Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 26

Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 26
fyrr á tíð. Rafið í mýrunum hefur oft fundist vel um búið í leirkerjum. Er sumt af því talið vera frá því um 2500 árum fyrir Krist. í Randers- héraði fundust 8500 rafperlur og við Mollerup 13 þúsund. í Torslevhéraði í Vendilsýslu fundust 4500 rafperlur, 3000 við Brönderslev o.s.frv. En hvers vegna voru gripir úr rafi grafnir í jörð og það í stórum stíl? Sumt hefur e.t.v. verið fórnargjafir til guðanna, en líklegt má telja, að margt hali verið lalið í jörð á ófrið- artímum víðs vegar um landið á ökr- um og heiðum, en mest í mýrunum. Rafið kemur furðu óskemmt úr jörðu, hvar sem er að kalla, en viðkvæmir hlutir hafa var j'veist undravel í súr- um jarðvegi mýranna. Þannig hafa verið grafnir upp úr mýrum í Dan- miirku nær ófúnir þúsund ára gaml- ir eikarbolir (mýraeik) og furðu vel varðveitt lík. Einnig vopn, gull- og silfurmunir o.fl. Raf getur dulist lengi í jörð, jafn- vel inni í borgum. Eftir umsátur og áhlaup Svía á Kaupmannahöfn árið 1659 lét Friðrik Jrriðji Danakonungur styrkja víggirðingarnar og grafa mik- il varnarsíki. Þá fundu hermenn, sem að uppgreftrinum unnu, mikið af rafi í jörðu og versluðu með jiað. Náttúrufræðingurinn Niels Stensen athugaði fundarsiaðina árið 1672. Hann taldi, að Jrarna hefði fyrir ævalöngu vaxið skógur, áður en hafið gekk á land, og ])á hefði rafið mynd- ast, og væri það e.t.v. safi úr trjánum. Um sögu rafs Talið er að steinaldarmenn við Eystrasalt hafi safnað rafi fyrir 12— 15 þúsund árum. Þeir geymdu raf- mola sem „hamingjusteina" og létu þá fylgja sér í gröfina. Þegar norræn- ir þjóðflokkar tóku að ferðast suður á bóginn í verslunarerindum, fyrir um þrjú þúsund árurn, fluttu þeir með sér raf sent gjaldeyri og verslun- arvöru. Barst rafið brátt suður í Mið- jarðarhafslönd, og næstu aldir fóru norrænir kaupmenn um jtvera og endilanga Evrópu í verslunarerindum. Þeir keyptu t.d. brons, járn og fatn- að fyrir sitt mjúka, hlýlega, hunangs- gula raf. í Grikklandi og Rómaveldi varð rafið um skcið virði Jtyngdar sinnar í gulli. Hómer ritar um hallir, er gljáðu af rafi. Konurnar við hirð Agamemnons skreyttu hár sitt raf- perlum, og rómverskir aðalsmenn gáfu meira lyrir dálítinn rafmola en þræl í fullu fjöri. í grískum forn- sögnum er raf talið vera storknuð tár dætra sólguðsins. Mjög mikið finnst af rafi við Sarnb- iaskagann í austurhluta flóans við Gdansk, og J)að vissu Rómverjar hin- ir fornu og Arabar. Plinius liinn rómverski lýsir leiðangri, er sótti raf til Eystrasaltslanda og nsfnir 6—7 kg Jtungan rafklump. Verslunin var arð- scm. Hinir suðrænu kaupmenn greiddu rafið með fínum fatnaði, góðum vopnum og ýmsum munum úr bronsi og járni. Á 6. öld tóku þeir að borga með gullpeningum. Kanslari Þeódósíusar mikla (450—526) ])akkar rafsendingu og ritar: „Hafið færir ykkur þessa steina, sem undursam- lega geislar af, og sem ])ið vitið ekki um uppruna á“. Fönikíumenn sóttu raf til Jótlands. Svo mikilvægt þótti rafið, að sérstakar verslunarleiðir 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.