Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 39
2. mynd. Þessi mynd, sem Carl Clusius dró árið 1605, er
af mun grennri fugli (National Museum ofScotland).
í Lundúnum og haus í
Kaupmannahöfn. A hinn
bóginn hafa hundruð beina
úr dúðum verið grafin upp
úr mýrum á Máritíus. Mörg
þessara beina mældi og vó
Kitchener og beitti ýmsum
aðferðum dýrafræðinga, sem
hér verða ekki raktar, til að
kanna þyngd og lögun fúgl-
anna sem báru beinin í mýr-
unum. Er skemmst frá því
að segja að allar leiddu að-
ferðirnar til sömu niður-
stöðu: Dúðinn vó milli 10,6
og 17,5 kg - ekki 23 kg eða
meira, eins og áður var tal-
ið.
Hér munar um helmingi.
Hver er skýringin? Kitchen-
er telur að fuglamir sem
fluttir voru til Evrópu hafi
verið stríðaldir um borð í
skipum á leiðinni og því
komið óeðlilega feitir á
áfangastað. Það er af mál-
verkum af þessum fúglum
sem hefðbundin mynd okkar af dúðum er
fengin.
Si/MARFITA?
Hollenskur fuglafræðingur, A.C. Oude-
mans, benti árið 1917 á að algengt er að
fuglar safni fitu á sumrin og leggi svo af
yfir veturinn. Með þessu vildi hann skýra
muninn á holdafari dúðanna á myndunum
sem varðveist hafa. Mælingar Kitcheners
gefa hins vegar til kynna miklu meiri mun
en svo að þessi skýring geti átt við, auk
þess sem allir grönnu dúðarnir voru teikn-
aðir í heimahögum (2. mynd) en þeir feitu í
Evrópu. Þótt Thomas Herbert hafi komið
til Máritíus árið 1627 er lýsing hans á dúð-
um, þar sem hann tilgreinir þyngdina 50
pund (23 kg) eða meira, ekki skráð fyrr en
1634. Hún gæti því átt við fugla í Evrópu.
Aðra skráða heimild hefur Kitchcner ekki
fundið um þyngd dúða.
Ut frá styrk beina og festingu vöðva við
þau er hægt að bera saman hlaupahæfni
misstórra dýra ef þyngdin er þekkt. Með
þessari aðferð, sem kennd er við breskan
dýralfæðing, McNeil Alexander, sýndi
Kitchener fram á að 23 kg dúði hefði verið
stirður til gangs. Þrettán kílóa dúði hefði
hins vegar getað sprett úr spori.
Fótfráir kúlurassar
Volquard Iversen hét maður sem var árið
1662 skipreika á smáey út af suðaustur-
strönd Máritíusar. Hann færði í letur athug-
anir sínar á fúglalífi á eynni. Þar segir
meðal annars: „Meðal fúgla má nefna þá
sem á Indíum ganga undir nafninu
doddaersen (,,kúlurassar“). Þeir voru stærri
en gæsir en ófleygir. I stað vængja báru
þeir smáblöðkur en voru afar fráir á fæti.“
Gamlar myndir finnast
Arið 1991 frétti Kitchener af teikningum af
dúðum frá árunum 1601 og 1602 sem
nýfundnar voru í Haag en höfðu þá legið í
gleymsku í hálfa aðra öld (3. mynd). Þær
eru af háfættari og mun grennri fuglum en
síðari tíma málverk gefa til kynna.
33