólafssonar og Dánargjafar
Helga Jónssonar, las upp reikninga þess-
ara sjóða. Þá var gengið til stjórnarkjörs.
Ur stjórn skylclu ganga Arnjrór Garðars-
son, formaður, Tómas Helgason og
Ingólfur Einarsson, og báðust tveir hinir
fyrrnefndu undan endurkosningu. For-
maður var kjörinn Eyjrór Einarsson og
auk hans í stjórn Jreir Leifur Símonar-
son og Ingólfur Einarsson (endurkjörinn).
I varastjórn var kjörinn Agúst H. Bjarna-
son og endurkjörinn Einar B. Pálsson.
Endurskoðendur voru kjörnir Jreir Eiríkur
Einarsson og Magnús Sveinsson og vara-
endurskoðandi Gestur Guðfinnsson.
Allmiklar umræður urðu um hlutverk
félagsins og útgáfustarfsemi. Samþykkt
var svohljóðandi tillaga, borin fram af
Agústi H. Bjarnasyni: Aðalfundur Hins
ísl. náttúrufræðifélags, haldinn 21.2.1976,
samjrykkir að félagsstjórnin hlutist til um
að bjóða út allt prentverk Náttúrufræð-
ingsins frá og með fyrra hefti 46. árgangs
að telja.
Nýkjörinn formaður bar upp tillögu
um hækkuu árgjalds úr 1000 kr. í 1500
og var hún samjrykkt eftir nokkrar um-
ræður.
Samkomur
Haldnar voru 6 fræðslusamkomur á
árinu. Var hin fyrsta jreirra haldin í stofu
101 í Lögbergi, en frá og mcð 24. febrúar
1975 hafa fræðslufundir verið haldnir
í stofu 201, Árnagarði.
Fyrirlesarar og erindi voru sem hér
segir:
Janúar: Reynir Hugason verkfræðing-
ur: Um fjarkönnun.
Febrúar: Jón Jónsson fiskifræðingur:
Um hvali og hvalveiðar, einkum við ís-
land. ví !
Mars: Ingvar Birgir Eriðleifsson jarð-
fræðingur: Um jarðfræði Esju.
April: Sigurður Þórarinsson prófessor:
Gjóskulög og gamlar rústir.
Október: Þorleifur Einarsson prófessor:
Aldursákvarðanir á hopun jökla og sjávar-
stöðuhreytingum i fsaldarlok.
Nóvember: Ólafur ICarvel Pálsson
fiskifræðingur: Um lifnaðarhætti jrorsk-
fiskaungviðis í Isafjarðardjúpi.
Alls sóttu samkomurnar 500 manns,
eða að meðaltali 83, flestir 180 og fæstir
30.
Frœðsluferðir
Farnar voru 3 eins dags ferðir um ná-
grenni Reykjavíkur og tveggja daga ferð
að Geysi.
Laugardag 26. — sunnudag 27. júlí var
farin jarðfræðiferð um Geysissvæðið.
Leiðbeinendur voru Kristján Sæmunds-
son og Stefán Arnórsson. Þátttakendur
voru 25.
Sunnudaginn 10. ágúst var farin
grasaskoðunarferð um Mosfellsdal og
víðar undir leiðsögn Eyjrórs Einarssonar.
Þátttakendur voru 16.
Sunnudaginn 7. september var farið
1 Örfirisey til fjöruskoðunar um stór-
streymi. Leiðbeinendur voru Karl Gunn-
arsson og Sólmundur Einarsson. Þátttak-
endur voru 9.
Sunnudaginn 14. september var farin
jarðfræðiferð um Móskarðshnúka og
Svínadal. Leiðbeinandi var Ingvar Birgir
Friðleifsson. Þátttakendur voru 30.
Ú tgdfustarfsemi
Náttúrufræðingurinn, tímarit Hins
íslenska náttúrufræðifélags, kom út á
árinu 1975 sem hér segir: 44. árgangur
(1974): Seinna hefti, bls. 129—195 (67
bls.). 45. árgangur (1975): Fyrra hefti,
bls. 1 — 104 (104 bls.). Alls komu jtví út
171 bls. á árinu.
Afgreiðslu Náttúrufræðingsins, útsend-
ingu fundarboða og innheimtu félags-
gjalda annaðist að venju Stefán Stefáns-
son bóksali, og kann stjórnin honum bestu
Jtakkir fyrir.
Fjárhagur
Á fjárlögum fyrir árið 1975 voru veitt-
ar kr. 75.000 til starfseminnar. Styrkur
þessi rann allur til útgáfu Náttúrufræð-
ingsins. Þrátt fyrir ört hækkandi verðlag
106