Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1949, Qupperneq 4

Samvinnan - 01.12.1949, Qupperneq 4
hátíð Krists skyldi haldin þennan dag.“ Gefur og sjálfur Ágústínus það fyllilega í skyn, að hátíðin sé þessa uppruna, er hann hvetur kristna menn að halda eigi sín jól eins og heiðingjar, sem tigni sólina, heldur eigi þeir að halda jólin vegna hans, sem sólina hafði skapað. ingin, Kristur ljósið, sem var að koma í heiminn. Um þetta farast sýrlenzkum forn- kirkjuhöfundi orð á þessa leið: „Ástæðan fyrir því, að feðurnir færðu holdtekjuhátíð Krists frá 6. jan. til 25. des. var sú, að það var venja heiðinna manna að halda hátíðlegan 25. des. með kveiktum ljósum sem fæðingardag sólarinnar. Tóku kristn- ir menn einnig þátt í þessum hátíða- liöldum. Þegar því kirkjufeðurnir urðu þess varir, að þessi hátíð var vin- sæl af kristnum mönnum, tóku þeir saman ráð sín og ákváðu, að fæðingar- Norrcenir víkingar taka land á íslandi. Málverk eftir Oskar Wergeland. og virðist mega ráða það af fjölda höggmynda og helgistaðarústa, sem fundizt hafa víðs vegar um Rómaríki hið forna, að þessi átrúnaður hafi einnig í sambandi við fæðingu Míthra átt sínar helgisagnir um hjarðmenn, sem komu og veittu barninu lotningu og færðu því gjafir. Eftir júlíanska tímatalinu voru vetrarsólstöðvar taldar vera 25. des- ember og því var eðlilegt, að þessi dag- ur væri einmitt haldinn hátíðlegur sem fæðingardagur Míthra sólguðs. Þann dag hrópuðu prestar hans frá helgidómum sínum: „Mærin hefur fætt! Ljósið fer vaxandi!“ Mærin, sem þarna er átt við, hefur sennilega verið hin austurlenzka himnadrottning, sem Samítar nefndu Astarte. Er hún stundum sýnd með hinn unga svein á handleggnum líkt og María í kristn- um átrúnaði. Nú er þess hvergi getið í guðspjöll- unum, hvaða dag á árinu Jesú fæddist, og áttu kirkjufeðurnir því ekki hægt um vik að halda fæðingarhátíð hans, enda þótt þeir teldu það tilhlýðilegt að minnast fæðingu hans með fögnuði nokkrum. Það, sem gerist, þegar jól voru í lög leidd í kirkjunni, er því eigi annað en það, að vaiinn er þessi vin- sæli sólhvarfafagnaðardagur til þessa hátíðahalds, og var það reyndar snjall- ræði. Þeir, sem snerust til kristinnar trúar frá Míthradýrkun, söknuðu þá ekki sinnar vinsælu hátíðar. Margt var ifurðuí líktr'l María varð himnadrottn- AF ÞESSU má ráða, að sú merking jólanna, að vera Ijóssins hátíð, er eldri en kristindómurinn, og þar með ýmsar þær venjur, sem tengdar eru jólunum, eins og jólabál og óvenju- miklar ljósakveikingar. Það mætti nú þykja líklegt, að í norðlægum löndum, þar sem skamm- degið er lengst og þungi myrkursins hvílir mestur yfir, hafi jólin einnig verið haldin til að fagna hækkandi sól. Þetta er þó alls óvíst. En einhver skyldleiki mun vera á milli. Norræn jól voru haldin um miðsvetrarleytið, að því er menn hyggja helzt, í önd- verðum janúar, og voru þá haldnar blótveizlur miklar, svo að mjög var til jafnað í skáldskap. Þannig segir Bjarni gullbráarskáld í flokki sínum um Kálf Árnason: Gátuð gríðar sóta gólig föng til jóla. Það er: Þér gáfuð úlfinum nóg föng til jólanna ("mikinn veizlukost í hræj- um fallinna manna). Og í vísu Grana skálds, er hann orti um hernað Har- Disirnar. Málverk eftir Dorothy Hardy. 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.