Samvinnan - 01.12.1949, Page 33
Á veðurstofunni er aldrei dagur og
aldrei nótt, heldur aðeins lágþrýsti-
svæði og háþrýstisvæði og það, sem
þar er á milli. Þar er unnið jafnt all-
ann sólarhringinn og 365 daga á ári
nema þegar hlaupár er.
Leiðinlegan rigningarmorgun, þeg-
ar ísland er á milli lágþrýstisvæðis og
háþrýstisvæðis, og skip vestur af Spán-
arströndum sendir fregnir norður til
Islands um sól og sumar þar suðurfrá,
er annríkið í algleymingi í veðurstof-
unni. Stúlkan við símann, sem tekur
við veðurfregnum utan af landi frá
hinum ýmsu veðurathugunarstöðvum,
heyrir illa og kallar hátt og er orðin
óþolinmóð, sem heldur er engin furða.
Aðstoðarmaðurinn við næsta borð
teiknar veðurlýsingarnar jafn óðum
inn á veðurkort af íslandi og sjálfrit-
andi rafmagnsvélar hamast í opnum
skápum á veggnum og rita niður veð-
urlýsingar frá fjarlægum stöðum, svo
sem Gander, Prestvík, Stokkhólmi og
'R VEÐRIÐ?
tir Guðna Þórðarson
Hlynur Sigtryggsson
?íj hann gerir neestu veðiírspá.
Veðurkortin og spddómarnir.
Aðalveðurkort eru gerð fjórum
sinnum á sólarhring með sex klukku-
stunda millibili. Á þessi kort eru
skráðar allar þær mörgu upplýsingar,
sem berast veðurstofunni um veður og
skýjafar á stóru svæði umhverfis ís-
land. Veðurfregnirnar berast frá fjar-
lægum stöðum eins og Alaska, Florida,
sunnan af Atlantshafi allt suður fyrir
Spán, frá Evrópulöndunum og Græn-
landi. En það er samt veðurfregnirn-
ar að sunnan og vestan af hafi, sem
valda íslenzku veðurfræðingunum
mestum áhyggjum. Það, sem þar ger-
ist, hefur einmitt mikil áhrif á veður
hér á landi, en veðurathugunarstöðvar
eru færri á þessum stöðum og dreifð-
ari en annars staðar, þar sem veður-
fregnir eru fengnar frá, nema norð-
an frá Grænlandi, sem minna gerir til.
Þess vegna er það, að veðurbreytingar
gerast oft skyndilega vegna áhrifa
Stúlkan sendir með fjarritara veðurfregn-
Stúlkan við simann tekur á móti veðurfregn- irnar frá Reykjavik til flugvalla á Nýfundna-
um frá athugunarstöðvunum út á landi. landi, Bretlandi og Sviþjóð.
Frú Theresia Guðmundsson
veðurstofustjóri á skrifstofu sinni, en hun verður að annast miklar bréfaskriftir fyrir
stofnunina út um heim allan.
New York. Óðfluga nálgast sá tími að
ný veðurspá er gefin út og þá eru allar
þessar þýðingarmiklu upplýsingar sem
allt snýst um, úr sögunni og heyra for-
tíðinni til.
33