Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 32
12. mynd. Dreifing hlýnunar (°C) yfir jörðina 90-100 árum eftir að styrkur gróðurhúsa- lofttegunda hyrjar að aukast (Cubasch o.fl.1993). þessum hafsvæðum og varmaflæði úr hafi til andrúmslofts minnkar af þeim sökum. Líkanreikningar benda til að tvöföldun á styrk C02 geti leitt til þess að dragi úr djúpsjávarmyndun og lóðréttri hringrás sjávar í N-Atlantshafí um u.þ.b. 30%. Þetta hefur í för með sér minni hlýnun en ella hefði orðið á N-Atlantshafí. Samkvæmt sumum líkönunum mun hlýnun á N- Atlantshafí verða nærri meðaltali yfir jörð- ina en samkvæmt öðrum mun hún verða nokkru lægri en meðaltalið yfír jörðina. Jafnvel er talið að um staðbundna kólnun geti orðið að ræða á einstaka stað, sérstak- lega í grennd við Suðurskautslandið. HLÝNUN Á NORÐUFUATLANTSHAFI Samkvæmt þessu er líklegt að hlýnunin á N-Atlantshafi verði mun minni en ein- faldari líkön gáfu til kynna, enda mátti eitthvað á milli vera. Hugsast getur að hún verði svipuð og að meðaltali yfir jörðina, þ.e. 0,3°C á áratug, en jafn líklegt er að hún verði helmingi meiri eða helmingi minni, svo mikil er óvissan í reikningun- um. íslendingum, sem vanir eru miklum sveiflum í veðurfari, finnst e.t.v. ekki mik- ið koma til hlýnunar sem talin er í nokkr-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.