Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 24
styrk C02 í andrúmsloftinu. Breytingar á
styrk gróðurhúsalofttegundarinnar metans
(CH4), sem ekki eru sýndar á myndinni,
reynast einnig hafa verið að mestu sam-
stiga breytingum á styrk C02. Myndin
sýnir að hitasveiflur milli hlýskeiða og síð-
asta kuldaskeiðs voru allt að 8°C á Suður-
skautslandinu og sveiflur í styrk C02 voru
u.þ.b. 100 ppm. Engar fullnægjandi skýr-
ingar eru á sveiflunum í styrk C02 en talið
er líklegast að þær séu af völdum breytinga
á hringrás sjávar. Höfin innihalda u.þ.b. 50
sinnum meira af C02 á uppleystu formi en
nú er í andrúmsloftinu. Styrkur C02 í and-
rúmsloftinu og styrkur þess í yfirborðs-
lögum sjávar eru í flóknu jafnvægi sem háð
er sjávarhita og ýmsum fleiri atriðum.
Breytingar á hafstraumum, sem flytja upp-
leyst C02 úr yfirborðslögum niður í haf-
djúpin, eða breytingar á sjávarhita eru
taldar geta valdið miklum sveiflum á styrk
C02 í andrúmsloftinu en ekki er mönnum
fullljóst hvemig þessar breytingar eiga sér
stað.
Sé litið á 6. mynd í smáatriðum kemur í
ljós að ákaflega erfltt er að segja til um það
hvort styrkur C02 fellur áður en kólnar eða
öfúgt. Lítill vafí er þó talinn á að C02 eigi
mikinn þátt í hitamun hlýskeiða og kulda-
skeiða og er það ein veigamesta röksemdin
fyrir því að vaxandi styrkur C02 nú á
tímum muni leiða til hlýnunar.
■ ORSAKIR
VEÐU RFARS B REYTINGA
Orsakir veðurfarsbreytinga geta verið
margar. Fyrst er að geta breytinga á af-
stöðu meginlanda, sem og hlutfalls flatar-
máls lands og sjávar. Almennt má segja að
þessir þættir geti vart skýrt annað en
breytingar sem taka milljónir ára.
Reglubundnar breytingar eru á afstöðu
jarðar og sólar. Nú sem stendur er jörð t.d.
næst sólu nærri áramótum en fjærst í
byrjun júlí. Halli jarðmönduls miðað við
braut jarðar breytist örlítið í tímans rás og
lögun jarðbrautarinnar er einnig breyting-
um háð. Þessar breytingar eiga sér stað á
tugþúsundum ára. Sýnt hefur verið fram á
með tölfræðilegum rökum að mismunur í
sólgeislun á norðlægum breiddargráðum af
þessum völdum geti skýrt tíðni stærstu
hitasveiflna innan hvers jökulskeiðs og
e.t.v. einnig tíðni jökulskeiða. Það hefur þó
vafíst fyrir mönnum að tengja þetta á full-
komlega sannfærandi hátt, ekki síst vegna
þess hversu litlar breytingamar í sól-
geisluninni eru.
Sumir telja að rykmengun utan úr
geimnum sé mjög mismikil og að hún geti
stundum orðið svo veruleg að áhrif hafí á
hitafar á jörðinni. Breytingar í útgeislun
sólar hafa einnig verið nefndar í þessu
7. mynd. Lóðrétt hringrás heimshafanna, „fœribandið “ (ICSU/WMO 1992).
18