Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 33
13. mynd. Hitabreytingar á norðurhveli jarðar 1860-1992 (dökkur
ferill) og í Stykkishólmi 1823-1992 (Ijósari ferill) sýndar sem keðju-
meðaltal 15 ára. Lóðréttur skali er ótilgreindur en bilið milli láréttu
punktalínanna er 0,1 °C fyrir norðurhvelsferilinn en 0,5°C fyrir
Stykkishólm.
um tíundupörtum
úr gráðu á áratug.
Þessi hlýnun er
liins vegar mjög
mikil þegar nánar
er að gáð. Ef
hlýnar um 0,3°C á
áratug nemur
hlýnunin nálægt
1°C á 30 árum.
Það er ekki íjarri
hitamuninum
milli köldu ára-
tuganna á seinni
hluta síðustu ald-
ar, annars vegar,
og hlýju áranna
milli 1920 og
1940, hins vegar.
Hitamunur milli hafísáranna 1965 til 1971
og síðustu ára (1985 til 1992) var hins
vegar aðeins um 0,5°C.
ER ÞEGAR FARIÐ AÐ
HLÝNA?
Sú spuming vaknar óhjákvæmilega hvort
hlýnunar af völdum gróðurhúsaáhrifa sé nú
þegar farið að gæta í veðurfari jarðarinnar
og hvort sú hlýnun, ef einhver er, sé í
samræmi við niðurstöður líkanreikninga
sem að ofan er lýst. Á 13. mynd er sýnt
hvernig hitabreytingar á norðurhveli jarðar
og í Stykkishólmi hafa verið síðustu eina
og hálfa öldina.
Myndin sýnir að hitasveiflur á íslandi
eru að mörgu leyti samstiga meðaltali
norðurhvels þótt mismunur korni allvíða
fram, t.d. er kólnunin eftir 1960 mun meira
áberandi á Islandi. Athyglisvert er að hita-
breytingar á íslandi eru margfalt meiri en
að meðaltali yfir allt norðurhvelið (athugið
að lóðréttir skalar fyrir norðurhvelið og
Stykkishólm eru mismunandi). Kólnuninni
á norðurhveli upp úr 1960, sem sýnd var á
5. mynd, lauk greinilega nokkru fyrir
1980, og skömmu síðar á íslandi. Síðan
hefur hlýnað ört, bæði að meðaltali yfir
norðurhvelið og á Islandi.
Það er ekki hægt að kenna (eða þakka)
auknum gróðurhúsaáhrifum um hlýnunina
sem orðið hefur vart á síðustu árum. Sam-
bærilegar hitasveiflur hafa orðið áður án
þess að hægt sé að rekja þær á ótvíræðan
hátt til breytinga á gróðurhúsaáhrifum, t.d.
á árunum 1920-1940. Hins vegar er ljóst
að það hefur hlýnað frá því um miðja
siðustu öld til okkar daga og er talið að sú
hlýnun nemi 0,3-0,6°C að meðaltali yfír
jörðina síðustu 100 árin. Þegar tekið er til-
lit til áhrifa brennisteins- og rykmengunar,
sem fyrr voru rædd, til kælingar má segja
að hlýnunin sem orðið hefur síðustu 100
árin, og sýnd er á 13. mynd, sé ekki í ósam-
ræmi við niðurstöður líkanreikninga á
gróðurhúsaáhrifum. Hitt er eins hugsanlegt
að þessi hlýnun sé tilkomin vegna til-
viljanakenndra breytinga í höfum og and-
rúmslofti og komi gróðurhúsaáhrifum ekk-
ert við. Úr þessu fæst ekki skorið fyrr en
hlýnar mun meira en sem nemur tilviljana-
kenndum hitasveiflum í veðurfari jarðar,
en þær eru umtalsverðar eins og 13. mynd
ber með sér, ekki síst á norðurslóðum.
Við þurfum væntanlega að bíða í 10-20
ár og jafnvel lengur eftir því að endurbætur
i veðurfarslíkönum og lengri raðir veður-
athugana skeri úr um það hvort hlýnun af
völdurn gróðurhúsaáhrifa verður umtals-
verð eða ekki. Eins og staðan er nú virðast
flestir vísindamenn sem fást við athuganir
á þessu sviði þeirrar skoðunar að það muni
27