Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1949, Qupperneq 36

Samvinnan - 01.12.1949, Qupperneq 36
Séra Þormóður Sigurðssoti á Vatnsenda pré- dikar i Vaglaskógi á afmcelishátiðinni. menn fyrir félagið. Baldvin var fyrsti formaður þess (þá sama og kaupfélags- stjóri). Félagið óx og dafnaði með miklum hraða; á þriðja starfsári þess, ,1892 gengu í félagið fjölmennar deildir úr sveitum vestan Eyjafjarðar: Svarfaðar- dal, Arskógsströnd og Möðruvalla- sókn. Næstu árin er því félagið um- fangsmesta verzlunarfyrirtæki hér um slóðir. Aðalverzlunarstaðurinn var að sjálfsögðu á Svalbarðseyri, en útibú, eða réttara sagt vöruafgreiðsla fór fór einnig fram á Hjalteyri og í Hrís- ey. Þessar deildir voru í félaginu, þegar flest var um, 1904: Ljósvetningadeild, Illugastaðadeild, Hálsdeild, Drafla- staðadeild, Svalbarðsdeild, Höfða- deild, Fjarðardeild, Svarfdæladeild, Galmastrandardeild. Árskógsdeild, Hjalteyrardeild, Ósdeild og Möðru- valladeild. Þegar við lítum til baka yfir þessi bernskuár félagsins, og at hugum þetta stóra verzlunarsvæði, þá sjáum við, hversu samvinnufélags- skapnum hér var glæsilega tekið, enda mætti sannarlega nefna þetta tímabil gullöld félagsins. En brátt heyrast raddir um það, að félagssvæðið sé of stórt, deilur koma upp á milli félags- manna, austan og vestan Eyjafjarðar. Vestanmenn vildu lofa saltfiski fyrir úttekt sinni, en austanmenn voru því andvígir, og töldu að fiskur í sjó væri lélegri gjaldeyrisloforð en sauðir á af- rétt. Um þetta og fleiri atriði var þráttað á nokkrum aðalfundum, radd- ir um skiptingu félagsins færðust í aukana. Loks var tillaga um slíka skiptingu borin fram og samþykkt á aðalfundi 17. janúar 1905, og gengu þá frá allar deildir vestan Eyjafjarðar, ásamt Höfðahverfi, og var þar höggvið stórt og örlagaríkt skarð í félagsstarf- semina, því að þessar deildir munu hafa haft um af allri viðskiptaveltu félagsins, en nú mynduðu þær sér- stakt félag, Kaupfélag Eyjafjarðar, og greiddi Svalbarðseyrarfélagið því út um 12.450 krónur í sjóðum og hús- eignum, en átti sjálft eftir um kr. 9.450. Svalbarðsströndin, Fnjóskadalurinn og Ljósvetningadeildin héldu áfram félagsskapnum einar sér, nema að Höfðahverfið kemur aftur við sögu 1908—1915. En árið 1934 verður enn mikil breyting á félagsstarfseminni. Nokkurrar óánægju fór að verða vart vegna skuldamála innan félagsins, og út af pöntunarfyrirkomulaginu. Það fóru að verða háværar raddir um að hafa opna sölubúð á Svalbarðseyri, og sem fjölbreyttastar vörur. En það voru fleiri, sem ekki vildu víkja frá gamla pöntunarfélags-fyrirkomulaginu. Þess- um málum lauk svo, að Svalbarðs- ströndin sagði sig úr félaginu, 1934, og var það að sjálfsögðu mikill hnekk- ir. Þegar hér er komið málum, er því saga félagsins skuggalegir tímar. Félag- ið er þá orðið framandi gestur á eigin verzlunarstað. Félagsmannahópurinn er því nokkuð þunnskipaður, aðeins Fnjóskadalurinn og Ljósvetninga- deildin, en áfram er haldið, eins og ekkert hafi í skorist, og pöntunarfé- lags-fyrirkomulaginu er haldið áfram. Fáum árum síðar, eða 1939, kemur Svalbarðsströndin aftur sem virkur þátttakandi í féagsmannahópinn, og Höfðahverfi 1941, og eru nú alls 10 deildir í félaginu. Kaupfélag Svalbarðseyrar hafði haldið lengur pöntunarfyrirkomulag- inu, en nokkurt annað samvinnufélag hér á landi, eða um 50 ár. Þetta fyrir- komulag hafði að ýmsu leyti gefizt vel, og raunar má segja, að því hafi aldrei verið hafnað, heldur voru það hinar breyttu siglingaaðferðir stríðs- áranna og umhleðslufarganið, ásamt betri og greiðari samgöngum, sem hér, eins og víða annars staðar, skolaði burtu gömlum aðferðum, sem höfðu verið þessu félagi að sumu leyti nota- drjúgt fyrirkomulag í nærri 50 ár. Á fyrstu starfsárum félagsins var Zöllner stórkaupmaður í Newcastle umboðsmaður þess erlendis; hann út- vegaði allar aðfluttar vörur og keypti allar gjaldeyrisvörur félagsmanna. Zöllner var góður fulltrúi og gegndi ekki ósvipuðu hlutverki fyrir íslenzku kaupfélögin og S. í. S. nú; oft mun hann hafa hjálpað félögunum yfir byrjunarerfiðleikana og látið þau hafa vörur, án kröfu um það, að greiðsla væri lögð í lófa hans um leið. Zöllner kom oft til Svalbarðseyrar, haust og vor, og var í vinfengi við forvígismenn félagsins. Það er haft UtibU Kaupfélags Svalbarðseyrar við Fnjáskárbrú 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.