Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 53

Samvinnan - 01.02.1968, Blaðsíða 53
Einu sinni endur fyrir löngu bjó rosk- inn bóndi ásamt konu sinni og tveim dætrum í lágreistu húsi í skógarjaðri undir bröttu fjalli. Framundan bænum var víðáttumikið stöðuvatn. Sólin reis yfir fjallseggina í austri og speglaði gult andlit sitt í bláum fleti vatnsins í vestri. Þegar sólin skein ekki, fylltist hin hljóða og friðsæla veröld bóndans hvítri birtu eins og himinninn væri fullur af hrís- grjónum. Bóndinn bograði á akrinum á daginn og gekk þreyttur heim að kvöldi. Hann át brauðið sem kona hans hafði bakað, settist á stól utan við dyrnar og þakkaði sólinni fyrir liðinn dag um leið og hann horfði á síðasta roða hennar streyma lárétt til sín yfir vatnið. Þannig liðu dagar hans hver öðrum líkir. Ýmist gulir eða hvítir. Svo bar það til einn góðan veðurdag að tveir menn komu gangandi niður bratta fjallshhðina. Bóndinn rétti úr bognu bakinu og horfði á þá koma niður ásinn fyrir ofan bæinn. Aldrei hafði það gerzt áður að menn kæmu hingað yfir fjallið. Hann hafði að vísu heyrt að bak við fjallið tæki við annað land. En hann hafði aldrei fengið staðfestingu á því að þar byggi fólk. Og sjálfur hafði hann öðru að sinna en klöngrast yfir fjöll sem skipta löndum. En nú lagði hann frá sér amboðin og gekk forvitinn til móts við hina óvæntu gesti. Þeir voru lágvaxnir og dökkir yfir- litum, báru slitin klæði og virtust þreytt- ir eftir langa ferð. Bóndinn bauð þeim að ganga í bæinn, braut brauð með þeim og gaf þeim vín að drekka. Eftir nokkra stund tók annar gestanna til orða og sagði: Við erum hingað komnir til að segja þér frá landi okkar í austri á bak við fjallið. Þar líður öllum vel og við vilj- um kenna öðru fólki í öðrum löndum að lifa eins og við gerum. Tilvera okkar byggist á jafnrétti og bræðralagi. Hjá okkur á enginn að bera meira úr býtum en aðrir, heldur á öllum að líða jafn vel. Þess vegna elskum við náunga okkar eins og sjálfa okkur. Nú viljum við spyrja þig bóndi, hvort þú viljir ekki einnig hegða lífi þínu í samræmi við jafnrétti og bræðralag. Bóndinn svaraði og sagði að sannarlega væru orð þeirra fögur. Hann væri að vísu eini bóndinn hér í dalnum og lifði einangruðu lífi ásamt konu sinni og dætrum. Og þau hefðu alltaf deilt jafnt. Hann skyldi því með ánægju hegða lífi sínu í samræmi við jafnrétti og bræðra- lag. Mennirnir voru ánægðir með málalykt- ir og þökkuðu bónda gcðan beina. Þeir báðu að fá að hvíla sig nokkra stund í húsi bóndans áður en þeir héldu lengra. Bóndinn gekk því aftur út á akur sinn. En augnaráð eldri dótturinnar fylgdi ókunnu mönnunum eftir er þeir héldu á brott. Nú liðu margir dagar, bæði gulir og hvítir. Svo bar það til einn góðan veðurdag að báti var róið til lands utan af vatninu í vestri. í bátnum sátu tveir menn, hinir fyrstu er bóndinn hafði séð koma yfir vatnið frá landinu í vestri. Hann gekk fagnandi til móts við þá niður að vatn- inu. Þetta voru hávaxnir menn og Ijósir yfirlitum, báru slitin klæði og virtust þreyttir eftir langa ferð. Bóndinn bauð þeim að ganga í bæinn, braut brauð með þeim og gaf þeim vín að drekka. Eftir nokkra stund tók annar gestanna til orða og sagði: Við erum hingað komnir til að segja þér frá landi okkar í vestri handan vatns- ins. Þar liður öllum vel og við viljum kenna öðru fólki í öðrum löndum að lifa eins og við gerum. Tilvera okkar bygg- ist á frelsi og réttlæti. Hjá okkur ber hver og einn úr býtum það sem hann hefur unnið til. Dugandi menn skulu ekki neyddir til að annast þá er ekki nenna að vinna. Þess vegna eru allir ánægðir með hlutskipti sitt, af því að þeir búa við réttláta skiptingu eftir hæfileikum hvers einstaklings. Nú viljum við spyrja þig bóndi, hvort þú viljir ekki einnig hegða lífi þínu í samræmi við frelsi og réttlæti. Bóndinn svaraði því til að sannarlega væri kenning þeirra skynsamleg. Hann væri að vísu eini bóndinn hér í daln- um og lifði einangruðu lífi ásamt konu sinni og dætrum. En þau væru öll frjáls og skiptu afrakstri landsins á milli sín á réttlátan hátt. Hann skyldi því með ánægju hegða lífi sínu í samræmi við frelsi og réttlæti. Mennirnir voru ánægðir með málalykt- ir og þökkuðu bóndanum góðan beina. Þeir gáfu honum kyndil er þeir kváðu vera tákn frelsis. Skyldi hann brenna björtum loga í húsi bóndans til að minna hann á hugtak frelsisins. Síðan báðu þeir að fá að hvíla sig stundarkorn áður en þeir héldu ferðinni áfram. Bóndinn gekk því aftur út á akur sinn. En augnaráð yngri dótturinnar fylgdi ókunnu mönn- unum eftir er þeir héldu á brott. Enn leið nokkur tími. Kyndill frels- isins brann björtum loga í húsi bóndans. Þá birtust allt í einu hinir dökkleitu menn að austan síðla kvölds og sáu kynd- il frelsisins bregða birtu yfir fjölskyldu bóndans. Þeir litu heiftaraugum á bónd- ann og spurðu hvort hann vissi ekki að fólkið vestan vatnsins væri óvinir jafn- réttis og bræðralags. Svo kváðust þeir skyldu kenna honum að láta af samneyti við óvinina. Þeir tóku kyndil frelsisins og lögðu með honum eld í hús bóndans og brenndu það til ösku. Síðan fengu þeir honum kornljá og sögðu hann vera tákn jafnréttis, því að með honum væri upp- skerunni deilt jafnt út meðal fólksins. Bóndinn reisti sér lítinn kofa til bráðabirgða og hengdi kornljáinn þar upp á vegg svo að mennirnir úr austri mættu sjá að hann fylgdi jafnrétti og bræðralagi, og hlífðu honum við nýjum húsbruna. Einhverju sinni sat bóndi utan við hús- ið sitt og horfði á sólina ganga til viðar. Þá birtust allt í einu hinir hávöxnu menn úr vestri. Þeir komu auga á kornljáinn og litu heiftaraugum á bóndann. Vissi hann ekki að fólkið í austri væri fjandmenn frelsis og réttlætis? Síðan kváðust þeir skyldu kenna honum að láta af sam- neyti við óvinina. Bóndinn ætlaði að andmæla, en orðin komust aldrei yfir varir hans. Mennirnir að vestan tóku kornljáinn og skáru bónd- ann á háls. Og blóð hans blandaðist síð- ustu geislum kvöldsólarinnar er gekk til viðar handan vatnsins í vestri. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.