Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 9
Leðurblökur
Á ÍSLANDI
ÆVAR PETERSEN
I hugum margra Islendinga tengjast
leðurblökur einkum hryllingssögum um
blóðsugur á borð við Drakúla greifa. I
íslensku umhverfi eru þær heldurfram-
andlegar skepnur og það kemur þvi
mörgum á óvart að þœr skuli eiga það
til að slœðast til landsins. Vitað er um
13 tilvik þar sem leðurblökur hafa
borist til Islands, alls 18 einstaklingar.
eðurblökur (ættbálkur Chirop-
tera) lifa ekki að staðaldri hér á
j landi en þær fínnast sem flæk-
------- ingsdýr. I þessari grein er dregið
saman yfirlit um þær leðurblökur sem
fundist hafa á íslandi, lifnaðarháttum
dýranna er lýst stuttlega, raktar birtar og
óbirtar heimildir um komur þeirra og reynt
að gera grein fyrir hvaðan þær berast lil
landsins og hvernig.
■ UM LEÐURBLÖKUR
Leðurblökur fínnast í öllum hlutum heims
nema í nyrstu héruðum og á Suðurskauts-
landinu. Þær eru mjög þýðingarmikill
dýrahópur á heimsvísu þótt lítið fari fyrir
þeim hér á landi. Almennar upplýsingar
Ævar Petersen (f. 1948) lauk B.Sc. honours-prófi í
dýralræöi frá háskólanum í Aberdeen 1971 og
doktorsprófi í fuglafræði l'rá Oxfordháskóla 1981. Frá
1978 hefur Ævar starfaö hjá Náttúrufræöistofnun
Íslands og er hann nú lorstöðumaður Reykjavíkur-
seturs stofnunarinnar.
um leðurblökur má m.a. fínna í yfirlitsriti
MacDonalds (1984) og þýddri ritröð
Óskars Ingimarssonar og Þorsteins Thor-
arensen (1988).
Leðurblökuættbálknum er skipt í tvo
undirættbálka, flughunda eða stórblökur
(Megachiroptera), stundum nefndar aldin-
blökur, og hinar eiginlcgu leðurblökur eða
smáblökur (Microchiroptera). 1 grófum
dráttum má segja að stórblökur séu stórar
leðurblökur en hinar litlar. Stærstu stór-
blökur eru með allt að tveggja metra væng-
haf og verða 1,5 kg að þyngd en smæstu
smáblökur ekki nema 15 cm og einungis
1,5 g. Leðurblökur eru einu hryggdýrin að
fuglum frátöldum sem geta haldið sér á
lofti um langan veg.
Um 950 mismunandi tegundir af leður-
blökum eru til, en það er u.þ.b. fjórðungur
núlifandi spendýrategunda. Fjöldi tegunda
í heiminum samkvæmt ritum er nokkuð
breytilegur, og fer hann eftir því hvernig
sérfræðingar skilgreina mismunandi stofna
til tegunda. Samkvæmt yfirlitsverki Mac-
Donalds (1984) er stórblökum skipað í
aðeins eina ætt en henni er deilt í 44 ætt-
kvíslir með 173 tegundum. Smáblökur eru
langtum tegundafleiri; af þeim eru 18 ættir
með 143 ættkvíslum sem í eru 777 teg-
undir. Myotis er tegundaflesta ættkvísl leð-
urblaka með 93 tegundunr, en tvær þeirra
hafa einmitt komið hingað til lands (sbr. 1.
mynd).
Flestar smáblökur cru náttdýr sem sjá illa
en veiða samt smádýr á flugi sér lil viður-
væris. Til þess hafa þær innbyggðan berg-
málsradar og afar næma heym. Þær senda
Nátlúrufræðingurinn 64 (1), bls. 3-12, 1994.
3