Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 43
Nú mætti kannski ætla, að íslenzkir myndlistarmenn hefðu gert sér grein fyrir því, að þeir séu að þjóna ákveðnum hagsmunahópum með vinnu sinni, en svo er þó ekki að sjá. í Morgunblaðinu í dag (7. sept.) skrifar Bragi Ásgeirsson dæmigerða grein um sýningu Einars Þorlákssonar. Honum verður þar tíðrætt um tækni Einars, enda er sú aðferð vinsæl og gagnleg, þegar sneiða þarf hjá málefna- legri meðferð: „Pasteltæknin er sígild aðferð og mjög vandmeðfarin, þótt auðvelt muni að ná laglegri útkomu í henni vegna fegurðar litanna". Hvað Bragi meinar með laglegri útkomu er auðvitað smekksatriði, en smekkurinn er einmitt eini gæðamatsgrundvöllur- inn, sem hægt er að meta skreytilist á. Að pastellitir séu fallegir mundi mörgum þykja undarleg fullyrðing, sem að öllum líkindum byggist einnig á persónulegum smekk gagnrýnandans. Bragi leiðir hjá sér að geta þess, hvort viðkomandi listamaður hafi eitthvað að segja fólki, sem hann hengir upp myndir sínar fyrir, en minnist hinsvegar á Degas: „Margir munu kannast við hinar frægu myndir Edgar Degas (1834—1917) af ballettdansmeyjum, sem hann út- færði í þessari tækni og að nokkru með ívafi olíulita, en þær myndir eru með þeim verðmestu á myndlistarmarkaðinum í dag“. Eftir þessu að dæma virðast verðleikar Degas liggja í tækninni og frama hans, löngu framliðins, á myndlistarmarkaðinum í dag. Hvorugt var hinsvegar aðalatriði fyrir Degas, myndlistarmarkaðurinn eða tæknin. Degas braut hefðir hinnar frönsku salonlistar með því að mála lág- stéttarfólk, skemmtikrafta og drykkjufólk, með nýju raunsæi, sem áður var óhugsandi í listasölum Parísarborgar. Frönsk stofulist sem fellur undir opinbera framúrstefnu í málaralist. íslenzk stofulist. Málverk eftir Matthías, til sölu í Rammagerðinni. Síðan segir Bragi, að Einari sé alvara með þessari vinnu sinni, „hann skírskotar ekki til grynnri kennda eða stundargamans, sem vænlegra er til vinsælda". Bragi lætur hinsvegar hjá líða að geta þess, til hvers málarinn skírskotar, en ætla má að það séu dýpri kenndir og varanlegra gaman. En hver er mælikvarði Braga Ásgeirs- sonar á kenndir og gaman? Hér á landi hefur um árabil verið rígur á milli þeirra málara, er mála myndir af íslenzku landslagi í sérstökum íslenzkum stíl, og þeirra sem mála „abstrakt", oft að franskri fyrirmynd. Þessir tveir hópar málara hafa einnig skapað sér tvennskonar markað. Annars- vegar þá sem fara í Rammagerðina og kaupa sér ódýra landslags- mynd eftir Matthías á stofuvegginn, hinsvegar þá, sem fara á sýn- ingu í Unuhúsi og kaupa dýra mynd eftir Valtý. Þeir, sem fara í Rammagerðina, hafa ekki vit á myndlist að áliti hinna (sem gjarnan tala um að það þurfi að koma listinni til fólksins). f reyndinni get ég samt ekki séð, að um verulegan gæðamun sé að ræða hjá þessum tveim málurum, svo að dæmi séu tekin. Ég sé ekki betur en að verk beggja séu endurómun skreytilistar, sem skírskotar til tvennskonar tíma. Annar málarinn hefur hinsvegar hlotið opinbera viðurkenn- ingu og verið einn mikilvirkasti listgagnrýnandi Morgunblaðsins um árabil; hinn hefur aftur á móti haft hljótt um sig og málað myndir til stofuskrauts handa fólki, sem lítil fjárráð hefur. Dýrari myndin verður hinsvegar einhverskonar aðgöngumiði að hópi betri borgara, en mynd eftir Matthías á stofuvegg þykir bera vott um smekkleysi og menntunarskort. Hvað Bragi Ásgeirsson á við með „grynnri kenndum og stundar- gamni", sem svo vænleg eru til vinsælda. er mér ekki enn ljóst, en það skyldu þó ekki vera kenndir þess fólks, sem þykir það óþarfi að greiða stórfé fyrir stofuskraut og fer heldur í Rammagerðina og kaupir sér þar Þingvallamynd til stundargamans? Að skrifa myndlistargagnrýni hlýtur að hafa í för með sér að tekin sé pólitísk afstaða. Hugmyndaheimur og hugtakaval íslenzkra myndlistargagnrýnenda eru mótuð af algeru hlutleysi gagnvart því sem um er rætt. Augunum er lokað fyrir öllum þeim andstæðum og þversögnum, sem þjóðfélag okkar er svo fullt af. en talað er um fallega liti, laglega útkomu, myndrænu, vald á formi og litum, skólun, tækni o. s. frv., allt hlutlaus orð, sem gera gagnrýnandanum kleift að hlaupa frá verki sínu án þess að hafa fjallað um meiningu eða tilgang þess, sem um er rætt. Orð þessi eru hinsvegar nauðsyn- leg ráðandi þjóðfélagskerfi til að breiða yfir möguleika til breytinga, möguleika til annarrar hugsunar, sem gæti verið kerfinu hættuleg. Það er brýn nauðsyn að brjóta þennan meiningarlausa hugmynda- ramma, sem villt hefur íslendingum sýn á þeim möguleikum, sem jafnvel myndlistin getur haft til að losa fólk undan klafa skoðana- einokunar fjölmiðla. Við höfum okkar Springer að berjast gegn ekki síður en Þjóðverjar. Og þótt mvndlistargagnrýni Morgunblaðsins virðist meinlaus, þá er það einmitt í meinleysi hennar, sem hættan er fólgin. Aldrei í sögu mannkynsins hefur skipting þess í ríka og snauða, þá sem beita valdi og hina sem valdi eru beittir, verið augljósari en nú. Þrátt fyrir fréttafalsanir og skoðanaeinokun fjölmiðla hefur aldrei fyrr verið tiltækt jafnmikið af áreiðanlegum heimildum handa þeim, sem möguleika og áhuga hafa á að leita hins sanna. Okkur á nú að vera Ijóst, að borgarastétt og auðfélög hinna ríkari landa heims nota nú valdaaðstöðu sína til kúgunar og arðráns í samvinnu við kvislinga hinna fátækari ríkja í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr. Aldrei hefur nýlendukúgunin, sem nú er nefnd hin nýja ný- lendustefna eða heimsvaldastefna, verið augljósari, þar sem Banda- ríkin hafa nú forustuna með framferði sínu í Asíu og Suður-Ameríku. Og í flestum löndum hins svokallaða frjálsa heims borgarastéttar- innar virðist stéttabaráttan fara æ harðnandi. Aldrei hafa listamenn- irnir heldur verið fleiri. Þeir hafa flestir hafið starf sitt í leit a^ frelsi undan klafa hins borgaralega þjóðfélags og í þeirri trú að geta gefið mönnunum ný verðmæti. Og síðan finna þeir, að frelsið er aðeins verzlunarfrelsi og gildi verka þeirra stöðutákn í stétta- baráttunni. Listamaður, sem gerir tilkall til þess að vera kallaður túlkur raun- veruleikans, getur ekki verið hlutlaus gagnvart þessu ástandi. Ég sé ekki nema eina leið. Beita verður hervæðingu gegn verðvæðingu. Gera verður myndlistina að vopni í baráttunni gegn auðvaldsstefn- unni. Eins og ástatt er getur listamaðurinn einungis öðlazt frelsi með því að selja það í hendur byltingarafla gegn heimsvaldastefn- unni. Einungis á þann hátt getur hann gefið mönnunum ný verðmæti. Hvort liðsemd hans er í formi svokallaðs listaverks eða pólitískrar vinnu, skiptir ekki máli að svo stöddu. <> 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.