Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 64

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 64
a/ ------í 8. mynd. Kraftlínur þyngdarsviðsins stefna inn að miðju jarðar og sviðið verður veik- ara eftir því semjjœr dregur jörðu. stjörnum en virðast órafjarlæg og senda þó frá sér ótrúlega birtu. Svarthol er engin leið að sjá beint; tilvist þeirra er einungis unnt að ráða af þyngdar- áhrifum þeirra og geislun frá efni sem fellur inn í þau. ■ ÞYNGDARSVIÐ Galíleó og Newton gerðu glögga grein fyrir þyngdaraflinu og áhrifum þess en hvorugur hætti sér út í bollaleggingar um hvað þyngdaraflið væri í raun og veru og hvernig það færi að því að orka á hluti. Areiðanlega hafa þeir báðir - og margir sem á eftir þeim komu - furðað sig á því hvemig hlutur getur orkað á annan úr fjarska, án þess að nokkurt sýnilegt band sé á milli þeirra. Þessi „áhrif úr firrð“ hafa orðið mörgum íhugunarefni, og enn á okkar öld eru menn litlu nær innsta eðli þeirra. A nítjándu öld kom fram nýtt viðhorf til krafta af þessu tagi og reyndist mjög frjótt, en það var hugtakið svið, kraftsvið. Haldi maður á hlut og sleppi honum tekur hann þegar á rás niður á við. I stað þess að orða þetta þannig að jörðin togi í hlutinn má segja að jörðin setji umhverfi sitt í sérstakt ástand, eins konar spennu, er hafi þessi áhrif. Þessi spenna er kölluð þyngdarsvið og henni er lýst á mynd með kraftlínum. Kraftlínur þyngdarsviðsins stefna inn að miðju jarðar eins og sýnt er á 8. mynd. Bilið milli línanna eykst eftir því sem íjær dregur jörðu og sviðið verður veikara. Kraftlínurnar sýna tvennt; 1) Stefna kraftlínu á hverjum stað er stefna kraftsins. 2) Þéttleiki kraftlínanna sýnir styrk sviðsins. Á myndinni sést að þéttleiki kraftlínanna minnkar þegar athugandinn færist ljær: Flatarmál A er ferfalt stærra en flatarmál a, en jafnmargar kraftlínur liggja í gegn um báða fletina og því minnkar þéttleikinn ferfalt. Þyngdarsviðið er einungis eitt af mörg- um kraftsviðum sem við lifum í. Önnur dæmi um svið eru segulsvið jarðar, segul- sviðið umhverfis segulmagnaðan hlut eða straumspólu, og rafsviðið utan um raf- magnaðan hlut. Umhverfís háspennulínu er öflugt rafsegulsvið, og nýlegar rannsóknir benda til þess að þetta svið geti haft áhrif á heilsufar fólks sem lifir í nágrenni við línuna. Svið lýsir sér á þann hátt að rúmið er í sérkennilegu ástandi þannig að á hverjum stað í því kemur ákveðinn kraftur í Ijós ef réttur hlutur er settur á þann stað. I þyngdarsviði er hvaða hlutur sem er réttur, því að allir venjulegir hlutir hafa þyngd; segulsvið hefur áhrif á járn, rafsvið á raf- magnaða hluti og þannig fram eftir götum. En er þetta nokkuð annað en leikur að orðum? Er nokkuð nýtt í þessu annað en orðalagið? Er ekki einfaldara og beinna að láta jörðina orka beint á hluti heldur en láta hana setja umhverfi sitt í einhverja dular- fulla spennu sem svo hefur áhrif? Segja má að nokkuð sé til í því, en orðalag getur skipt miklu máli. Gott orðalag getur leitt hugsun manna inn á heppilegar brautir, þannig að ein hugmynd kvikni af annarri, óhepplegt orðalag getur orðið þrándur í götu framvindunnar. Og um sviðshugtakið er það að segja að það hefur reynst afar frjó hugmynd. Raunar kom sviðshugtakið ekki fyrst fram í þyngdarfræðum heldur í raffræði. 58
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.