Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 52
ar sendistarfsemi hlýtur að eiga að beinast að verzlun, að sölu á íslenzkum afurðum. Þjóðin á meira undir því en allar aðrar þjóðir, að þetta starf takist vel, og hefur ekki efni á öðru en vinna hér sem bezt að. Við erum búnir að sýna heiminum að við kunn- um flestar venjulegar dipló- matakúnstir, og nú er komið að því hjá íslendingum eins og Bretum að sanna, að við höf- um dugnað og vit til að standa okkur í síharðnandi verzlunar- samkeppni heimsins. Við verð- um að átta okkur á því að „pomp og pragt“ sjónarmiðið er úrelt orðið og verður brátt að aðhlátursefni. Boðorðið í dag er dugnaður, útsjónarsemi, sparsemi, gernýting, hagræð- ing . . . orð sem farin eru að heyrast æ oftar, jafnvel í samningaviðræðum á fslandi, og verður það að teljast góðs viti. V. Það er Ijóst að íslenzka ut- anríkisþjónustu skortir nú markmið og tilgang. Minnzt hefur verið lauslega á verzl- unarferðir Sveins Björnssonar sem farnar voru fyrir stofnun sendiráða. Síðan virðist sendi- þjónustan hafa fjarlægzt verzlunarsjónarmiðið. Dæmi eru til þess að menn hafi leit- að til sendiráða í viðskiptaer- indum og fengið það svar, að skrifað hafi verið til utanrík- isráðuneytisins í Reykjavík til að spyrjást fyrir um hvort leyfilegt væri fyrir sendiráðið að sinna viðkomandi máli. Mörg dæmi mætti nefna til sönnunar því að sendiráð ís- lands erlendis eru ekki rekin í því markmiði að aðstoða og vinna með íslenzkum útflutn- ingsfyrirtækjum. Spyrja má þá, hvert markmiðið sé, og væri æskilegt að hrein stefnu- yfirlýsing þar um birtist sem skjótast frá íslenzkum stjórn- völdum. Ekki er nægilegt að breyta aðeins um hugsunarhátt hvað snertir sjálfa utanríkisþjón- ustuna. Stjórnvöld þurfa að hafa forgöngu um að greiða götu útflutningsviðskipta í hvívetna og efna til þjóðar- vakningar um að vanda til framleiðslu útflutningsafurða. Hingað til hefur alltof mikið borið á því bæði i blöðum og hjá opinberum aðilum að blása út tiltölulega lítilsverða hluti, á sama tíma og höfuðútflutn- ingsvörur þjóðarinnar eru litn- ar hálfgerðu hornauga. Má sem dæmi nefna tilstand mikið og sjálfsagt fjárstyrki í sam- bandi við verzlun sem átti að selja í New York eftirlíkingar af dönskum húsgögnum smíð- aðar á íslandi. Ekki skulu for- dæmdar hvers kyns tilraunir til að finna nýjar útflutnings- Vörur, þvert á móti, en þær kröfur verður að gera að gerð- ar séu raunhæfar athuganir á sölumöguleikum áður en far- ið er að veita fé til fram- kvæmdanna og jafnvel hæla sér fyrirfram af árangrinum. Þar ættu sendimenn erlendis að geta veitt aðstoð. VI. Hér hefur aðeins verið rætt um sendiráð. Flest ríki, og ís- land þar á meðal, hafa auk sendiráða misjafnlega stóran fjölda konsúla og ræðismanna, sem heyra undir sendiráðin. Þetta eru yfirleitt ólaunuð störf og oft mæðir talsvert mikið á konsúlum íslands, t. d. í hafnarborgum erlendis, þeg- ar veita þarf sjómönnum eða ferðamönnum aðstoð. í flest- um löndum þykir virðingar- auki að vera konsúll, og er gott útt um það að segja, sérstak- lega ef virðingin verður mönn- um hvati til að leggja fram fórnfúst starf án greiðslu. Því er á þennan þátt minnzt hér, að talsvert miklu máli getur skipt, að vel sé vandað um val á mönnum í þessi störf, og ef rétt er á haldið ætti vel valið og skipulagt ræðismannakerfi að geta verið mikilsverður lið- ur í upplýsingasöfnun og til aðstoðar í viðskiptum. Margir ræðismenn hafa reynzt hjálp- leg.’r á þessu sviði. Hins vegar má nefna dæmi þess að leitað hefur verið til íslenzks ræðis- manns í evrópskri stórborg um málefni varðandi sölu á frosn- um íslenzkum fiski. Kom þá i ljós að hlutaðeigandi ræðis- maður átti fyrirtæki sem hafði einkaumboð í viðkomandi landi fyrir aðalkeppinaut ís- lendinga í Noregi. Þá er ekki hægt að láta þess ógetið, að nýlega var útnefndur ræðis- maður fyrir ísland í borg nokk- urri í Bretlandi, þótt sá mað- ur sé einn af valdamestu að- ilum í einu frjálsu hagsmuna- samtökum sem vitað er um að hafi opinberlega barizt með oddi og egg á móti hagsmun- um íslands erlendis. Þetta skeði þrátt fyrir það að um var að velja úrvalsmann, ís- lending í húð og hár, búsettan í sömu borg, mann sem jafn- framt hefur sérþekkingu í þeim málefnum sem helzt þarf að vinna að fyrir ísland í sömu borg. í þessum tilfellum hefur illa verið unnið, og ætti í fram- tíðinni að leita til helztu út- flutningsfyrirtækja um til- nefningu ræðismanna til að koma í veg fyrir glappaskot af þessu tæi. VII. í stuttri grein er erfitt að gera svo veigamiklu máli sem þessu full skil. Hér að framan hefur nokkuð verið nefnt af því sem miður þykir um ut- anríkisþjónustu íslendinga og skort á samspili milli sendi- manna og íslenzkra sölu- manna. Rétt er að enda með því að benda á nokkur atriði sem verða mættu til bóta, og er hér byggt á reynslu manns sem hefur oft eytt alltof mikl- um tíma í að finna út reglur um tolla, innflutningshöft o. s. frv. í ýmsum löndum — tíma sem betur hefði verið varið til raunhæfrar sölustarfsemi: 1. Ríkisstjórn íslands þarf að gefa ú.t skýlausa yfirlýs- ingu um að meginmarkmið íslenzkrar sendiþjónustu skuli vera aðstoð við og efl- ing sölu á íslenzkum afurð- um erlendis. 2. Starfsmenn utanríkisþjón- ustunnar skal velja og þjálfa samkvæmt því. 3. Staðsetning sendiráða skal í meginatriðum ákvarðast af mörkuðum og mark- aðsmöguleikum fyrir ís- lenzkar útflutningsvörur. 4. Konsúlar og aðrir launaðir og ólaunaðir starfsmenn ís- lands erlendis skulu valdir fyrst og fremst eftir mögu- leikum sem þeir kunna að hafa til að greiða fyrir sölu íslenzkra afurða. 5. Sendimenn skulu afla og jafnan hafa á takteinum hvers konar upplýsingar viðskiptalegs eðlis, svo sem um tolla, helztu fyrirtæki í hverju landi o. s. frv., sem að gagni mega koma í sam- bandi við sölu íslenzkra af- urða. 6. Sendimönnum skal gert að fylgjast mjög náið með fisk- veiðum, verði, kjörum og samningum, sölumálum og öðrum atriðum sem að gagni mættu koma til sam- anburðar á íslandi og til upplýsinga fyrir íslenzka sölumenn erlendis. 7. Stofna þarf til stöðugs sam- bands milli utanríkisþjón- ustunnar og útflutningsfyr- irtækjanna, þar sem upp- lýsingaflóð er í föstu formi og stanzlaust. Aðkallandi er að hafizt verði handa. Guðjón B. Ólafsson. Iceland Food Centre i Lundúnum er dœmi um vanhugsaðar og illa undirbúnar framkvœmdir opinberra íslenskra aðila. Var mikill lúðra- blástur við opnun fyrirtœkisins, sem fór á hausinn eftir skamma hríð. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.