Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 23
ÁHRIF BRENNISTEINS' OG RYKMENGUNAR Árið 1975 leit hitaferill norðurhvels út eins og sjá má á 5. mynd. Hlýnunin sem var svo áberandi á 2. mynd stöðvaðist greinilega 1940-1950. Miklar vangaveltur voru um það meðal vísindamanna upp úr 1960 hvemig stæði á því að hlýnun vegna vax- andi gróðurhúsaáhrifa léti standa á sér. Töldu sumir ísöld jafnvel yfirvofandi. Á seinni árum hefúr athygli manna beinst að áhrifum brennisteinssambanda og ryks í andrúmsloftinu sem skýringu á þessu. Þetta hvort tveggja dregur úr gróðurhúsa- áhrifum. Aukin gróðurhúsaáhrif eru gjarnan tilgreind sem orkuflæði í eining- unni W/m2 (wött á fermetra). Tvöföldun á styrk C02 (eða ígildi hennar) er talin jafngilda nærri 4 W/m2. Til samanburðar er meðalinngeislun sólar á jörðina um 340 W/ m2. Reiknast mönnum til að staðbundið yfir mestu iðnaðarsvæðum jarðar geti brennisteinssambönd dregið úr inngeislun sem nemur meiru en 1 W/m2. Rykmengun af mannavöldum en ekki síður frá eldgos- um getur einnig haft kælandi áhrif. Ekki er búist við því að brennisteins- eða ryk- mengun af mannavöldum fari umtalsvert vaxandi á næstu áratugum. Því er talið ólíklegt að þessi kælandi áhrif muni halda hlýnun af völdum gróðurhúsaáhrifa í skefjum svo neinu nemur hér eftir. VEÐURFARSBREYTINGAR I meira en 150 ár hefur verið vitað að jökulskeið hafa öðru hverju gengið yfír norðurhvel jarðar og að á þessum jökul- skeiðum hefur veðurfar verið allt annað og verra á norðurslóðum en nú er. Þótt menn hafi svo lengi haft órækar sannanir fyrir miklunt loftslagsbreytingum eru ekki nema milli 20 og 30 ár síðan rannsóknir á borkjömum úr jöklum Grænlands og Suðurskautslandsins, sem og djúpsjávar- kjörnum og setlagakjörnum úr mýrum og vötnum, gerðu mönnum kleift að meta hitasveiflurnar í tölum. Skemmst er frá því að segja að rannsóknir þessar hafa að mörgu leyti gefíð nýja sýn á veðurfarssögu þessa yngsta hluta jarðsögunnar. Breytingar allar virðast hafa verið miklu sneggri en áður hafði verið talið og því hefur þurft að leita nýrra skýringa á orsökum loftslagsbreytinga. Iskjarnarnir hafa einnig gert það mögulegt að nálgast 6. mynd. Hiti og styrkur C02 síðustu 160.000 árin samk\’cemt mœlingum á ís- kjarna við Vostok á Suðurskautslandinu (Raynaud o.fl.1993). efnasamsetningu andrúmsloftsins á ísöld og hefur ýmislegt mjög óvænt komið í ljós. M.a. reynist rykmengun í gufuhvolfinu hafa verið mjög mikil á jökulskeiðum og hallast flestir að því að mun vindasamara hafí verið á jökulskeiðum og meira ryk því borist upp í loftið. Rykmengunin er talin hafa aukið kulda jökulskeiðanna. ■ SVEIFLUR í STYRK KOLDÍOXÍÐS Mælingar á ískjörnum hafa leitt í ljós að styrkur C02 hefur sveiflast mikið milli hlýskeiða og kuldaskeiða a.m.k. síðustu 160.000 árin. Á 6. mynd má sjá að saga hitafars við Vostokstöðina á Suðurskauts- landinu fellur ótrúlega vel að breytingum á 17

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.