Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 57

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 57
3. mynd. Fleygbogaferíll. Sé steini kastað skáhallt npp í loftið fœrist hann með jöfnum hraða í lárétta stefnu en vegna þyngdar- kraftsins minnkar hraði hans í lóðrétta stefnu uns hann stöðvast og byrjar að falla með vaxandi hraða. löng sést greinilega að hún grennist eftir því sem neðar dregur: Hún grenn- ist vegna þess að kaffið fellur með því meiri hraða sem neðar dregur. En hvemig vex hrað- inn? Einfaldast er að hugsa sér að hann vaxi annað- hvort í réttu hlut- falli við þá leið sem farin hefur verið eða þann tíma sem fallið hefur tekið. Galíleó hallaðist að hinu síðara og það reyndist í ágætu samræmi við niðurstöður mælinganna, eins og sjá má af einföldu dæmi þar sem notuð er sú staðreynd að meðalhraði fallandi hlutar á einhverjum tíma frá því að fallið hefst er hálfur loka- hraði hans og vegalengdin er jöfn meðal- hraðanum margfölduðum með tímanum: Setjum svo að hraði kúlu sem veltur nið- ur rennibraut aukist um einn metra á hverri sekúndu. Þá er lokahraði hennar eftir tvær sekúndur tveir metrar á sekúndu og sú vega lengd sem hún hefur runnið er þá meðalhraðinn (hálfur lokahraðinn) sinnum tíminn: 2 sek sinnum 1 m á sek eða 2 metrar. Eftir íjórar sekúndur er lokahraðinn ijór- ir metrar á sekúndu, meðalhraðinn því tveir metrar á sekúndu og vegalengdin er tíminn sinnum meðalhraðinn: 2 sinnum 4 metrar eða 8 metrar. Fjórar sekúndur eru tvöfalt lcngri tími en tvær sekúndur en átta metrar eru ferfalt lengri en tveir metrar. Þetta er því í ágætu samræmi við regluna. Nú rannsakaði Galíleó aðeins hreyfingu kúlu sem vellur niður halla. En hann treysti því að hreyfmg hlutar sem fellur frjáls sé sömu gerðar, aðeins gerist allt miklu hraðar. Þessi tilgáta hefur reynst rétt og Galíleó varð þannig höfundur fræðanna um fallhreyfmgu. Hann sýndi fram á að hún er það sem eðlisfræðingar kalla nú jafnt vaxandi hreyfingu og hlítir þeim lög- málum sem þegar hafa verið nefnd: (1) Allir hlutir falla jafn hratt. (2) Hraðinn vex í réttu hlutfalli við tím- ann. (3) Vegalengdin vex í réttu hlutfalli við tímann í öðru veldi. Nú er það svo að hér á jörðu er ávallt annar kraftur að verki ásamt þyngdarkraft- inum þegar hlutir falla: viðnám loftsins, en það vex ört þegar hraði hlutarins vex. Að lokum fer svo að þetta viðnám verður jafnt þyngdarkraftinum og eftir það fellur hlut- urinn með jöfnum hraða. Hér erurn við aft- ur kornin í mótsögn við Aristóteles: Ekki þarf kraft til að viðhalda hreyfíngu; haldi þeir kraftar sem orka á hlut hver öðrum í skeijum heldur hluturinn þeirri hreyfingu sem hann hefur áfram með jöfnum hraða í beina stefnu. Maður sem notar fallhlíf eyk- ur loftviðnámið nógu mikið til þess að þessi jafni hraði er ekki meiri en svo að maðurinn á ekki á hættu að meiðast þegar hann kemur niður. Galíleó rannsakaði einnig samsettar hreyfingar hluta. Sé steini kastað myndi hann halda áfram með óbreyttum hraða ef þyngdin kæmi ekki til (og ekki heldur við- nám loftsins). En nú togar þyngdarkraftur- inn í steininn eins og alla aðra hluti, hann er því að falla samtímis þvi að hann flyst áfram í jafnri hreyfmgu. Þessar hreyfingar þættast saman og steinninn fer því eftir boginni braut - fleygboga - eins og sýnt er á 3. mynd. 51

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.