Samvinnan - 01.12.1949, Side 21

Samvinnan - 01.12.1949, Side 21
En eins og fyrr segir: veltufé P. V. var nær ein- göngu lánsfé. Framtíð fé- lagsins var því mjög ótrygg. — Jafnvel smávægilegustu breytingar í viðskiptalífinu gátu riðið Pöntunarfélag- inu að fullu. I marz árið 1935 var t. d. 92.3% veltu- fjárins lánsfé. I ársbyrjun 1937 var 65.8% veltufjárins lánsfé. Það, sem verra var: mest allt lánsfé félagsins var tekið til skamms tíma. Til- tölulega lítill hluti þess var lán til langs tíma. Stofnun og starfrœksla KRON. Ein af starfsreglum Sam- bands íslenzkra samvinnu- félaga gerir ráð fyrir því, að aðeins eitt kaupfélag frá hverju félagssvæði fái inn- göngu í S.Í.S. Þetta ákvæði olli því, að hvorki Kaupfé- lag Reykjavíkur né Pönt- unarfélag verkamanna fékk inngöngu í Sambandið. Forráðamenn kaupfélaganna í Rvík gerðu sér ljóst, hversu mikill hagur það yrði fyrir félög sín að vera í Sam- bandinu. Þess vegna sóttu félögin hvort í sínu lagi æ ofan í æ um inn- göngu í S. I. S. Svar sambandsstjórnar hlaut hins vegar alltaf að verða á einn veg: Sameinið K. R. og P. V. og mynd- ið þannig eitt kaupfélag á félagssvæð- inu Reykjavík. Fyrr getum við ekki veitt ykkur inngöngu í Sambandið. Forráðamenn félaganna tveggja fóru nú að ræðast við og þreifa fyrir sér um sameiningu. Fyrst í stað gengu sameiningartilraunirnar illa, og mis- jafnlega gengu þær lengi vel. Afleið- ing þeirra varð þó að lokum sú, að félögin voru sameinuð og Kron stofn- að. Kron var formlega stofnað af fimm félögum í Reykjavík og nágrenni í ágústmánuði 1937. Félögin, sem að stofnuninni stóðu, voru Kaupfélag Reykjavíkur, Pöntunarfélag Verka- manna, Pöntunarfélag Verkamanna- félagsins Hlíf, Pöntunarfélag Verka- lýðs- og Sjómannafélags Keflavíkur, og Pöntunarfélag Sandgerðis. Nafn fé- lagsins var ákveðið Kaupfélag Reykja- Núverandi stjórn Kron ásamt með framkvœmdastjóra, félagsmálafulltrúa og endurskoðanda. Talið frá vinstri: Ari Finnsson, Jón Brynjólfsson, Guðrún Guðjónsdóttir, Guðmundur Tryggvason, Sveinbjörn Guðlaugsson, ísleifur Högnason, Sigfús A. Sigurhjartarson, Theodór B. Lindal, Þorlákur G. Ottesen, Kristjón Kristjónsson, Björn Guðmundsson og Björn Jónsson. víkur og nágrennis og skammstöfun þess, Kron, samþykkt. Meðlimatala fé- lagsins í árslok fyrsta starfsársins, 1937, var 2,822. Eitt af fyrstu verkum forráðamanna Kron var að sækja um inngöngu í S. I.S. Nú var þetta auðsótt. Félagið hef- ur á seinni árum verið stærsta kaup- félag innan Sambandsins að meðlima- fjölda, og allt frá upphafi hefur það keypt að jafnaði 40 til 50% af vörum sínum í S.Í.S. Kron hefur verið í stöðugum vexti bæði hvað snertir viðskiptaveltu og félagsmannafjölda. Eftirfarandi tafla sýnir þróun félagsmannafjölda og við- skiptaveltu Kron. TAFLA II. Félagsmannafjöldi og viðskiptavelta í Kron í árslok nokkurra ára Ár: Félagsmenn: Viðskiptavelta: 1937 1939 1942 1944 1946 1948 2,882 3,340 4,071 4,698 6,043 6,072 kr. 1,234,109,00 2,509,911,00 10,882,419,00 13,390,636.00 14,374,586.00 15,496,596,00 Aths.: Nokkur hluti aukningar við- skiptaveltunnar kemur fram vegna aukinnar dýrtíðar í landinu. Vísitala framfærslukostnaðar var 100 í sept. 1939 en 326 í des. 1948. Kron stofnsetti all-margar sölubúðir í Reykjavík strax á fyrstu starfsárum sínum. Einnig starfrækti það nýtízku sölubúðir í Hafnarfirði, Sandgerði, Grindavík og Keflavík. Félagið ein- skoraði sig ekki við sölu matvara eða brýnustu nauðsynjavara. Það stofnaði búsáhaldadeild, bókaverzl., listmuna- verzlun og fleiri starfsdeildir. Þá starf- rækti félagið einnig saumastofu um hríð, efnagerð, pylsugerð og fatapress- un. Hélt niðri vöruverði. Kron hélt vöruverðinu niðri í Reykjavík allt frá því að það var stofn- að og fram til þess tíma, að opinbert verðlagseftirlit var framkvæmt á ís- landi. Fyrirrennarar félagsins, Kaupfélag Reykjavíkur og Pöntunarfélag Verka- manna, seldu vörur að jafnaði 15 til 20% ódýrara á fyrstu starfsárum sín- um en kaupmenn höfuðstaðarins. Þá viðhöfðu bæði félögin pöntunarstarf- semi. Síðar opnaði K. R. sölubúðir og 21

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.