Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 41
heyri ekki til hans aftast í salnum. Hann ber ekki fram alla bókstafina í orðunum sem honum eru lögð í munn. Allar setningar hans detta niður í lokin, svo það er einsog hann sé að lesa upp en ekki tala. Andlits- förðunin er afleit — grófar línur og ýktar. Hann endurtekur hreyfingar og látbragð sem hann hefur með sæmilegum árangri beitt í öðrum leikritum. í rauninni er hann dálítið sniðugur leikari og ekkert framyfir það.“ — „En hann er ekki atvinnuleikari.“ Við slíkri viðbáru á ég einungis eitt svar: Ef leikrit er sýnt í gróðaskyni og áhorfend- um gert að greiða nálega jafnháan aðgangs- eyri og í atvinnuleikhúsunum tveimur í Reykjavík, þá eiga þeir heimtingu á vel unninni sýningu. Við leikara vil ég segja þetta: Ef þið viljið lyfta leiklistinni í landinu, hættið þá aldrei að lesa um listgrein ykkar, um stjórn- mál, ástir, styrjaldir, heilsufræði; lesið allt sem þið fáið hönd á fest svo lengi sem það rýfur takmörk tíma og rúms og fræðir ykk- ur um annað fólk. Fylgizt með fólki — við vinnu, í leik, í öllu sem það tekur sér fyrir hendur, ungum og gömlum af báðum kynj- um; athugið hvaða hlutverki einstaklingar gegna í samskiptum sínum við aðra. Iðkið heilsurækt, syndið, hlaupið, hafið hugfast að líkami ykkar er eitt helzta tjáningartæki listar ykkar. Þrjú megintjáningarmeðul leikarans eru hugur hans, líkami og rödd. Þau verða öll að vera í góðu lagi. Hættið aldrei að spyrja spurninga, leysa úr vanda- málum, kanna nýjar hugmyndir — hugur ykkar skreppur saman ef hann er aðgerða- laus á sama hátt og vöðvarnir ef þið hættið að vinna. Og loks er það röddin. Farið vel með hana, ofreynið hana ekki, lærið æfing- ar til að halda henni í þjálfun. Leikstjórar ættu að geta veitt ykkur leiðsögn í því efni, að öðrum kosti eru þeir ekki verðir pen- inganna sem þið greiðið þeim. Og munið að þegar leikstjórinn er ekki við höndina, verðið þið að æfa ykkur sjálf. Við leikritahöfunda langar mig til að segja:. Lesið fleiri erlend leikrit, fylgizt vel með því sem gerist í samtímanum, og takið þátt í starfsemi leikfélaga til að kynnast vandamálum leikhússins. Eitt þeirra er það, að mæla verður texta leikrits af munni fram, og þessvegna verður hann að vera munn- tamur. Annað er í því fólgið, að leikarar verða að hreyfa sig með öðrum hætti á leik- sviði en þeir gera dagsdaglega. Þeir verða að standa meira og minna hreyfingarlausir í lengri eða skemmri tíma og það er ekki auðgert. Reynið sjálfir að snúa baki í glugga og standa kyrrir í fimm mínútur. En umfram allt haldið áfram að skrifa, þjóðin þarfnast ykkar. Gerið allan heiminn að markaði fyrir andlegar afurðir ykkar. í sumar var alþjóðlegt leikár í Lundún- um. Leikflokkur blökkumanna frá Banda- ríkjunum sýndi verk eftir Þjóðverja, Ástra- líumann og Afríkubúa. Grískur leikflokkur sýndi tvö klassísk grísk leikrit. ítalskur leikflokkur sýndi ítalskt verk. Leikflokkur frá Prag sýndi leikrit eftir Rússa, Austur- ríkismann, Frakka og Tékka. Franskur leik- flokkur sýndi tvö frönsk leikhúsverk. Við þetta bætast brezkir og bandarískir leik- flokkar og einstaklingar sem settu upp verk eftir Englendinga, Skota, íra, ítali, Þjóð- verja, Svisslendinga, Norðmenn, Banda- ríkjamenn, Pólverja og Japani — en hvar var framlag íslendinga? Héðan kom hvorki leikflokkur né leikrit. Hvað um Edinborgar- hátíðina í lok ágúst ár hvert, kunnustu tón- listar- og leiklistarhátíð veraldar? Kemur þar nokkuð fram frá íslandi? Nei. Fyrir alla muni berið ekki við þeirri bábilju, að þjóðin sé of fámenn. Við erum eins litlir og við höfum skap til að vera. Við erum nógu stórir til að eiga Nóbelsskáld. Við er- um nógu stórir til að hafa átt mennina sem fundu Grænland og Ameríku. Við erum nógu stórir til að eiga uppfinningamenn sem standast alþjóðlega samkeppni. Við erum nógu stórir til að eiga íslenzka prófessora við erlenda háskóla, íslenzka lækna við störf víða um heim. Við erum nógu stórir til að kenna Rússum að borða síld. Ég held því fram að við séum nógu stórir til að eignast leikritahöfund á alþjóðlegan mælikvarða. Við þurfum bara að finna hann og hjálpa honum. ♦ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.