Samvinnan - 01.12.1949, Síða 3

Samvinnan - 01.12.1949, Síða 3
Freyja. Mdlverk eftir J. O. Blommér. Heiðin jól og kristin Eftir séra Benjamín Kristjánsson „í ástinni á ljósinu og í leit hamingjunnar mætast heiðinn dómur og kristinn,“ segir Benja- mín Kristjánsson í þessari fróð- legu grein um jólahald forfeðra okkar. EGAR KRISTIN TRÚ var lög- tekin á íslandi árið 1000, var sú linun gerð á um siðabreytnina, af til- læti við heiðna menn, að leyft var þeim að blóta á laun, ef ekki kæmi vottum við, en annars varða fjör- baugsgarð. Ekki eru sagnir um, að málarekstur yrði af þessum sökum, enda hefur ákvæðið um launblót verið úr lögum numið fyrir tilmæli Ólafs konungs helga, 1 íkt og gert var um hrossakjöts- át og barnaútburð, og mun það hafa verið enskur biskup, Bjarnvarður hinn bókvísi, sem fór með þessi erindi konungs út hingað. Er talið að hann hafi dvalið hér um fimm ára skeið fca. 1018—23) og starfað að því að lagfæra hér lög og kristinn rétt, eftir því sem tíðkaðist í Noregi. En þó að heiðinn dómur væri að fullu úr gildi numinn að lögum, eimdi samt eftir af honum öldum saman í ýmsum kreddum og siðum, ekki sízt þeim, sem tengdar voru við stórhátíðir, eins og t. d. jólin. Hefur hvergi eins og í jólahaldinu verið blandað saman hinum forna og nýja sið, en það verður einmitt skiljanlegt af því, að jólahátíðin var á Norður- löndum, og reyndar víðar, miklu eldri en kristnin. Hún er ævaforn miðsvetr- arhátíð. Svo að enda þótt kristin kirkja reyndi að hella nýju víni á gamla belgi, gefa hátíðinni aðra og andlegri merkingu en hún áður hafði, þá reyndist þó forneskjan lífseig í undirdjúpum þjóðsálarinnar, og venj- ur þær og siðir og þjóðtrú, sem frá ör- ófi alda var bundin við þetta hátíðar- hald, vildi lengi loða við og gerir það jafnvel að sumu leyti enn í dag. Það var eigi fyrr en um miðja 4. öld, sem farið var að halda fæðingarhátíð Krists í rómversku kirkjunni. Áður hafði um nokkuj't árabil tíðkazt í austur kirkjunni að halda 6. jan. há- tíðlegan til minningar um skírn hans og holdtekju, en eigi hafði sá siður komizt á í Róm. Um sama leyti og kristnin ruddi sér til rúms í Vesturlöndum bárust og þangað önnur austræn trúarbrögð, sem hlutu svo mikla hylli, að ósýnt var um stund, hvor ganga mundi með sigur af hólmi. Var þetta dýrkun Míthra sólguðs. Þetta var uppruna- lega persneskur átrúnaður, en persneskum trúarbrögðum svipaði um margt til frumkristninnar. Er þar hin sama, þrotlausa barátta milli ills og góðs, sem einstaklingnum ber að taka þátt í og ávinna þannig sál sína til ei- lífs lífs. Míthradýrkandinn átti einnig að vera hermaður hins góða guðs og sækjast eftir siðferðilegri fullkomnun 3

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.