Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1949, Qupperneq 17

Samvinnan - 01.12.1949, Qupperneq 17
væri traustur væri hitt þó mikilvæg- ara, að þjóðin hefði traust á stjórnar- fyrirkomulaginu. Það þrennt, sem hann taldi mikilvægast í stjórnarfari eins ríkis, var traustur fjárhagur, næg- ur herafli og tiltrú þjóðarinnar. En af þessu þrennu væri traust þjóðarinnar mikilvægast, „því að ef þjóðin ber ekki traust til stjórnarvaldanna, geta þau ekki staðizt," sagði hann. Landstjórn, sem vildi vinna traust þjóðarinnar, sagði hann að þyrfti að vera skipuð hæfum mönnum, sem af einlægum huga vildu vinna að hag- sæld heildarinnar og hefðu þá eigin- leika til að bera, að aðrir bæru virð- ingu fyrir þeim. Hann sagði við þjóð- höfðingja í fæðingarríki sínu: „Að ríkja er að vera réttlátur. Ef þú, sem þjóðhöfðingi, ert réttlátur, hver dirf- ist þá að haga sér á annan veg?“ Þetta er mjög áþekkt því, sem Thomas Jeff- erson sagði: „Listin að stjórna er fólg- in í þeirri list, að vera heiðarlegur.“ Þegar Konfúsíus átti í baráttu sinni við höfðingjana, breytti hann þýðingu orðsins gentlemaður (á kín- versku: chún tzu). Fram að þeim tíma hafði orðið því nær eingöngu verið notað um menn af tignum ættum. Konfúsíus notaði það um menn með háar hugsjónir og göfugt hugarfar. Hann hélt því fram, að sérhver maður gæti orðið gentlemaður, en enginn (hversu tiginborinn sem hann var) væri sannur gentlemaður, ef hann hag- aði sér ekki sem slíkur. Hann taldi það vera hlutverk æðri menntunar að framleiða gentlemenn. Með þessu er ekki átt við, að hann hafi í viljað takmarka möguleika manna til þess að leita sér menntun- ar. Hann hélt því þvert á móti fxam, að allir ættu að njóta einhverrar menntunai', jafnvel í heimspeki. Hann vildi ekki viðurkenna, að hinn auð- ugi og ættgöfugi hefði nokkru meiri (eða minni) arfgengan rétt til mennt- unar en hinn fátækasti bóndi, og lagði til, að öllum, sem hæfileika hefðu til, væri gefinn kostur á að afla sér hennar. Hann hélt því fram, að í fræðslumálum ætti ekki að eiga sér stað nein stéttaskipting, og kvaðst aldrei hafa vísað á bug áhugasömum lærisveini, hversu fátækur, sem hann var. Markmið hans með menntuninni var, að skapa menn með einbeitta skapgerð, sem væru samhæfðir um- heiminum og færir um að mæta þeim erfiðleikum, sem aðstæðurnar legðu þeim á herðar, menn, sem kynnu að njóta lífsins sjálfir á réttan hátt og væru helgaðir þeiiri köllun að vinna að velferð annarra. Konfúsíus fann ráð til að leysa það vandamál, sem er ef til vill hið erfið- asta í lýðræðisríki. Til skjótra og ör- uggra framkvæmda undir lýðræðis- stjórn þarf meiri hluta fylgi borgar- anna, en ekki er hægt, nema ganga í berhögg við lýðræðishugsjónina, að knýja fram samþykki þeirra. Lausn Konfúsíusar var svipuð og nú er við- liöfð, þ. e., að fresta ákvörðun um þá þætti framkvæmdanna, sem rnestur styrr stendur um, en leggja áherzlu á þær framkvæmdir, sem hafa nægilegt fylgi, og bíða átekta. „Hlustaðu vel, legðu til hliðar það, sem vafasamt ei', og ræddu með skynsamlegri varfæini um hitt,“ sagði hann. „Skoðaðu vand- lega, frestaðu ákvörðun um það, sem ekki er vel ljóst, og framkvæmdu með varúð það, sem þú telur skynsamlegt." Af ýmsu má telja víst, að Konfúsíus hafi verið trúhneigður maður, að svo miklu leyti, sem hann vonaði, að ein- hversstaðar í alheiminum væri máttur, sem framfylgdi réttlætinu. Hins vegar leitaðist hann við að finna heimspeki- kerfi sínu hlutlægari og ákveðnari undii'stöðu en þessa von. Hann reyndi að mynda siðakerfi, sem byggðistáeðli mannsins sem félagslegrar veru og færi lítið sem ekkert í bága við arf- geng trúarbrögð, án þess að vera háð þeim í neinu. Þetta, að aðgreina siðalögmálið frá háspekinni, var að líkindum eitt mesta afrek Konfúsíusar. Þessi aðgreining veitti siðakenningum hans lífsmögu- leika samtímis því, sem hinar fornu trúarskoðanir tóku miklum bievtina- / i_/ um. Og jafnvel efasemdamennirnir gátu viðurkennt siðferðiskenningar hans, sem voru þannig fram settar, að þær gerðu mönnum með frábrugðnar trúarskoðanir fært að lifa og vinna saman. Á meðan Konfúsíus lifði, voru áhrif hans næsta lítil. Að honum látnum tók áhrifa kenninga hans að gæta meira og meira, en það var ekki fyrr en á annairi öld e. Kr., sem þær urðti voldugar með þjóðinni. Árið 221 f. Kr. var Kína einræðisríki með leynilög- íæglu og skoðanakúgun, og þá var gerð tilraun til að bæla niður kenn- ingar Konfúsíusar, á þeinx grundvelli, að þær væru spillandi og gagnbylting- arkenndar. Konfúsíanar tóku viikan þátt í uppreisn þeirri, sem brauzt út þrettán árum síðar, og beinn afkom- andi Konfúsíusar í áttunda lið, varð einn af fyrstu píslarvottunum. Bylt- ingin heppnaðist og Han-konungsætt- in tók við völduxn. Á stjórnarárum Han-ættarinnar voru réttindi hins ættborna höfðingja- aðals raunverulega afnumin um aldur og ævi. Stjórnskipaninni var þá í höf- uðatriðum komið í það form, senx liélzt allt þar til að lýðveldið var stofnað, 1912. í þessari endurskipan á stjórnarháttunx Kínaveldis vorxx áhrif frá kenningum Konfúsíusar mjög áberandi. Sumum kenningum Konfúsíusar hefur verið rangsnúið, og svo langt liefur verið gengið á þeirri braut, að einræðisharðstjórar hafa notað þær sér til framdráttar. Engu að síður hefir enginn einn maður haft jafn mikil áhrif á kínverskt stjórnarfar síðustu tvö þúsund árin og Konfúsíus. í því sambandi hefir það vafalaust verið mikilvægt, að áhangendur kenninga hans voru einmitt þeir menn, sem lögðu stund á bóklega nxenntun og gerðust kennarar. Síðan í upphafi kristindóms hefir þekkingar á fræðum Konfúsíusar verið krafizt af öllunx sem sóttu unx opinber embætti í Kína. í tvö þúsund ár hefir bókstaflega hver einasti menntaður Kínverji þaul- lesið spakmæli Konfúsíusar. Jafnvel ómenntaðir Kínverjar kunna mörg af spakmælum hans. Þau eru komin inn í kínvei'skt talmál og orðin lxluti af kínversku hugarfari. Amerískur læi'dómsmaður lxélt því fram 1938, að fræði Konfúsíusar væm enn í dag mesta andlega stórveldið í Kína. Nú á síðari ái'um hefir frægur, vinstri sinnaður, kínveiskur lærdóms- maður, gefið út ritgei'ð, þar sem hann lýsir Konfúsíusi sem manni, er hafi ekki einungis liaft byltingakenndar skoðanir, heldur einnig stuðlað að vopnaðri uppreisn af hálfu alþýðunn- ar. Á þessum grundvelli lxalda margir kínverskir kommúnistar því fram, að Konfúsíus sé einskonar andlegur for- faðir hreyfingar þeirra. , Áhrif Konfúsíusar hafa ekki tak- 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.