Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 64

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 64
a/ ------í 8. mynd. Kraftlínur þyngdarsviðsins stefna inn að miðju jarðar og sviðið verður veik- ara eftir því semjjœr dregur jörðu. stjörnum en virðast órafjarlæg og senda þó frá sér ótrúlega birtu. Svarthol er engin leið að sjá beint; tilvist þeirra er einungis unnt að ráða af þyngdar- áhrifum þeirra og geislun frá efni sem fellur inn í þau. ■ ÞYNGDARSVIÐ Galíleó og Newton gerðu glögga grein fyrir þyngdaraflinu og áhrifum þess en hvorugur hætti sér út í bollaleggingar um hvað þyngdaraflið væri í raun og veru og hvernig það færi að því að orka á hluti. Areiðanlega hafa þeir báðir - og margir sem á eftir þeim komu - furðað sig á því hvemig hlutur getur orkað á annan úr fjarska, án þess að nokkurt sýnilegt band sé á milli þeirra. Þessi „áhrif úr firrð“ hafa orðið mörgum íhugunarefni, og enn á okkar öld eru menn litlu nær innsta eðli þeirra. A nítjándu öld kom fram nýtt viðhorf til krafta af þessu tagi og reyndist mjög frjótt, en það var hugtakið svið, kraftsvið. Haldi maður á hlut og sleppi honum tekur hann þegar á rás niður á við. I stað þess að orða þetta þannig að jörðin togi í hlutinn má segja að jörðin setji umhverfi sitt í sérstakt ástand, eins konar spennu, er hafi þessi áhrif. Þessi spenna er kölluð þyngdarsvið og henni er lýst á mynd með kraftlínum. Kraftlínur þyngdarsviðsins stefna inn að miðju jarðar eins og sýnt er á 8. mynd. Bilið milli línanna eykst eftir því sem íjær dregur jörðu og sviðið verður veikara. Kraftlínurnar sýna tvennt; 1) Stefna kraftlínu á hverjum stað er stefna kraftsins. 2) Þéttleiki kraftlínanna sýnir styrk sviðsins. Á myndinni sést að þéttleiki kraftlínanna minnkar þegar athugandinn færist ljær: Flatarmál A er ferfalt stærra en flatarmál a, en jafnmargar kraftlínur liggja í gegn um báða fletina og því minnkar þéttleikinn ferfalt. Þyngdarsviðið er einungis eitt af mörg- um kraftsviðum sem við lifum í. Önnur dæmi um svið eru segulsvið jarðar, segul- sviðið umhverfis segulmagnaðan hlut eða straumspólu, og rafsviðið utan um raf- magnaðan hlut. Umhverfís háspennulínu er öflugt rafsegulsvið, og nýlegar rannsóknir benda til þess að þetta svið geti haft áhrif á heilsufar fólks sem lifir í nágrenni við línuna. Svið lýsir sér á þann hátt að rúmið er í sérkennilegu ástandi þannig að á hverjum stað í því kemur ákveðinn kraftur í Ijós ef réttur hlutur er settur á þann stað. I þyngdarsviði er hvaða hlutur sem er réttur, því að allir venjulegir hlutir hafa þyngd; segulsvið hefur áhrif á járn, rafsvið á raf- magnaða hluti og þannig fram eftir götum. En er þetta nokkuð annað en leikur að orðum? Er nokkuð nýtt í þessu annað en orðalagið? Er ekki einfaldara og beinna að láta jörðina orka beint á hluti heldur en láta hana setja umhverfi sitt í einhverja dular- fulla spennu sem svo hefur áhrif? Segja má að nokkuð sé til í því, en orðalag getur skipt miklu máli. Gott orðalag getur leitt hugsun manna inn á heppilegar brautir, þannig að ein hugmynd kvikni af annarri, óhepplegt orðalag getur orðið þrándur í götu framvindunnar. Og um sviðshugtakið er það að segja að það hefur reynst afar frjó hugmynd. Raunar kom sviðshugtakið ekki fyrst fram í þyngdarfræðum heldur í raffræði. 58

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.