Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 53
Þyngdaraflið
Hvað er það sem tengir skakka turninn í
Písa við kenningar nútímans um hin
ógnvœnlegu svarthol í geimnum sem í
sífellu soga til sin efni? Hér er lesand-
inn leiddur gegnum þróun hugmynda í
eðlisfrœði, allt frá tímum Forn-Grikkja
til dagsins í dag. Allt er þetta settfram
á einföldu og skýru máli og formúlur
látnar lönd og leið.
innisstætt er mér lítið atvik úr
gamla barnaskólanum við
Tjörnina. Þetta hefur líklega
verið árið 1926. Við vorum
nokkrir drengir í smíðatíma í kjallara
hússins. Kennari okkar var Guðjón Guð-
jónsson, faðir Sigrúnar myndlistarkonu, en
hann varð síðar skólastjóri Bamaskólans í
Hafnarfirði. Kyrrð er í stofunni, hver að
bauka við sinn smíðisgrip, en skyndilega
missir einn drengurinn hamar sem fellur
niður á gólf nreð talsverðum dynk. „Hvaða
hávaði er þetta?“ spyr Guðjón. „Hamarinn
minn datt,“ segir drengurinn. „Hvert datt
hann?“ spyr Guðjón. „Hann datt niður á
gólf,“ svarar drengurinn. „En ef gólfíð
Guðmundur Arnlaugsson (1913) lauk stúdcntsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík 1933 og cand.
mag.-prófi í raungreinum með stærðfræði sem
aðalgrein árið 1942 frá Háskólanum í Kaupmanna-
liöfn. Hann kenndi við Menntaskólann á Akureyri á
árunum 1936-1939 og 1945-1946 og við Mennta-
skólann í Reykjavík 1946-1965. Guðmundur var
kennari og síðar dósent við Háskóla íslands 1947-
1967. Árið 1965 varð hann fyrsti rektor Menntaskól-
ans við Hamrahlíð og gegndi þvi starfi til 1980.
hefði ekki verið þarna til að taka á móti
honum, hvað þá?“ spyr Guðjón. „Nú, hann
hefði bara dottið áfram niður,“ svarar
drengurinn og þykir þetta orðin nokkuð
mikil smámunasemi. „Hvað er eiginlega
þetta „niður“?“ spyr Guðjón enn. Þá stóð á
svari svo að Guðjón beindi spurningunni til
okkar hinna: „Hvert stefna hlutir þegar þeir
detta?“ Nú varð andartaks þögn, enginn
okkar hafði hugleitt þetta fyrr, upp og niður
voru svo sjálfsagðir hlutir að þeir höfðu
ekki vakið neinar frekari spurningar hjá
okkur. En nú fór hugurinn á flug og eftir
stutta stund kom svarið: „Þeir stefna inn að
miðju jarðar.“ Nú loks var Guðjón
ánægður, þetta var svarið sem liann hafði
verið að vonast eftir. Ekki veit eg hvemig
félagar rnínir meltu þennan fróðleik en mér
opnaðist þarna ný vídd og eg hef aldrei
gleyrnt þessu siðan.
Þetta varð til þess að eg fór að hugsa ögn
meir um þyngdaraflið, þennan dularfulla
kraft sem ávallt og alls staðar er að verki,
hvar sem efni er til staðar, kraft sem stýrir
ekki einungis stefnu hluta sem falla heldur
einnig trjáa og grasa sem á einhvern dular-
fullan hátt skynja hann og vaxa þvert gegn
honum, kraft sem fær jörðina til að hverfast
um sólu og tunglið til að snúast um jörðu,
kraftinn sem heldur sólkerfunum saman.
En því fór ljarri að eg væri alltaf að velta
þessu fyrir mér, og skilningurinn kom bæði
seint og treglega. Eg var kominn upp í
menntaskóla þegar eg var að brjóta heilann
um hvernig það gæti verið að tunglið væri
ávallt að falla inn að jörðu vegna aðdráttar-
krafts hennar en væri þó alltaf í nokkurn
Náltúrufræðingurinn 64 (1), bls. 47-64, 1994.
47