Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 26
fyrr á tíð. Rafið í mýrunum hefur
oft fundist vel um búið í leirkerjum.
Er sumt af því talið vera frá því
um 2500 árum fyrir Krist. í Randers-
héraði fundust 8500 rafperlur og við
Mollerup 13 þúsund. í Torslevhéraði
í Vendilsýslu fundust 4500 rafperlur,
3000 við Brönderslev o.s.frv.
En hvers vegna voru gripir úr rafi
grafnir í jörð og það í stórum stíl?
Sumt hefur e.t.v. verið fórnargjafir
til guðanna, en líklegt má telja, að
margt hali verið lalið í jörð á ófrið-
artímum víðs vegar um landið á ökr-
um og heiðum, en mest í mýrunum.
Rafið kemur furðu óskemmt úr jörðu,
hvar sem er að kalla, en viðkvæmir
hlutir hafa var j'veist undravel í súr-
um jarðvegi mýranna. Þannig hafa
verið grafnir upp úr mýrum í Dan-
miirku nær ófúnir þúsund ára gaml-
ir eikarbolir (mýraeik) og furðu vel
varðveitt lík. Einnig vopn, gull- og
silfurmunir o.fl.
Raf getur dulist lengi í jörð, jafn-
vel inni í borgum. Eftir umsátur og
áhlaup Svía á Kaupmannahöfn árið
1659 lét Friðrik Jrriðji Danakonungur
styrkja víggirðingarnar og grafa mik-
il varnarsíki. Þá fundu hermenn, sem
að uppgreftrinum unnu, mikið af
rafi í jörðu og versluðu með jiað.
Náttúrufræðingurinn Niels Stensen
athugaði fundarsiaðina árið 1672.
Hann taldi, að Jrarna hefði fyrir
ævalöngu vaxið skógur, áður en hafið
gekk á land, og ])á hefði rafið mynd-
ast, og væri það e.t.v. safi úr trjánum.
Um sögu rafs
Talið er að steinaldarmenn við
Eystrasalt hafi safnað rafi fyrir 12—
15 þúsund árum. Þeir geymdu raf-
mola sem „hamingjusteina" og létu
þá fylgja sér í gröfina. Þegar norræn-
ir þjóðflokkar tóku að ferðast suður
á bóginn í verslunarerindum, fyrir
um þrjú þúsund árurn, fluttu þeir
með sér raf sent gjaldeyri og verslun-
arvöru. Barst rafið brátt suður í Mið-
jarðarhafslönd, og næstu aldir fóru
norrænir kaupmenn um jtvera og
endilanga Evrópu í verslunarerindum.
Þeir keyptu t.d. brons, járn og fatn-
að fyrir sitt mjúka, hlýlega, hunangs-
gula raf.
í Grikklandi og Rómaveldi varð
rafið um skcið virði Jtyngdar sinnar
í gulli. Hómer ritar um hallir, er
gljáðu af rafi. Konurnar við hirð
Agamemnons skreyttu hár sitt raf-
perlum, og rómverskir aðalsmenn
gáfu meira lyrir dálítinn rafmola en
þræl í fullu fjöri. í grískum forn-
sögnum er raf talið vera storknuð
tár dætra sólguðsins.
Mjög mikið finnst af rafi við Sarnb-
iaskagann í austurhluta flóans við
Gdansk, og J)að vissu Rómverjar hin-
ir fornu og Arabar. Plinius liinn
rómverski lýsir leiðangri, er sótti raf
til Eystrasaltslanda og nsfnir 6—7 kg
Jtungan rafklump. Verslunin var arð-
scm. Hinir suðrænu kaupmenn
greiddu rafið með fínum fatnaði,
góðum vopnum og ýmsum munum
úr bronsi og járni. Á 6. öld tóku þeir
að borga með gullpeningum. Kanslari
Þeódósíusar mikla (450—526) ])akkar
rafsendingu og ritar: „Hafið færir
ykkur þessa steina, sem undursam-
lega geislar af, og sem ])ið vitið ekki
um uppruna á“. Fönikíumenn sóttu
raf til Jótlands. Svo mikilvægt þótti
rafið, að sérstakar verslunarleiðir
20