Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 31
11. mynd. Dreifing hlýnunar (°C) yfir jörðina 60-80 árum eftir að styrkur gróðurhúsa-
lofttegunda byrjar að aukast (Manabe o.fi. 1991).
nátengt hafinu er því ekki hægt að leggja
mikið upp úr þessum niðurstöðum hvað Is-
land varðar.
LÍK.ÖN MEÐ
HAFSTRAUMUM
Veðurfarslíkön sem reikna með áhrifum
hafsins eru ný af nálinni og er ekki komin
mikil reynsla af notkun þeirra. Eins og
minnst var á að framan eru líkön af þessum
toga ófær um að endurspegla núverandi
loftslag á jörðinni nema reiknað samspil
hafs og andrúmslofts sé leiðrétt með hálf-
gerðu svindli í átt til þess sem nú mælist,
og dregur þetta að vissu marki úr trausti
manna á líkönunum. Hins vegar hafa þessi
nýju líkön aukið mjög skilning á samspili
hafsins og andrúmsloftsins og mikilvægi
hafstrauma í sambandi við veðurfars-
breytingar. Jafnframt hafa þau leitt í ljós að
breytingar á hafstraumum munu skipta
sköpum í sambandi við dreifmgu hlýnunar
af völdum gróðurhúsaáhrifa yfir jörðina.
Einungis fjórar rannsóknarstofnanir hafa
til þessa birt niðurstöður úr veðurfars-
líkönum sem reikna með áhrifum hafsins
(Fenger og Torp 1992). Jafnvægishlýnunin
AT2C02 og hraði hlýnunarinnar, þegar styrk-
ur gróðurhúsalofttegunda vex jafnt og þétt
um 1% á ári, reiknast svipuð í þessum
líkönum og með einfaldari líkönum sem
ekki taka tillit til breytinga í hafínu, þ.e.
AT2C02 er 1,5-4,5°C og hraði hlýnunarinnar
er um 0,3°C á áratug (sjá 10. mynd).
DREIFING HLÝNUNAR
Ef styrkur gróðurhúsalofttegunda er látinn
vaxa hægt með tíma fylgir dreifing hlýn-
unarinnar yfír jörðina ákveðnu mynstri
sem helst svipað eftir því sem tíminn líður.
Dreifmg hlýnunarinnar samkvæmt banda-
rísku reiknilíkani er sýnd á I 1. mynd.
Á 12. mynd er hins vegar sýnd niður-
staða þýsks líkans um dreifíngu hlýnunar-
innar. Myndirnar cru að mörgu leyti sam-
bærilegar en munur er þó verulegur víða á
jarðarkringlunni, sérstaklega I grennd við
Suðurskautslandið og á N-Atlantshafi.
Eins og búast mátti við spá þessi líkön
því að hafsvæði hlýni minna en meginlönd.
Hlýnunin er mest nærri heimskautunum
eins og samkvæmt einfaldari líkönum.
Hins vegar reiknast mun minni hlýnun yfir
hafsvæðum í grennd við Suðurskautslandið
og yfír N-Atlantshafi en einfaldari líkön
bentu til. Þetta kemur til af því að sam-
kvæmt reikningunum mun draga úr lóð-
réttri blöndun og myndun djúpsjávar á
25