Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 32
12. mynd. Dreifing hlýnunar (°C) yfir jörðina 90-100 árum eftir að styrkur gróðurhúsa- lofttegunda hyrjar að aukast (Cubasch o.fl.1993). þessum hafsvæðum og varmaflæði úr hafi til andrúmslofts minnkar af þeim sökum. Líkanreikningar benda til að tvöföldun á styrk C02 geti leitt til þess að dragi úr djúpsjávarmyndun og lóðréttri hringrás sjávar í N-Atlantshafí um u.þ.b. 30%. Þetta hefur í för með sér minni hlýnun en ella hefði orðið á N-Atlantshafí. Samkvæmt sumum líkönunum mun hlýnun á N- Atlantshafí verða nærri meðaltali yfir jörð- ina en samkvæmt öðrum mun hún verða nokkru lægri en meðaltalið yfír jörðina. Jafnvel er talið að um staðbundna kólnun geti orðið að ræða á einstaka stað, sérstak- lega í grennd við Suðurskautslandið. HLÝNUN Á NORÐUFUATLANTSHAFI Samkvæmt þessu er líklegt að hlýnunin á N-Atlantshafi verði mun minni en ein- faldari líkön gáfu til kynna, enda mátti eitthvað á milli vera. Hugsast getur að hún verði svipuð og að meðaltali yfir jörðina, þ.e. 0,3°C á áratug, en jafn líklegt er að hún verði helmingi meiri eða helmingi minni, svo mikil er óvissan í reikningun- um. íslendingum, sem vanir eru miklum sveiflum í veðurfari, finnst e.t.v. ekki mik- ið koma til hlýnunar sem talin er í nokkr-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar: 1. Tölublað (1994)
https://timarit.is/issue/291246

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. Tölublað (1994)

Handlinger: