Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 16
5. mynd. Fundarstaðir leðurblaka á Islandi. - Finding localities of bats in Iceland. lega algengari nú en fyrr á öldurn, ekki síst ef rétt er að þær komi einkum fyrir tilstilli manna, enda eru skipaferðir mun tíðari og skipin fljótari í förum en áður var. Því ERU EVRÓPSKAR LEÐURBLÖKUR SJALDSÉÐARI EN AMERÍSKAR? Dreifíng leðurblaka sem fundist hafa hérlendis er ekki ósvipuð dreifmgu norður- amerískra fugla, sem láta sjá sig endrum og eins. Evrópskir flækingsfuglar eru Iangtum algengari en norðuramerískir (sjá skýrslur um sjaldgæfa fugla í tímaritinu Blika). Hvers vegna er þessu öfugt farið með leðurblökur? Astæðan hlýtur að vera fólgin í lifnaðarháttum tegundanna, útbreiðslu þeirra, farháttum og hversu algengar þær eru. Nýlegt yfirlit um leðurblökur telur 31 tegund í Evrópu (Stebbings og Griffíth 1986). Flestar halda sig árið um kring á sömu slóðum og því eru næsta litlar líkur á að þær komi hingað hjálparlaust. Aðeins átta evrópskar leðurblökutegundir eru fardýr en útbreiðslu tjögurra þeirra er þannig háttað eða þær svo sjaldgæfar að þeirra er tæplega að vænta hér á landi. Þá eru eftir ljórar tegundir sem gætu hugsan- lega flogið hingað, en það eru rökkurblaka Nyctalus leisleri, húmblaka N. noctula, apalblaka og trítilblaka. Þessar tegundir fínnast í Norðvestur-Evrópu en mestu fardýrin eru meðal þeirra einstaklinga sem lifa í Mið- og Austur-Evrópu. Það dregur úr líkum á því að evrópskar leðurblökur nái til Islands, nema ef vera kynni apal- blaka sem er einna mesta fardýrið í hópi þeirra. Sú tegund hefur þó enn ekki látið sjá sig. Erfiðara er að átta sig á hvers vegna evrópskar leðurblökur berast ekki alloft hingað með skipum. Þær ættu að slæðast hlutfallslega oftar á þann hátt en þær norðuramerísku, þar eð skipaferðir eru mun tiðari frá Evrópu. Vera kann að leður- blökur flækist að jafnaði sjaldnar út fyrir venjubundin heimkynni með skipum en fyrir eigið tilstilli. Báðar trítilblökurnar fundust á suðvesturhorni landsins. Það bendir til þess að þær hafí borist með skipum en ekki af sjálfsdáðum, annars hefðu þær frekar átt að taka land á Suðausturlandi. Miðað við tíðni trítilblaka á Bretlandseyjum, þar sem tegundarinnar 10

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.