Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 47
Hvítar grálúður VEIÐAST Á ÍSLANDSMIÐUM Það er alþekkt í dýraríkinu að afbrigði- legir einstaklingar eiga mjög erfitt upp- dráttar og ná yfirleitt ekki háum aldri. Einnig er þekkt að frávikfrá venjulegu útliti geta verið staðbundin og jafnvel tímabundin. Hér greinir frá grálúðu- hvítingjum semflestir hafa veiðst á sömu veiðislóð vestur af landinu. rá árinu 1990 hafa íslensk tog- veiðiskip veitt fímm hvitar grá- lúður (Reinhardtius hippoglosso- ides (Walbaum, 1792)). Að því er best er vitað hafa slíkar grálúður ekki fyrr veiðst hér við land, og aðeins er vitað um örfáa slíka fundi erlendis frá. HVÍTINGjAR í DÝRARÍKINU Hvítingjar, eða albínar, eru kunnir úr dýra- ríkinu, bæði meðal hryggleysingja, fiska, fugla og manna. Húð hvítingja er skjanna- hvít, oft með bleikum blæ, hár hvítt eða gulleitt og augu rauðleit eða blágrá. Litar- efnaskortur i augum leiðir til þess að líf- veran þolir illa sterka birtu. Útlit þetta á sér erfðafræðilegar orsakir sem leiða til þess að Magnús Þór Hafsteinsson (f. 1964) lauk prófi í fisk- eldisfræði frá Bændaskólanum á Hólum 1986, cand. mag.-prófi i fiskeldis- og rekstrarfræðum frá Héraðs- háskóla Sogn- og Firðafylkis í Noregi 1991 og cand. scient.-prófi í fiskifræði frá Háskólanum í Bergen 1994. Hann vinnur nú að doktorsverkefni í fískifræði við Háskólann í Tromso. lífveran er ekki fær um að mynda litarefni í húð, augum, hári, fjöðrum og öðrum horn- himnum likamans. Framleiðsla litarefnisins melaníns er dýrum nauðsynleg til þess að öðlast eðlilegan litarhátt. Það gerist við efnahvörf með hjálp efnahvata (ensíma) í sérstökum litarefnafrumum líkamans. Framleiðsla á efnahvötunum stjórnast af erfðavísum (genum). Einn þessara efna- hvata er týrósínasi sem umbreytir við oxun amínósýrunni týrósín í 3,4-díhýdroxý- phenýlalanín (dopa). Áframhaldandi oxun endar með myndun litarefnisins melaníns. Ef ekki eru fyrir hendi erfðavísar lil fram- leiðslu týrósínasa stöðvast efnahvarfið vegna vöntunar á efnahvatanum og ekkert litarefni myndast. Þetta veldur því að líf- veran verður hvítingi (Gardner 1975). Meðal fiska í náttúrunni eru hvítingjar afar sjaldgæfír. Slíkir einstaklingar skera sig eðlilega mjög úr umhverfi sínu og eiga því væntanlega erfiða lífsbaráttu. Fágætt er að hvítir fiskar finnist við ísland. í skráðum heimildum er aðeins kunnugt um að hvítar ýsur hafi veiðst hér við land. Bjarni Sæ- mundsson (1926) getur um slík fyrirbæri og Einar Jónsson (1991) greinir frá nýlegri fundum ýsuhvítingja á Islandsmiðum. Afar fá dæmi finnast um hvítingja meðal flat- fiska (Gartner 1986). GRÁLÚÐUHVÍTINGJAR á ÍSLANDSMIÐUM Grálúður með eðlilegu litafari geta verið breytilegar útlits. Þær eru dökkar með dökk- Náttúrufræðingurinn 64 (I), bls. 41-46, 1994. 41

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.