Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 13
um var slík, að hann var sendur til Harbíje, æðsta herstjórnarskóla Tyrkja, tvítugur að aldri. Þar kynntist hann fyrst fyrir alvöru hringiðu stórborgarlífsins í Miklagarði og vandist því hömlulausa nautnalífi, sem hann fékk aldrei vanið sig af og sem varð honum að aldurtila. Hann drakk óhóflega og stund- aði kvennafar einsog berserkur — en hann vann líka af kappi, tók lokapróf og var fljót• lega hækkaður uppí kafteinstign. í Harbíje-herskólanum var b.vltingarfé- lagsskapur sem nefndi sig Vatan (Föður- landið) og var fjandsamlegur stjórn sol- dánsins og hinni dauðu hönd klerkaveldis- ins. Kennararnir vissu um hann, en létu sem ekkert væri. Að sjálfsögðu gekk Múst- afa í þennan félagsskap, hélt ástríðufullar ræður á fundum hans og samdi greinar og ljóð fyrir málgagn hans. Þegar soldáninn þvingaði skólayfirvöldin til að banna fé- lagsskap þennan, var starfseminni haldið áfram með leynd. Brátt tók Mústafa að sér stjórn félagsins og ritstýrði málgagninu, en njósnarar komu upp um hann, svo hann var handtekinn, fangelsaður og aðvaraður — en síðan sendur til Damaskus. Honum fannst fátt um þessa linkind og skipulagði strax deild úr Vatan meðal samstarfsmanna sinna í Damaskus, en þreyttist brátt á athafna- leysinu í Sýrlandi, falsaði vegabréf og fór aftur til Þessalóníku dulbúinn — því þar fannst honum álitlegasta byltingarmiðstöðin vera. Hann faldist í húsi móður sinnar, en leynilögreglan komst brátt á snoðir um hann. Hann komst samt undan henni og aftur til Sýrlands með hjálp samherja í hernum og jafnvel lögreglunni líka. Þegar yfirmanni Mústafa var skipað að handtaka hann, svaraði hann um hæl, að hér hlyti að vera um að ræða einhver mistök, því Mústafa hefði aldrei frá Sýrlandi farið. í heilt ár varð hann að bíða, leiður og þollaus, meðan orðstír hans í Miklagarði rétti við aftur, en hann neytti allra bragða til að fá sig fluttan um set. Loks kom skipunin: hann átti að halda til Þessalóníku. Þegar þangað kom, varð hann þess vísari að dagar Vatans voru taldir og nýr leyni- félagsskapur kominn til sögunnar. Hann nefndi sig Sambands- og framfaraflokkinn og laut stjórn Envers Pasja. í þessum fc lagsskap voru margir gyðingar og hann færði sér í nyt samtök frímúrara og jafnvel stjórnleysingja. f þessu umhverfi var Múst- afa utangarðs. Hann hafði ekki til að bera persónutöfra Envers. Hann hafði lítinn á- huga á gyðingum, frímúrurum eða stjórn- leysingjum. Að hans hyggju átti tyrknesk bylting að vera fyrir Tyrki og gerð af Tyrkjum, og aukþess hafði hann lítinn áhuga á samtökum sem hann gat ekki stjórn- að sjálfur. Þegar hin mikla stund rann upp árið 1908 og Ungtyrkir, einsog þeir voru þá nefndir, lýstu yfir byltingu af svölum gistihúss í Þessalóníku, var Mústafa Kemal að vísu viðstaddur, en í skugganum, þögull, öfundarfullur, napur, meðan Enver Pasja, kátur, heillandi, glæsilegur, baðaði sig í sviðsljósinu og fagnaðarlátunum. Abdul Hamid féilst í fyrstu á byltinguna, en skipu* lagði síðan gagnbyltingu ofstækisfullra Mú- hameðstrúarmanna. En herinn með Enver og Mústafa í broddi fylkingar bældi hana niður, svipti soldáninn völdum og setti veik- geðja frænda hans í hásætið. Mústafa tók aftur til starfa í hernum, en var altekinn vanmætti og öfund. Það sem raunverulega olli óánægju hans og andúð á stjórn Envers var, að hún fór með hann einsog utangarðs- mann, en hann fann sér betri átyllur: Land- inu væri engu betur stjórnað en í tíð Ab- duls Hamids, fjármálaráðherrann væri gyð- ingur, stjórnin væri háð Þjóðverjum sem færu með Tyrkland einsog nýlendu. Þýzki sendiherrann stjórnaði landinu, þýzkir ráð- gjafar skipulegðu herinn, þýzkir fjármála- menn keyptu upp öll fríðindi, þýzkir verk- fræðingar hefðu yfirums.ión með járnbraut- inni til Bagdad. „Tyrkland fyrir Tyrki!“ varð vígorð Mústafa Kemals. Einsog sakir stóðu var hann vanmáttugur, bölsótaðist úti heiminn yfirleitt, stóð í makki við aðra óánægða stjórnmálamenn, sem hann fyrir- leit í hjarta sínu, og drakk einsog svampur. En framtíðin lá í vígorði hans. Frá 1911 til 1922 átti Tyrkland í stöð- ugum styrjöldum og byltingum. Um það er lauk hrundi heimsveldi Osmana til grunna, klerkaveldið glataði aldagamalli aðstöðu sinni, Mústafa Kemal varð einræðisherra og Tyrkland handa Tyrkjum einum. Styrjöld brast fyrst á í Tripoli, þegar ítalir sáu sér leik á borði að ráðast gegn Tyrkjum í Norður-Afríku. Mústafa, sem var fyrst og fremst hermaður, komst með ein- hverjum hætti til Líbýu yfir Egyptaland, endaþótt Bretar reyndu að stöðva hann, og barðist heilt ár við ítali ánþess til úrslita drægi. Árið 1912 versnaði ástandið, því þá tóku hinar kristnu þjóðir á Balkanskaga höndum saman um árás á Tyrki. Ofsa- hræðsla greip um sig í Miklagarði. Búlgarar voru aðeins rúma 20 kílómetra frá borgar- mörkunum. í hernum og flóttamannabúð- unum herjaði blóðkreppusótt, taugaveiki og kólera. Sjúkrahús. moskur og einkaheimili voru full af særðum hermönnum. Þessalón- íka féll í hendur Grikkjum, og meðal flótta- mannanna voru móðir Mústafa og Fikríje frænka hans, sem síðar varð um skeið frilla hans. Þegar hann kom til Miklagarðs leitaði hann þeirra í flóttamannabúðunum og fann þær um síðir. Enver var líka kominn á vett- vang og hafði tekið við stjórnartaumunum látið skjóta hermálaráðherrann og hengja uppreisnarmenn, en tilraun hans til að um- kringja heri Balkanþjóðanna mistókst og Tyrkir urðu að ganga að auðmýkjandi frið- arskilmálum. Sagnfræðingar nefna þetta Fyrstu Balkanstyrjöldina. Önnur Balkan- styrjöldin kom þétt á hæla henni árið 1913, þegar sigurvegararnir á Balkanskaga tóku að bítast um feng sinn og Enver brá skiótt við og hertók Adríanópel. Hann var aftur orðinn sigurhetjan, kvæntist prinsessu og lifði við mikinn íburð í höll við Sæviðar- sund. Mústafa var ekki annað en ofursti af lægstu gráðu og hreint ekki sáttur við sitt hlutskipti. Og það sem verst var: Enver ól nú á stórfenglegum hugmyndum um endur- reisn heimsveldis Osmana og ákvað að láti endurskipuleggja herinn — undir st.iórn Prússa að nafni Liman von Sanders. Þegar óánægja Mústafa þótti ganga of langt, var hann gerður að hermálafulltrúa við sendi- ráðið í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu, og meðan hann dvaldist þar við fjárhættuspil, drvkkiu, kvennafar og annan ólifnað, var austurríski erkihertoginn myrtur handan við landa- mærin, og úr því varð enn eitt Balkanstríð sem leiddi til heimsstyrjaldarinnar fyrri. Mústafa vildi að Tyrkland væri hlutlaust í þeim átökum, en stjórn og herafli Envers voru undir áhrifamætti Prússa, og Tyrkir fóru í styrjöldina við hlið Þjóðverja. Mústafa var gerður að hershöfðingja og sendur suðurábóginn, þar sem brezkir herir og arabískir uppreisnarmenn voru að grafa undan völdum Tyrkja í Arabíu, Palestínu, Sýrlandi og írak. Hann leit svo á ( og sagði Enver það umbúðalaust í votta viðurvist), að þetta væri tilraun til að koma á sig ó- orði, því aðstaða Tyrkja mátti heita von- laus þar syðra. Medína, önnur helgasta borg Múhameðstrúarmanna, var yfirgefin við mikinn harmagrát hinna trúuðu. Bagdad féll í apríl 1917. Mústafa deildi svo ofsa- lega og látlaust við þýzkan „ráðgjafa" sinn, von Falkenhayn, að hann baðst loks lausn- ar og sagði Enver, að von Falkenhayn mundi fórna síðasta tyrkneska hermannin- um fyrir þýzka hagsmuni. Þegar hann ó- hlýðnaðist skipun um að taka aftur við herstjórninni, var honum veitt „sjúkraleyfi" um óákveðinn tíma — sem hamlaði honum þó ekki frá að halda eldheitar æsingaræður gegn Enver Pasja og Þjóðverjum í Mikla- garði. Árið 1918 hafði hann samt aftur tekið við herstjórn á suðurvígstöðvunum, að þessu sinni í Palestínu, en nú fékk ekkert stöðvað framrás Breta. Flugvélar og vélbyssur ollu algerum glundroða meðal flýjandi her- manna hans. Arabíu-Lawrence og arabískur herafli hans réðst á hverja hersveit sem veitti viðnám. Tyrkir flúðu frá Jórdan til Damaskus, til Beirut, til Aleppo. Sýrland gekk þeim úr greipum. Mústafa sendi skeyti til soldánsins og heimtaði, að Enver yrði rekinn frá völdum og hann sjálfur skipaður hermálaráðherra. Því skeyti var ekki svarað, en í Miklagarði var leiknum lokið. Stjórnin féll 1. nóvember 1918. Enver og félagar hans flúðu í þýzkum fallbyssubáti. Vopnahlé var samið. Osmana-heimsveldið var liðið undir lok. Mústafa, sem fékk ekki sæti í nýju stjórninni fremur en þeirri gömlu, neitaði að leysa upp hersveitir sínar eða leyfa Bretum að taka Alexandrettu. En þeg- ar hann kom til Miklagarðs, voru brezk herskip á sundunum, brezkar hersveitir í höfuðborginni, indverskar hersveitir, ítalsk- ar hersveitir, franskar hersveitir alstaðar. Mústafa til sárustu gremju afréð franskur hershöfðingi að halda hátíðlega innreið í borgina á hvítum hesti (sem var andstæða við tyrknesku athöfnina árið 1453). Aftur gerðist Mústafa svo aðsópsmikill í Mikla- garði með makki við stjórnmálamenn og forustu um járnharða andstöðu, að hann var enn sendur í ,,útlegð“. Bretar hefðu kosið að handtaka hann og halda honum undir eftirliti á Möltu, en soldáninn sendi hann til Mið-Tyrklands (Anatólíu) sem „fulltrúa" sinn — sem var kaldhæðin ráð- stöfun, en ákaflega hepnileg Mústafa (heppni hans var næsta ótrúleg alla tíð). í maí 1919 gafst honum tækifæri til að skipuleggja byltingu og endurreisn úr glundroða og uppgjöf. í Anatólíu safnaði hann um sig and- spyrnuöflunum í landinu, hershöfðingium sem voru gramir yfir upplausn hersins, þjóðernissinnum sem voru reiðir soldánin- um fyrir undirgefni við Breta og hötuðust við dvöl brezkra, franskra og umfram allt 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.