Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 48
pellin nefnast. Börn láta stundum
blóm venusvagns í munn sér vegna
hunangsins í þeim, en það er vara-
samt. Stöngull, blöð og rót eru mjög
eitruð. 2—4 grömm af rótarhnúðun-
um talin banvæn. Eitrunareinkenni
koma fljótt í Ijós. Fyrst dofnar tilfinn-
ing í tungunni og munni, síðan fylgir
ógleði og uppköst. Líkamshiti lækkar
og slær út lirolli. Það hægir á starfsemi
hjartans. Vitanlega þarf strax að leita
læknis.
Eitrið í venusvagni var fyrrum not-
að sem örvaeitur og lil að eitra fyrir
úlfa. „Úlfsbani“ er gamalt enskt nafn
á jurtinni. Var eitrið einnig notað til
lyfja en olli stundum hættulegum
eitrunum og jafnvel dauðsföllum, ef
ekki var nákvæmlega rétt með farið.
Önnur eiturjurt er fingurbjargar-
blóm (Digitalis purpurea), sem er há-
vaxin með stór heil blöð í hvirfingu
við jörð og ber stór fingurbjargar-
laga rauð eða hvít lútandi blónt (S.
mynd). í jurtinni eru þrír eitraðir
glykosidar, það er digitoxin, gitoxin
og gitalin. Fingurbjargarblómjurtin
er öll eitruð og verkar eitrið á starf-
semi hjartans og getur lamað það
alveg. Eilrið er mikið notað til hjarta-
lækninga (Digitalislyf), en mikla
nákvæmni þarl' við notkun þess. Er
talið að meiri hætta sé á eitrun í
sambandi við ofnotkun eða misnotk-
3. mynd.
Fingurbjargarblóm.
(Garðagróður, 1950.)
42