Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 53

Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 53
Þyngdaraflið Hvað er það sem tengir skakka turninn í Písa við kenningar nútímans um hin ógnvœnlegu svarthol í geimnum sem í sífellu soga til sin efni? Hér er lesand- inn leiddur gegnum þróun hugmynda í eðlisfrœði, allt frá tímum Forn-Grikkja til dagsins í dag. Allt er þetta settfram á einföldu og skýru máli og formúlur látnar lönd og leið. innisstætt er mér lítið atvik úr gamla barnaskólanum við Tjörnina. Þetta hefur líklega verið árið 1926. Við vorum nokkrir drengir í smíðatíma í kjallara hússins. Kennari okkar var Guðjón Guð- jónsson, faðir Sigrúnar myndlistarkonu, en hann varð síðar skólastjóri Bamaskólans í Hafnarfirði. Kyrrð er í stofunni, hver að bauka við sinn smíðisgrip, en skyndilega missir einn drengurinn hamar sem fellur niður á gólf nreð talsverðum dynk. „Hvaða hávaði er þetta?“ spyr Guðjón. „Hamarinn minn datt,“ segir drengurinn. „Hvert datt hann?“ spyr Guðjón. „Hann datt niður á gólf,“ svarar drengurinn. „En ef gólfíð Guðmundur Arnlaugsson (1913) lauk stúdcntsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1933 og cand. mag.-prófi í raungreinum með stærðfræði sem aðalgrein árið 1942 frá Háskólanum í Kaupmanna- liöfn. Hann kenndi við Menntaskólann á Akureyri á árunum 1936-1939 og 1945-1946 og við Mennta- skólann í Reykjavík 1946-1965. Guðmundur var kennari og síðar dósent við Háskóla íslands 1947- 1967. Árið 1965 varð hann fyrsti rektor Menntaskól- ans við Hamrahlíð og gegndi þvi starfi til 1980. hefði ekki verið þarna til að taka á móti honum, hvað þá?“ spyr Guðjón. „Nú, hann hefði bara dottið áfram niður,“ svarar drengurinn og þykir þetta orðin nokkuð mikil smámunasemi. „Hvað er eiginlega þetta „niður“?“ spyr Guðjón enn. Þá stóð á svari svo að Guðjón beindi spurningunni til okkar hinna: „Hvert stefna hlutir þegar þeir detta?“ Nú varð andartaks þögn, enginn okkar hafði hugleitt þetta fyrr, upp og niður voru svo sjálfsagðir hlutir að þeir höfðu ekki vakið neinar frekari spurningar hjá okkur. En nú fór hugurinn á flug og eftir stutta stund kom svarið: „Þeir stefna inn að miðju jarðar.“ Nú loks var Guðjón ánægður, þetta var svarið sem liann hafði verið að vonast eftir. Ekki veit eg hvemig félagar rnínir meltu þennan fróðleik en mér opnaðist þarna ný vídd og eg hef aldrei gleyrnt þessu siðan. Þetta varð til þess að eg fór að hugsa ögn meir um þyngdaraflið, þennan dularfulla kraft sem ávallt og alls staðar er að verki, hvar sem efni er til staðar, kraft sem stýrir ekki einungis stefnu hluta sem falla heldur einnig trjáa og grasa sem á einhvern dular- fullan hátt skynja hann og vaxa þvert gegn honum, kraft sem fær jörðina til að hverfast um sólu og tunglið til að snúast um jörðu, kraftinn sem heldur sólkerfunum saman. En því fór ljarri að eg væri alltaf að velta þessu fyrir mér, og skilningurinn kom bæði seint og treglega. Eg var kominn upp í menntaskóla þegar eg var að brjóta heilann um hvernig það gæti verið að tunglið væri ávallt að falla inn að jörðu vegna aðdráttar- krafts hennar en væri þó alltaf í nokkurn Náltúrufræðingurinn 64 (1), bls. 47-64, 1994. 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.