Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 24
frjókorn jurta. Greining lífveranna bendir tii þess að rafið muni vera 35—50 milljón ára gamalt. Rafmolar með jurta- eða skordýraleifum í þykja mjög dýrmætir. Fundist hafa um 200 plöntutegundir í rafi. Er raf hætt að myndast, eða mynd- ast það enn á okkar dögum? Enn drýpur harpix úr trjám, en venju- lega aðeins í smáum stíl. Getið er um stórvaxnar barrviðartegundir á Nýja-Sjálandi, sem töluvert drýpur af, og hleypur kvoðan í kekki undir trján- unt. Hver veit hvað gerast kann á milljón árum? En afurðamiklar raf- furur eru ekki lengur til. Eg drap aðeiirs á lit á rafi í inn- gangi. Liturinn er æði ltreytilegur, allt frá nær mjólkurhvítum til gull- guls, rauðguls, rauðs, brúnleits og 1. mynd. Rafmoli. sem skordýr hafa varðveist í. jafnvel græns og dimmblás. Einmitt hinir fjölbreyttu litir og litbrigði raís- ins gera það forvitni- og eftirsóknar- vert, tilvalið í skartgripi margskon- ar, enda hafa skrautgripir úr rafi verið þekktir í þúsundir ára. Skrautgripir úr rafi A miðöldum gaf liin volduga þýska riddararegla sjálfri sér einkaleyfi til rafvinnslu. I gömlu handiðnaðarfél- ögunurn í Königsberg og Brúgge voru gerðir fjölmargir skartgripir og lista- verk úr rafi, og þóttu gersemi liin mestu. Ekkert fór til spillis af rafinu. Minnstu molar og agnir voru ntuldar í fíngert duft og blandað í lakk og gljáa (pólitur), eða þá brennt sem sterkilmandi reykelsi. Surnt var not- að við ilmefnagerð. Útskorin listaverk úr rafi þóttu djásn og dýrmæti i konungshöllum Evrópu. Listavel gert „rafherbergi", unnið af listfengum iðnaðarmönn- um í Königsberg, gal' Friðrik konung- ur fyrsti í Prússlandi Pétri mikla rússakeisara árið 1709. Veggir, loft og húsgögn herbergis þessa voru klædd rafi. Mun þetta listaverk hafa eyði- lagst í heimstyrjöldinni. í Rósinborgarhöll í Kaupmanna- höfn hangir undurfögur gömul ljósa- króna úr rafi, gerð úr hundruðum útskorinna rafstykkja. Listamenn endurreisnartímabilsins og Viktoríutímans höfðu mikið dálæti á raflíkneskjum og rafskrauti ýrnsu. Hálsfesti úr rafi, sem Maria Louise keisaradrottning hafði átt, var seld á 90 þúsund dali árið 1921. Arabar og flestar þjóðir Evrópu notuðu raf í pípumunnstykki allt 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.