Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 37

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 37
Dúðinn*- LÉTTVÆGARI FUGL EN TALIÐ VAR Löngum hefur verið talið að dúðinn á Máritíus, sem útrýmt var um 1680, hafi verið hœgfara heimskur fituhlunkur og það tók hollensku landnemana aðeins um 80 ár að útrýma honum. Nýlegar rannsóknir hafa leitt til þess að dúðinn hefur fengið nokkra uppreisn œru einkum hvað varðar líkamlegt atgervi. nemma á sextándu öld sigldi um Indlandshaf portúgalskur land- könnuður, Pedro de Mascaren- has. Hann uppgötvaði austur af Madagaskar þrjár óbyggðar eldfjallaeyjar sem eru síðan nefndar Maskareneyjar eftir honum. Stærst þeirra og næst Madagaskar er Réunion, 2512 km2. Næst í röðinni er Máritíus, 1865 km2, og minnst og austust er Rodrigues, 104 km2. BÚSETA MANNA Sjálfsagt hafa arabískir farmenn snemma komið við á Maskareneyjum. Portúgalar höfðu þar tíða viðdvöl á sextándu öld, einkum á Máritíus. Árið 1598 tóku menn sér í fyrsta sinn búsetu á Máritíus þegar Ömólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi í líffræði og efnafræði frá Háskólanum í Lundi i Sví- þjóð 1958. Hann var kennari við Menntaskólann í Reykjavik 1960-1967, Menntaskólann við Hamra- hlið 1967-1980 og hefur verið rektor þess skóla frá 1980. Samhliða kennslustörfum hefur Ömólfur samið kennslubækur og hann hafði um árabil umsjón með fræðsluþáttum um náttúmfræði 1 útvarpi og sjónvarpi. ÖRNÓLFUR THORLACIUS Hollendingar helguðu sér eyna. Raunar hurfu þeir þaðan fljótlega en komu nokkr- um sinnum aftur. Frakkar slógu svo eign sinni á hana 1721 og kölluðu íle de France, Frönskuey. Þegar franska stjórnin reyndi eftir stjómarbyltinguna að afnema þræla- hald árið 1796 sögðu eyjaskeggjar sig úr lögum við Frakkland og Franskaey var sjálfstæð þar til Bretar lögðu hana undir sig 1810. Þeir tóku upp gamla hollenska nafn- ið Máritíus og ráða enn ríkjum þar og á Rodrigues og nokkrum smáeyjum. Liljufáni Frakkakonungs var dreginn að húni á Réunion árið 1638. Síðan hefur þar blakt franskur fáni þegar frá eru talin fimm ár, 1810 til 1815, en þá réðu Bretar eynni. Þegar Portúgalar komu til Maskareneyja voru þar engin spendýr en þeim mun fleiri fuglar. Sjómenn sem áðu þar á langri leið yfír Indlandshaf brytjuðu fuglana niður sér til matar og dægrastyttingar. Þeir vom óvanir mönnum og auðveiddir. DÚÐINN Á öllum þremur Maskareneyjunum vom stórir, ófleygir fuglar af ættbálki dúfnfugla, sem cru nú löngu útdauðir. Langþekktastur þessara fugla er dúðinn eða dúdúfuglinn á Máritíus, Raphus cucullatus. Hann var höfúðstór og nærri metri á lengd. Fiðrið var blágrátt, nefíð stórt og dökkt, bogið og * Lagt er til að sá fugl sem til þessa hefur kallast dúdúi eða dúdúfugl verði nefndur dúði (og beygist eins og lúði). Náttúrufræðingurinn 64 (1), bls. 31-36, 1994. 31

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.