Samvinnan - 01.12.1949, Page 7

Samvinnan - 01.12.1949, Page 7
Frigg spinnur vef úr skýjum. Teikning eftir Dollman. sögnum um alls konar óvætti, tröll og álfa, sem voru á kreiki þessa nótt og halda því sumir, að jól í heiðni hafi verið aðalhátíð drauga og vætta. Mjög ólíklegt er þetta, en hitt sennilegra, að forfeður vorir hafi hugsað sér, að vættir allar, góðar og illar, tækju þátt í jólafagnaðinum og þurftu þær því einnig að fá sér í soðið, og mæddi það stundum á mannfólkinu. Trúin á þetta virðist vera ævagöm- ul. Stundum voru það finngálkn og önnur ævintýradýr, sem hlupu fram úr skóginum og drápu allt, sem þau náðu til, stundum jötnar eða berserk- ir, en flest ómennskar verur. Menjar um þessa þjóðtrú var leikur sá, sem hafður var um hönd um jól, á vöku- nóttum og gleðisamkomum, en það var svonefndur Þingálpsleikur faf- bakað úr: Finngálknsleikur). Þingálp- ið var skrímsli, er svo var gert ,að tek- in var hornótt fjöl, hálf alin á lengd, eða því sem næst, og rúmt kvartil á breidd. Á fjölina ofanverða voru fest tvö geldsauðarhorn, er tákna skyldi eyru og þar fyrir neðan gerð á tvö göt, sem augu skyldu vera og smelt í gleri. Þá voru gerðar nasir og gin mik- ið á fjölina og sett í tunga af stórgrip, en í nasirnar settar pípur og skotið þar í kyndlum, sem kveikt var á um leið og ófreskjan ruddist inn í gleði- salinn. Brann þá eldur úr nösum hennar. Enn var þetta skrímsl vafið brekánum og gæruskinnum, til að gera það sem ferlegast. Undir brekán- inu var maður, sem hafði vopn í hendi og leitaðist hann við að hremma sem flesta í húsinu. (Sbr. Ól. Davíðsson: íslenzkir Vikivakar og vikivakakvæði, bls. 134-137). Jólakötturinn á líklega rót sína að rekja til finngálknsins og hefur upp- runalega verið einn og sami óvættur. Segir Jón Árnason í þjóðsögum sín- um, að finngálknið hafi verið af- kvæmi kattar og tófu, svo að þar kem- ur ætternið saman. Lá það úti á heið- um og skógum og var ákaflega grimmt og mannskætt og beit það ekkert vopn, nema vígður silfurhnappur. Þeir, sem ekki fengu nýja flík fvrir jólin „fóru í jólaköttinn". Ekki er auðið að sjá, hvað falizt hefur að baki þeirri hugmynd, nema ef mönnum hefur verið gert að skyldu að tæta ut- an á sig, og þessi hugmynd notuð sem keyri, að jólakötturinn æti þá, sem slöku slægi við. Frægar eru úr Grettissögu frásagn- irnar um viðureign Grettis við tröllin í Forsæludal og Bárðardal, er mestan óskunda gerða um jólaleytið. Hefur sú þjóðtrú verið einna lífseigust. Al- kunnug eru hin mörgu Grýlukvæði, sem höfð hafa verið um hönd fram á síðustu öld til að hræða óþekk börn. Var Grýla þegar komin á kreik á Sturlungaöld og hafði þá liala fimmtán „en í hverjum hala hundrað belgi, í hverjum belgi börn tuttugu". Frá seinni öldum er vísan: Grýla kallar á börnin sín þegar hún fer að sjóða þtil jóla): „Komið hingað öll til mín, Leppur, Skreppur, Langleggur og Leiðindaskjóða. Fór svo Grýla venjulega á stjá með hyski sínu rétt fyrir jólin til að fá sér í soðið, gekk bæ frá bæ, og hirti eink- um þau börnin, sem pörótt voru og skælin: Hún er sig svo vandfædd, hún vill ei börnin góð, heldur þau, sem hafa miklar hrinurnar og hljóð. (Sr. Stefán í Vallanesi). Hroðaleg er lýsing á Grýlu í kvæði séra Bjarna Gizurarsonar í Þingmúla: Hlustið þið hýr börn, hvað kann eg tjá: Tröllamóðir tólfræð trýtir nú hjá; sitjið þið siðlát, eg segi ykkur frá, þríhöfðuð þjófsdóttir þessi er að sjá, faxmikil flagðkonan flugþykk og há, augun líkt sem eldsknettir, eyrun sem gjá> kinnarnar sem kýrvömb kolsvört og grá kann eg ekki að kynna ykkur kjaftinum frá. Gengur fram úr grönunum gufan helblá, tungan er sem teigsvídd og tekur bringu á. Hefur keng á herðum sér, hærra þó en Múlann ber, breiðskeggjuð, biteggjuð, beiskulunduð flá, varaflegin flórsokka flekkótt og grá, klettaþöllin krumfengin kroppar í skjá, kartnögluð, kviðmikil, kengbogin lá hefur maga hrísvaxinn, harðan sem g¥> hrossteglan, hræskeglan, hvað vill hún þá? Börnin vill hún bíta og berja þau í strá; skollamóðir skakkmynnt skreppu heldur á. Út um sveitir æðir og öllu vill ná, o. s. frv. Þessu líkar eru Grýlulýsingar aðrar. Stundum var það „Leppalúði loð- inn bæði og grár“, sem var á ferðinni, en hann var eiginmaður Grýlu. Um 7

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.