Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 47

Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 47
Hvítar grálúður VEIÐAST Á ÍSLANDSMIÐUM Það er alþekkt í dýraríkinu að afbrigði- legir einstaklingar eiga mjög erfitt upp- dráttar og ná yfirleitt ekki háum aldri. Einnig er þekkt að frávikfrá venjulegu útliti geta verið staðbundin og jafnvel tímabundin. Hér greinir frá grálúðu- hvítingjum semflestir hafa veiðst á sömu veiðislóð vestur af landinu. rá árinu 1990 hafa íslensk tog- veiðiskip veitt fímm hvitar grá- lúður (Reinhardtius hippoglosso- ides (Walbaum, 1792)). Að því er best er vitað hafa slíkar grálúður ekki fyrr veiðst hér við land, og aðeins er vitað um örfáa slíka fundi erlendis frá. HVÍTINGjAR í DÝRARÍKINU Hvítingjar, eða albínar, eru kunnir úr dýra- ríkinu, bæði meðal hryggleysingja, fiska, fugla og manna. Húð hvítingja er skjanna- hvít, oft með bleikum blæ, hár hvítt eða gulleitt og augu rauðleit eða blágrá. Litar- efnaskortur i augum leiðir til þess að líf- veran þolir illa sterka birtu. Útlit þetta á sér erfðafræðilegar orsakir sem leiða til þess að Magnús Þór Hafsteinsson (f. 1964) lauk prófi í fisk- eldisfræði frá Bændaskólanum á Hólum 1986, cand. mag.-prófi i fiskeldis- og rekstrarfræðum frá Héraðs- háskóla Sogn- og Firðafylkis í Noregi 1991 og cand. scient.-prófi í fiskifræði frá Háskólanum í Bergen 1994. Hann vinnur nú að doktorsverkefni í fískifræði við Háskólann í Tromso. lífveran er ekki fær um að mynda litarefni í húð, augum, hári, fjöðrum og öðrum horn- himnum likamans. Framleiðsla litarefnisins melaníns er dýrum nauðsynleg til þess að öðlast eðlilegan litarhátt. Það gerist við efnahvörf með hjálp efnahvata (ensíma) í sérstökum litarefnafrumum líkamans. Framleiðsla á efnahvötunum stjórnast af erfðavísum (genum). Einn þessara efna- hvata er týrósínasi sem umbreytir við oxun amínósýrunni týrósín í 3,4-díhýdroxý- phenýlalanín (dopa). Áframhaldandi oxun endar með myndun litarefnisins melaníns. Ef ekki eru fyrir hendi erfðavísar lil fram- leiðslu týrósínasa stöðvast efnahvarfið vegna vöntunar á efnahvatanum og ekkert litarefni myndast. Þetta veldur því að líf- veran verður hvítingi (Gardner 1975). Meðal fiska í náttúrunni eru hvítingjar afar sjaldgæfír. Slíkir einstaklingar skera sig eðlilega mjög úr umhverfi sínu og eiga því væntanlega erfiða lífsbaráttu. Fágætt er að hvítir fiskar finnist við ísland. í skráðum heimildum er aðeins kunnugt um að hvítar ýsur hafi veiðst hér við land. Bjarni Sæ- mundsson (1926) getur um slík fyrirbæri og Einar Jónsson (1991) greinir frá nýlegri fundum ýsuhvítingja á Islandsmiðum. Afar fá dæmi finnast um hvítingja meðal flat- fiska (Gartner 1986). GRÁLÚÐUHVÍTINGJAR á ÍSLANDSMIÐUM Grálúður með eðlilegu litafari geta verið breytilegar útlits. Þær eru dökkar með dökk- Náttúrufræðingurinn 64 (I), bls. 41-46, 1994. 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.