Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 10

Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 10
frá sér hátíðnihljóð og þegar hljóðið skellur á einhverri fyrirstöðu, s.s. tré, húsi eða fljúg- andi dýri, nema þær bergmálið. A þennan hátt gera þær sér grein fyrir stærð og fjar- lægð bráðar á flugi og forðast árekstra. Með- al smáblaka eru hinar einu sönnu blóðsugur, sem hafa orðið tilefni til fjölmargra hryll- ingssagna. Olíkt smáblökum eru flestar stórblökur á ferli á daginn. Þær hafa stór augu, sjá vel og eru með gott lyktarskyn. Stórblökur lifa einkum á ávöxtum. Sá háttur leðurblaka að safnast i stóra hópa í skúmaskotum er vel þekktur. Þær velja sér hella, klettaveggi eða skógar- þykkni en halda einnig til á mannvirkjum, s.s. í námum, á kirkjuloftum eða íbúðar- húsum, í sprungum í veggjum eða sérstök- um kössum sem settir eru upp fyrir þær, svo dæmi séu tekin. Sumir staðanna hafa verið notaðir um aldir og geta hýst milljónir leðurblaka í einu. Frá slíkum fjölda dýra kemur óhjákvæmilega mikill úrgangur sem safnast í þykk lög en saurinn hefur sums staðar verið notaður til áburðar. Leðurblökur nota þessa samkomustaði til ýmissa þarfa, t.d. sem svefnstaði á daginn, til að velja sér maka, sem uppeldisstaði fyrir ungviði og til vetrardvalar. Sumar leðurblökutegundir fljúga langar leiðir frá sumarheimkynnum til vetrardvalarstaða, eins og fuglar eru betur þekktir fyrir. Margar leðurblökur eru í dvala yfir vetrar- tímann en við það hægir á líkams- starfseminni og þær eru í hálfgerðu móki. Hgögn Náttúrufræðistofnun íslands hefur um ára- tugaskeið safnað og varðveitt gögn um ýmsa þætti náttúru landsins, þ.á m. flæk- ingsdýr eins og leðurblökur. Upplýsingar um sumar leðurblökukomur eru hvergi skráðar nema þar en stofnuninni hafa auk þess áskotnast mörg dýranna til varðveislu. Einnig hefur rituðum heimildum, birtum og óprentuðum, verið haldið til haga. Þannig hafa upplýsingar um leðurblöku- komur smám saman safnast á einn stað og mynda þessi gögn upplýsingagrunninn sem greinin er byggð á. H RITAÐAR HEIMILDIR Mjög lítið hefur verið ritað um leðurblökur á íslandi. Yfirlitsritin góðkunnu um hér- lend spendýr (Bjami Sæmundsson 1932, Bjami Sæmundsson og Degerböl 1939, Ámi Einarsson 1980a) fjalla ekkert um leðurblökur. Óskar Ingimarsson og Þor- steinn Thorarensen (1988) tæpa á því sem hefur verið birt, en prentaðar heimildir gefa engan veginn heilsteypt yfírlit um komur þessara dýra. Grein Koopmans og Finns Guðmunds- sonar (1966) er skilmerkasta heimildin um þetta efni en þar em raktar leðurblöku- athuganir sem þeim var kunnugt um. Síðan hafa þrjár viðbótarathuganir frá því fyrir 1966 komið í leitirnar. Faber (1820) getur leðurblöku sem fannst í Dýrafirði um 1817 og um 1936 fannst leðurblaka í Rang- árvallasýslu (Óskar Ólafsson 1982). Eitt dýr sást í Meðallandi árið 1958 (Ólafur Hansson 1960) en frumheimildin hefur ekki fundist þrátt fyrir talsverða leit. Þá hafa leðurblökur sést hér fímm sinnum síðan grein Koopmans og Finns var rituð. Sumum leðurblökuheimsóknum höfðu verið gerð skil áður (Finnur Guðmundsson 1943, 1944, 1957, Ryberg 1947, Hayman 1959) og Jónas Jakobsson (1964, 1967) tók saman yfirlit um tengsl veðurfars og leðurblökukoma. Krzanowski (1977) kveður Koopman og Finni hafa yfirsést verk Pennants (1784, 1787a) sem segir leðurblökur finnast stundum á íslandi. Staðreyndin er hins vegar sú að þeir slepptu ritum Pennants af ásettu ráði því Finni þóttu umsagnir hans um dýraríki landsins ekki nógu trúverðug- ar (bréf, dagsett 23. nóv. 1965). í ljósi þess hve leðurblökur hafa sést hér oft, þ.á m. athugun Fabers frá um 1817, tel ég ekkert því til fyrirstöðu að álykta að leðurblökur hafi flækst hingað endrum og eins á liðn- um öldum, þótt upplýsingar um einstök atvik séu glataðar. Pennant nefnir jafnvel ákveðna tegund, sem heitir á ensku the Common Bat. Samt er ekki vitað hvaða tegund átt er við því enska heitið hefur verið notað um mis-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.