Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 23

Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 23
ÁHRIF BRENNISTEINS' OG RYKMENGUNAR Árið 1975 leit hitaferill norðurhvels út eins og sjá má á 5. mynd. Hlýnunin sem var svo áberandi á 2. mynd stöðvaðist greinilega 1940-1950. Miklar vangaveltur voru um það meðal vísindamanna upp úr 1960 hvemig stæði á því að hlýnun vegna vax- andi gróðurhúsaáhrifa léti standa á sér. Töldu sumir ísöld jafnvel yfirvofandi. Á seinni árum hefúr athygli manna beinst að áhrifum brennisteinssambanda og ryks í andrúmsloftinu sem skýringu á þessu. Þetta hvort tveggja dregur úr gróðurhúsa- áhrifum. Aukin gróðurhúsaáhrif eru gjarnan tilgreind sem orkuflæði í eining- unni W/m2 (wött á fermetra). Tvöföldun á styrk C02 (eða ígildi hennar) er talin jafngilda nærri 4 W/m2. Til samanburðar er meðalinngeislun sólar á jörðina um 340 W/ m2. Reiknast mönnum til að staðbundið yfir mestu iðnaðarsvæðum jarðar geti brennisteinssambönd dregið úr inngeislun sem nemur meiru en 1 W/m2. Rykmengun af mannavöldum en ekki síður frá eldgos- um getur einnig haft kælandi áhrif. Ekki er búist við því að brennisteins- eða ryk- mengun af mannavöldum fari umtalsvert vaxandi á næstu áratugum. Því er talið ólíklegt að þessi kælandi áhrif muni halda hlýnun af völdum gróðurhúsaáhrifa í skefjum svo neinu nemur hér eftir. VEÐURFARSBREYTINGAR I meira en 150 ár hefur verið vitað að jökulskeið hafa öðru hverju gengið yfír norðurhvel jarðar og að á þessum jökul- skeiðum hefur veðurfar verið allt annað og verra á norðurslóðum en nú er. Þótt menn hafi svo lengi haft órækar sannanir fyrir miklunt loftslagsbreytingum eru ekki nema milli 20 og 30 ár síðan rannsóknir á borkjömum úr jöklum Grænlands og Suðurskautslandsins, sem og djúpsjávar- kjörnum og setlagakjörnum úr mýrum og vötnum, gerðu mönnum kleift að meta hitasveiflurnar í tölum. Skemmst er frá því að segja að rannsóknir þessar hafa að mörgu leyti gefíð nýja sýn á veðurfarssögu þessa yngsta hluta jarðsögunnar. Breytingar allar virðast hafa verið miklu sneggri en áður hafði verið talið og því hefur þurft að leita nýrra skýringa á orsökum loftslagsbreytinga. Iskjarnarnir hafa einnig gert það mögulegt að nálgast 6. mynd. Hiti og styrkur C02 síðustu 160.000 árin samk\’cemt mœlingum á ís- kjarna við Vostok á Suðurskautslandinu (Raynaud o.fl.1993). efnasamsetningu andrúmsloftsins á ísöld og hefur ýmislegt mjög óvænt komið í ljós. M.a. reynist rykmengun í gufuhvolfinu hafa verið mjög mikil á jökulskeiðum og hallast flestir að því að mun vindasamara hafí verið á jökulskeiðum og meira ryk því borist upp í loftið. Rykmengunin er talin hafa aukið kulda jökulskeiðanna. ■ SVEIFLUR í STYRK KOLDÍOXÍÐS Mælingar á ískjörnum hafa leitt í ljós að styrkur C02 hefur sveiflast mikið milli hlýskeiða og kuldaskeiða a.m.k. síðustu 160.000 árin. Á 6. mynd má sjá að saga hitafars við Vostokstöðina á Suðurskauts- landinu fellur ótrúlega vel að breytingum á 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.