Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 74

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 74
/. mynd. Grálúða Greenland halibut. Mynd/drawing Jón. B. Hlíðberg. ist alaskaufsi (Theragra chalcogramma) vera aðalfæðutegund grálúðu (Yang og Livingston 1988). Grein þessi er byggð á rannsókna- verkefninu „Fæða og fæðuhættir grálúðu á íslenskum hafsvæðum“ (Jón Sólmundsson 1993). Verkefnið er hluti af svonefndum íjölstofnarannsóknum sem hófust á vegum Hafrannsóknastofnunar árið 1992. ■ aðferðir Magasýnum grálúðu var safnað á tíma- bilinu 15. maí 1991 til 17. mars 1992 á 162 stöðvum vestan, norðan og austan íslands (2. mynd). Sýnum var aðallega safnað í rannsóknaleiðöngrum skipa Hafrannsókna- stofnunar en einnig í veiðiferðum nokkurra togara. Veiðarfæri voru ýmsar gerðir botn- varpa. 1 rannsóknaleiðöngrum var pokinn klæddur með fínriðnu neti með 40 mm möskvastærð en í veiðiferðum togara var notuð venjuleg botnvarpa með möskva- stærð um 155 mm og án klæðningar. Rannsóknasvæðinu var skipt niður í fímm hluta (2. mynd) til að athuga hvort munur væri á fæðusamsetningu eftir svæð- um. A V-svæði veiddist grálúða aðallega djúpt vestur af Vikurál, á svokölluðu Hampiðjutorgi, en á NV-svæði á 200-600 m dýpi í útkanti landgrunnsins. Á N-svæði fékkst grálúða í Húnaflóadjúpi, Skaga- ijarðardjúpi, Eyjafjarðarál og Skjálfanda- djúpi og einnig út við brún landgrunns- hlíðarinnar. Á NA-svæði var sýnum safnað í Langanesdjúpi og Bakkaflóadjúpi og á A- svæði í Héraðsdjúpi og á Rauðatorginu. Heildarlengd grálúðu (lengdin frá trjónubroddi aftur á enda sporðblöðku) var mæld og fískurinn síðan slægður. Ef fæða fannst í maga var hún sett í sigti með 1 mm möskvastærð og skoluð með sjó. Eftir skolun var magainnihaldið varðveitt í 70% ísóprópanóli eða 5% formalíni þar til greining fór fram. Alls var skoðað í 1478 maga og reyndist rúmlega helmingur þeirra innihalda fæðu. Áhersla var lögð á að greina öll fæðudýr til tegundar. Magainnihaldið var oft mikið melt og greining til tegundar þá ekki möguleg. Þegar þannig var háttað voru fæðudýr greind í ættbálka, ætt eða ætt- kvisl, eða eins nákvæmlega og unnt var. 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.