Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 30
rúmsloftinu á endanum leiða til hlýnunar um milli 1,5 og 4,5°C. Hið breiða bil jafn- vægishlýnunarinnar er til marks um óviss- una í reikningunum. Þessi niðurstaða, sem fengin er með öflugustu tölvum nútímans, er eins og fyrr var nefnt í fúrðu góðu sam- ræmi við hlýnunina sem Arrhenius reikn- aði á síðustu öld. Vísindamenn hafa einnig reynt að meta jafnvægishlýnunina út frá liitamun hlýskeiða og kuldaskeiða ísaldar, sem að hluta til er talinn stafa af breyt- ingum á styrk C02 í andrúmsloftinu eins og áður er nefnt. Niðurstaðan er að AT2C02 sé 1,5—4°C (Lorius o.fl. 1990, Hoffert og Covey 1992). Mikilvægustu niðurstöður veðurfarslík- ana sem komið hafa fram á síðustu árum eru annars vegar útreikningar á því hvemig hlýnun þróast með tima þegar styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu vex hægt og bítandi í stað þess að styrkur- inn sé tvöfaldaður í einu vetfangi eins og áður var algengast. Hins vegar eru niður- stöður úr reikningum þar sem líkön af and- rúmslofti jarðar eru tengd hliðstæðum líkönum af höfunum og þannig tekið tillit til þess hvernig hafstraumar þróast eftirþví sem veðurfar breytist. LÍKÖN MEÐ STÓRLEGA EINFÖLDUÐUM HÖFUM Þar til nýlega hafa veðurfarslíkön sem notuð hafa verið til rannsókna á gróður- húsaáhrifum nánast ekkert tillit tekið til hugsanlegra breytinga á hafstraumum. Þannig hefur verið reiknað með því að sjávarhiti, uppgufun frá höfum, varma- flutningur með hafstraumum og fleiri þætt- ir sem hafínu tengjast muni í framtíðinni verða eins og þeir mælast nú, hvort sem styrkur gróðurhúsalofttegunda eykst eða ekki. Með því að gefa sér þessar forsendur er hægt að sleppa erfiðum og tímafrekum útreikningum á hafstraumum og einbeita sér að andrúmsloftinu. Slikir reikningar hafa verið gerðir á rannsóknastofnunum í mörgum þjóðlöndum og eru niðurstöður á þá leið að hlýna muni um u.þ.b. 0,3°C á áratug að meðaltali yfír jörðina ef styrkur 10. mynd. Hlýmm sem fall af tíma þegar styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúms- loftinu er látinn vaxa með tima um u.þ.b. 1% á ári (Manabe o.fl. 1991). gróðurhúsalofttegunda vex með tíma um u.þ.b. 1% á ári. Hlýnunin eykst nokkuð jafnt frá miðbaug til pólanna og er hún u.þ.b. helmingi meiri norðan 60°N og sunnan 60°S en nærri miðbaug. Einnig er hlýnunin meiri að vetrarlagi en að sumar- lagi, nema næst miðbaug. Þessi líkön bentu til þess að hlýnun á N- Atlantshafí í grennd við ísland yrði mun meiri en að meðaltali yfír jörðina, jafnvel 5-10°C á næstu 50-100 árum! Til marks um það hversu gríðarlega brcytingu er hér um að ræða má nefna að hitamunur milli janúar- og júlímánaða í Reykjavík var um 11°C að meðaltali á árunum 1961-90. Þessi einfoklu líkön endurspegla núver- andi loftslag á jörðinni tiltölulega vel að meðaltali en vanmeta hins vegar náttúru- legan breytileika veðurfars með tíma. Sá ljóður á líkönunum stafar af því að breyti- leiki veðurfars með tíma, sérstaklega þegar litið er til langtímabreytinga, svo sem breytinga milli áratuga, stafar að miklu leyti af samspili milli sjávar og andrúms- lofts. Ekki er ólíklegt að viðbrögð hafsins muni skipta sköpum í sambandi við hlýnun af völdum gróðurhúsaáhrifa, einkum hvað varðar dreifingu hlýnunarinnar yfír jörð- ina. Til þess að mela dreifínguna er nauð- synlegt að reikna með áhrifunt hafstrauma og breytinga á þeim í veðurfarsreikningun- um. Sökum þess hvað veðurfar á Islandi er 24

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.