Samvinnan - 01.12.1949, Side 13

Samvinnan - 01.12.1949, Side 13
hald kirkjugripa, og heyrist stundum nú á dögum hallað á þá í orði fyrir það. Talað er um, að kirkjur landsins hafi verið rúnar og flettar gripum sín- um, og standi þær nú alls snauðar eft- ir, en dýrgripir þeirra prýði Þjóð- minjasafnið suður í Reykjavík. Lík- lega eru þeir þó því rniður tiltölulega fáir, sem bera sér þetta í munn af ein- lægum áhuga á viðhaldi og fegrun kirkna, en þeir voru þó áreiðanlega enn færri fyrir nokkrum árum og ára- tugum, þegar söfnun gripanna fór fram — eða réttara sagt björgun grip- anna, því að oft var um hreina björg- unarstarfsemi að ræða, og fullvíst má telja, að margur sá kirkjugripur, sem nú er í safninu, væri fyrir löngu af hendi látinn í einkaeigu innlendra og erlendra manna eða grotnaður niður í vanhirðu í kirkjunum sjálfum, ef for- stöðumanna Þjóðminjasafnsins hefði ekki notið við. Auk þess er það svo í öllum löndum, að hinum merkustu kirkjugripum er ekki talið óhætt í kirkjunum, og því eru þeir fluttir á þjóðminjasöfnin, þar sem þeir eru betur geymdir og fleiri njóta þeirra. Annað mál er svo hitt, að nú mun hirðusemi manna um kirkjugripi yf- irleitt betri en var um skeið og Þjóð- minjasafnið sæmilega birgt af kirkju- gripum, og því lítil ástæða nú til að ásælast fleiri slíka gripi til safnsins, þótt sjálfsagt sé að veita viðtöku þeim gripum, sem söfnuðirnir ákveða sjálf- ir að farga úr kirkjunum. í nánu sambandi við kirkjudeildina stendur sérsafn það, sem Vidalínsajn nefnist, kennt við Jón konsúl Vídalín og Helgu konu hans, er drógu safnið saman og arfleiddu Þjóðminjasafnið að eftir sinn dag. í þessu safni eru margir ágætir kirkjugripir og auk þess nokkrir veraldlegir, eins og t. d. veggskápur útskorinn af Bólu-Hjálm- ari, með mynd Adams og Evu og nafni Hjálmars á hurðinni. Vídalínssafnið er auk þess talandi tákn þess, hver urðu örlög margra íslenzkra merkis- gripa á síðastliðinni öld. Menn létu gripina af hendi við hina og þessa safnara, oft fyrir smánarverð eða í skiptum fyrir skran. Síðan voru grip- irnir fluttir úr landi. Vídalínshjónin fluttu safn sitt til Kaupmannahafnar, þar sem þau bjuggu, en fyrir meða!- göngu góðra manna og víðsýni hjón- anna eru þeir nú aftur hingað komnir. Úr kirkjudeild Þjóðminjasafnsins. Altaristöflur og altarisklaði frá miðöldum. Ef hvorugs hefði við notið, hefðu þeir alveg eins getað verið landinu með öllu glataðir. Á miðhæð hússins verða auk þess er nú hefur verið talið, nokkur minni sérsöfn, og ber þar helzt að nefna minjasafn Jóns Sigurðssonar, sem nú er að mestu geymt í alþingshúsinu, en sjálfsagt er að ætla góðan stað í nýja þjóðminjasafninu. SÁ, SEM KEMUR á Þjóðminjasafn- ið nú í dag og litast um í hinum gömlu húsakynnum, sér þar marga fomgripi, kirkjugripi og listgripi seinni alda. Hann sér, að safnið er meira listiðnaðarsafn en menningar- sögulegt safn. Hvar eru, spyr hann, öll atvinnutækin til sjávar og sveita, sem algeng voru um síðustu aldamót, en nú sjást varla nokkurs staðar í byggð- um landsins? Ef vel er að gáð, má raunar sjá í dimmum afkimum safns- ins glitta í eitt og eitt hversdagslegt áhald, torfljái hér, mykjukvísl þar, hákarlasókn hér, ýsuklóru þar. Hér er með öðrum orðum til örsmár vísir að íslenzku atvinnuvegasafni, en hann er mikils of lítill. Hingað til hefur safnið haft svo naumt húsrúm, að ekki hafa verið tök á að safna þangað stórum atvinnutækjum, né heldur að láta þau smærri, sem safnað hefur verið, njóta sín í sýningarsölum. Þess vegna skipa þau nú óæðra bekk, svo að ekki sé sagt beinlínis hornrekusess. Á þessu þarf 13

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.