Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 16
þess afreks, sem gert hefur Mústafa Kemal hvað frægastan og var í því fólgið að gera Tyrkland að vestrænu nútímaríki. Hann var svarinn fjandmaður Evrópuveldanna, einkanlega Bretlands og Þýzkalands, sem reyndu að fara með Tyrkland einsog ný- lendu eða annars flokks ríki, en hann bar takmarkalausa virðingu fyrir því sem gert hafði þessi ríki voldug: vísindalegum og tæknilegum afrekum þeirra. í rauninni urðu honum efnalegar framfarir nokkurskonar trúarbrögð. Það varð að knýja Tyrkland til að taka upp vestræna hætti. Til þess þurfti menntun, innblástur, þvingun; þá sem ekki var hægt að sannfæra varð að neyða. Þannig varð þetta miðaldaland, sem var staðnað og tröllriðið af klerkum, alltí- einu fyrir fellibyl nýrrar löggjafar á öllum sviðum. Enska og franska komu í stað pers- nesku og arabísku í herskólunum. Kóraninn var þýddur af hinu helga máli, arabísku, á nútímatyrknesku. Vestrænt tímatal var tek- ið upp. Fimmtudagar og föstudagar gegndu ekki framar sérstöku hiutverki, heldur laug- ardagar og sunnudagar að vestrænni fyrir- mynd. Tveimur milljón ekrum af landi klerkavaldsins var skipt milli bænda. For- sætisráðherrann, sem einnig fór með trú- mál, gat rekið hvern þann klerk sem olli erfiðleikum. Árið 1934 var bannað með lög- um að bera trúarleg klæði á almannafæri. Latneskt stafróf var tekið upp og öllum emb- ættismönnum, þingmönnum og framá- mönnum í öllum greinum gert að læra það. Metrakerfið var innleitt. Eftirnöfn að evr- ópskri fyrirmynd voru gerð skyldug, og sjálfur tók Mústafa Kemal upp eftirnafnið „Atatiirk", sem merkir „Faðir Tyrkja“. Lög Múhameðstrúar viku fyrir svissnesku borgaralögunum, ítölsku hegningarlögunum og þýzku verzlunarlögunum. Menntun var öllum frjáls endurgjaldslaust, og háskóla- borgurum var gert að -kenna í þrjú ár að prófi loknu. Vestræn tónlist var kynnt. Skól- um fyrir skógfræðinga, búfræðinga og dýra- lækna var komið á fót. Bólusetning varð skyldug öllum landsmönnum. Mýrlendi voru þurrkuð og komið upp stofnun til að rann- saka og lækna mýrarköldu. Hafin var her- ferð til að koma á fót menntuðu og þjálf- uðu hjúkrunarliði. Frægasta og erfiðasta barátta Mústafa Kemals í viðleitninni við að breyta siðvenj- um þjóðarinnar snerist um heldur smávægi- legt atriði, semsé klæðnað fólks og þó eink- anlega höfuðföt. Tyrkneska kollhúfan (fez) og kalpakinn þjónuðu tvennskonar tilgangi: að verja höfuðið fyrir hólarhita og gera trúræknum mönnum kleift að snerta jörð- ina með enninu meðan á bænargjörðum stóð. Mústafa vildi sópa burt þessum mið- aldasið ásamt með öðrum, og eftir að emb- ætti kalífans var úr sögunni, skipaði hann foringjum í her og lögreglu að bera der- húfur. Sjálfur kom hann fram opinberlega með Panama-hatt á höfðinu, strangtrúuðum til mikillar hneykslunar. En íhaldssemi og ótti við syndsamlegt athæfi töfðu svo mjög fyrir breytingunum, að hann greip til síns gamla bragðs og bannaði kollhúfuna. Lög- reglan fékk nákvæmar fyrirskipanir um, hvernig fara skyldi með lögbrjótana; þeir sem ekki treystust til að ganga með hinn skylduga „kristna" hatt næst múhameðsku skinni sínu — og settu því vasaklút á milli Músta/a Kemal og Latife kona hans á feröalagi 1924. — urðu að láta sér lynda, að lögreglan svipti burt klútnum og þrýsti hattinum þétt niður á kollinn á þeim. Á þingi heimtaði Kemal Atatúrk að menn gengju með harðan hatt og klæddust kjólfötum við hátíðleg tæki- færi. Konum skipaði hann að sýna heiminum andlit sín. Latife kona hans bar aldrei and- litsskýlu, og árið 1923 hófu þau í samein- ingu víðtæka herferð til að gera þennan aldagamla sið hlægilegan. Og það var ekki bara andlitsskýlan sem hann réðst gegn, heldur og hinn útbreiddi skilningur á lægri stöðu kvenna en karla. Konur voru hvattar til að gerast lögfræðingar, læknar, kennarar, hjúkrunarkonur; tvær konur voru skipaðar í dómaraembætti. „Engin þjóð kemst áfram án kvenna sinna,“ sagði Atatúrk. Vestræn tízka í klæðaburði var örvuð, en að sjálf- sögðu lét aðeins lítill hluti kvenþjóðarinnar „glepjast“ af nýjungunum. Hinsvegar var fjölkvæni bannað og hjónaskilnaðir gerðir torveldari en verið hafði, og árið 1934 fengu konur kosningarétt. Nú mætti að visu segja sem svo, að þessar virðingarverðu umbætur hafi verið gerðar af manni, sem rak frillu sína útí sjálfsmorð og skildi við konu sína umbúðalaust þegar hann var orðinn þreytt- ur á henni, manni sem umgekkst konur einsog kampavínsflöskur, naut þeirra og gleymdi þeim. Kannski er óvarlegt að bú- ast við því að siðbótarmenn fari eftir því sem þeir prédika, og samkvæmni er vist ekki sterkasti þáttur flókinna manngerða — og í sál Kemals Atatúrks geisuðu stríðir og sundurleitir stormar. Kennaraeðlið var mjög ríkt í honum. Meðan latneska staf- rófið var nýtt af nálinni, ferðaðist hann um landið með töflu og marglita krítarmola til að kenna löndum sínum að meta það og skilja. En hann var kennari sem notaði vöndinn óspart. Andstaða við stefnu hans gat haft Mústafa Kemal kennir samlöndum sínum i Miklagaröi latneska stafrófið árið 1928. í för með sér iljastroku eða hengingu. Árið 1926, þegar andstaðan gegn honum samein- aðist í flokki sem nefndi sig Framsækni lýðveldisflokkurinn, og þegar jafnframt komst upp um samsæri gegn honum, sýndi hann enga miskunn þeim stjói'nmálamönn- um sem hann taldi hættulega. Stór hópur áhrifamanna — meðal þeirra einn nánasti samstarfsmaður hans, Ai'if ofursti — var hengdur án verulegs tillits til hefðbundinna réttarfarsreglna. Fjölmai'gir aðrir voru fang- elsaðir. Alrnenn reiði þjóðarinnar varð ekki til að bjarga þeim, þó hún neyddi hann til að láta lausa fjóra áhrifamikla hei'shöfð- ingja, samhei'ja hans úr frelsisstríðinu. Samt var ein afdrifaríkasta ákvörðun þessa óútreiknanlega einræðisherra sú, að það væri þarflegt og gott að hafa stjórnar- andstöðu — löglegan og opinberan stjórn- málaflokk sem gagnrýndi ríkisstjórnina að brezkri fyrirmynd. Þessi tilraun átti sér eft- irfarandi aðdraganda: Síðan 1925 hafði for- sætisráðherra Tyrklands (Kemal Atatúrk var forseti) verið Ismet, einn hinna sigur- sælu hershöfðingja í stríðinu við Grikki. Ismet og ráðherrar hans höfðu daglega um- sjón með rekstri ríkisins. Kemal Atatúrk kaus oft, ekki sízt þegar hann var á valdi Bakkusar eða fékk þunglyndisköst, að vera laus við afskipti af þingi og í'íkisstjórn, og stundum lét Ismet í það skína að hann væi'i í'aunvei'ulegur stjórnvaldur Tyrklands. Árið 1930 ólgaði allt landið af óánægju, og ýmsir þingmenn komu fi-am með gagnrýni. Kemal Atatúrk var einatt sjálfur þreyttur á ná- kvæmni og kreddufestu Ismets. Kannski væi'i það ómaksins vert að ýta undir gagn- í'ýni á Ismet og stjói-n hans. Hún mundi gegna því tvöfalda hlutverki að vera örygg- isventill og aðhald sjálfsánægju Ismets. Þessvegna var tyrkneski sendihei-rann í Pai'ís, Fethí, kvaddur heim til þess sérstaka hlutvei-ks að veita forustu stjórnai'andstöðu 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.