Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 24
Síðan þessari fyrstu rannsókn lauk og allt fram til ársins 1950 hefur verið notað eftirfarandi skema, klassískt orðið, sem Har- old D. Laswell orðaði í spurn- ingarformi: Hver talar hvað, eft- ir hvaða leiðum, við hvern, með hvaða áhrifum? (H. D. Laswell, Nathan Leites: The Structure and Function of Communication in Society). Skema þetta er hent- ugt að því leyti, að það gerir kleift að greina í sundur í þætti og athuga hvernig þessir þættir hanga saman. Hér á eftir verður lítillega rætt um þann, sem talar, eða mismun- andi fyrirkomulag á stjórn sjón- varps. Sjónvarpið er áhrifamesti fjölmiðillinn, og því er mikils virði að einhverri stjórn, sem hefur heilsu fjöldans í huga, sé komið á. Reyndin er sú, að ríkið í hinum ýmsu lýðræðislöndum hefur leitazt við að hafa forsjón sjónvarps í sínum höndum, þó eftir mismunandi leiðum. Stjórn sjónvarps Þjóðfélagsfræði þess sem talar fæst ekki sízt við fjárhagslegan grundvöll fjölmiðlanna En ein- hæf fjárhagsleg athugun leiðir fátt eitt í ljós. Þaö sem merki- legt er að athuga er hvernig óbein fjárhagsleg þvingun á sér stað, ekki aðeins á markaðinn og neyzluna, heldur einnig á hug- myndafræðilegt innihald þeirra menningarvara sem á boðstólum eru. Andspænis slíkum þvingun- um frá fjársterkum aðiljum hef- ur ýmiss konar eftirliti frá ríki, menningarsamtökum eða kirkju verið komið á. Til þess annað hvort að vega á móti eða hrein- lega taka áróðurinn í sína þjón- ustu. Franska sjónvarpið O.R.T.F. er eingöngu rekið af ríkinu. Brezka sjónvarpið B.B.C. er rekið með eins konar samvinnusniði ýmissa stofnana. Frumlegasta sjónvarpið er ef til vill það hollenzka, þar sem ríkið á allan tækjaútbúnað og hús, en kirkja og menningar- samtök sjá um rekstur dagskrár. Við athugum nú tvö lönd og sjónvörp þeirra, þar sem tvö gjörólík eftirlitskerfi eru í notk- un, þ. e. Bandaríki Norður-Amer- íku og Ítalíu. 1) í Bandaríkjunum eru alls- ráðandi þrjú stór sjónvarpsfyrir- tæki í einkaeign: N.B.C. (Nation- al Broadcasting Company), sem fyrst varð til að nota gervihnött við útsendingu sjónvarpsdag- skrár; C.B.S. (Columbia Broad- casting System) og A. B. C. (American Broadcasting Compa- ny). Að auki getum við talið allt að 500 félög, sem eiga eina eða fleiri stöðvar útvarps og sjón- varps. Öll þessi félög, stór og smá, starfrækja 73 sjónvarpskeðj- ur og 650 sjónvarpsstöðvar. Rik- isstofnun nokkur, F.C.C. (Fede- ral Commission of Communica- tion), hefur þann starfa að dreifa og samhæfa bylgjur og tíma, og semja í deilumálum sem upp geta kornið. Þessi stofnun ákveð- ur síðan allt eftirlit ríkisins. í baráttu gegn auðhringum (anti- trusts), svipað og gerðist í kvik- myndaiðnaðinum, hefur sam- bandsstjórnin sýnt mikla við- leitni til þess að vernda minni félög, með því að banna að sami aðili eigi fleiri en fimm stöðvar. Allt frá árinu 1964 hefur starf- að nefnd, sem gert hefur ýmsar kannanir varðandi ríkissjónvarp. Niðurstaða þessarar nefndar var birt 1967, þar sem nauðsyn á rík- issjónvarpi var talin mikil, ekki sízt fræðslu- og menningarsjón- varpi (Public Television: Pro- gram for Action, New York, Ban- tam Books, 1967). Fyrir okkur íslendinga er merkilegt að bera saman íslenzka og bandaríska fjölmiðlun með það í huga, að íbúar Los Angeles, sem geta val- ið á milli 14 dagskrárkeðja, fyll- cst meðaumkun með New York- búum, sem hafa ekki nema um átta dagskrár um að velja. Fjárhagsgrundvöllur banda- ríska sjónvarpsins eru auglýsing- ar: þannig næst inn meira en einn og hálfur milljarður dollara á allar stöðvarnar á ári. Sam- bandsnefndin (F. C. C.) hefur meðal annars bannað lengri auglýsingar en fimm og hálfa mínútu á hálftíma dagskrá. Og síðan átta mínútna hámark á lengri dagskrám. Eðli bandaríska sjónvarpsins sýnir ljóslega, við hvað er að fást, þegar rætt er um vandamál fjölmiðlunar. 2) Á Ítalíu er sjónvarpið, R. A. I., hlutafélag. Höfuðstóllinn er mestmegnis ríkiseign. Tvær ríkisstofnanir, I.R.I. (Instituto per la ricontruzione industriale) og S.T.E.T. (Societa finanziaria telefonica), eiga um 97% hluta- bréfa. í sjónvarpsráði eru 16 fulltrúar, þar af 10 valdir af hluthöfum (í reynd 97% full- trúar ríkis), og síðan eru sex fulltrúar valdir af forseta ríkis- ins, innanríkisráðherra, utanrík- isráðherra, atvinnumálaráðherra, fjármálaráðherra og póstmálaráð- herra. Forstjóri dagskrár er ráð- inn til þriggja ára í senn. Sérstök nefnd svipuð sjón- varpsráði fæst við að leysa vanda- mál auglýsingastarfsemi sjón- varpsins. Það, sem selt er, er auglýsingatími til fyrirtækja. En þessi auglýsingatími er tak- markaður. Hann má ekki fara fram úr 5% af heildardagskrá. Sérstaklega þjálfað starfslið er fengið til að gera auglýsinga- myndir. Töluvert frelsi er þessu starfsliði fengið í hendur, þó ekki ótakmarkað, svo að jafnvel aug- lýsingamyndir eru undir eftirliti. Auglýsingum er venjulega komið fyrir á undan sjálfri dagskránni. Til að hafa stjórn á pólitískum umræðum er skipuð sérstök þing- nefnd: 60% frá stjórnarmeiri- hluta, 40% frá stjórnarandstöðu. Að lokum er skipuð „nefnd til ákvörðunar um þau lögmál sem grundvalla eiga menningarlega, listræna og uppeldisfræðilega hlið dagskrár" til eftirlits með heildardagskrá. í þessa nefnd eru skipaðir menn frá hinum ýmsu ráðuneytum, akademíum, tónlist- armenn, leikritahöfundar, verka- lýðsforingjar, þjóðfélagsfræðing- ar, hagfræðingar o. s. frv. ít- alska sjónvarpið hefur á sér snið ríkissjónvarps. Sennilega væri rétt að tala um embættismanna- lýðræði, að því er stjórn þess varðar. Menningarpólitík Þau tvö kerfi, sem lýst var hér á undan, sýna ljóslega hvernig einkaframtak og ríkisvald koma fram á mismunandi hátt eða stig- um í vestrænum iðnþjóðfélögum: í Bandaríkjunum er einkafram- takið allsráðandi, á Ítalíu ríkis- valdið. En jafnvægis þeirra afla, sem um ræðir, er ekki leitað í líki heildarmenningarpólitíkur (pólitík hér notað í almennustu merkingu þess orðs), þar sem lokamarkmiðið væri meðvitað, svosem t. d. menntun og upplýs- ing fjöldans, sem auðveldaði síð- an tilfærslu á milli stétta eða afnám stétta. Hér er ef til vill um augljósara vandamál að ræða víða erlendis heldur en hér á landi. í umræðum um sjónvarp í Bandaríkjunum hafa tveir and- stæðir hópar komið fram. Annars vegar þeir sem berjast fyrir lýð- ræði magnsins og hins vegar þeir sem berjast fyrir lýðræði gæða. En hvor aðilinn um sig telur sig vera að verja hin helgu lögmál lýðræðis og frelsis. Þeir sem halda fram lýðræði magnsins á- kalla sér til aðstoðar almennt frelsi og sjálfsákvörðun fjöldans: borgarar í lýðræðisþjóðfélagi, sem vill vera meira en nafnið tómt, eiga rétt á að horfa á það sem þeir vilja (sbr. áhangendur hermannasjónvarps hér á landi). Smekkur fjöldans er þessum mönnum bezti mælikvarði þess sem sýna á. Þeir sem aðhyllast lýðræði gæðanna vilja aftur á móti „bæta smekk fjöldans". Rök þeirra beinast ekki sízt gegn allri skoðanakönnun á smekk al- mennings, og þeir benda á hversu dagskrár hinna stærri stöðva eru miðlungi vandaðar, sem byggja efnisval sitt eingöngu á niðurstöðum almennra skoðana- kannana. Þessir síðarnefndu eru í hópi þeirra, sem berjast fyrir ríkissjónvarpi í Bandaríkjunum. í Frakklandi hafa þjóðfélags- fræðingar viljað samræma þessi tvö sjónarmið á eftirfai'andi hátt (sbr. J. Gritti, M. Souchon: la sociologie face aux media, collection medium, mame. Bók sem þessi grein byggir að veru- legum hluta á): 1) Fyrra sjónarmiðið er unnt að kalla demagógískt eða lýðæs- andi. Reynt er að ná til sem flestra. Fylgzt er með viðbrögð- um áhorfenda eins og á loft- vog. Þetta gerir vissan skjótan árangur mögulegan, án þess að athugað sé frekar innihald eða gæði þess sem sýnt er. Segja má að innihald dagskrár sé auka- atriði. Aðalatriðið er að hún sé auðveld og fylgi smekk og menntun fjöldans. 2) Seinni kenningin myndi vera dogmatísk eða kennisetn- ingarleg. Reynt er að koma til i'jöldans pólitískum, trúarlegum og þjóðfélagslegum verðmætum. Unnið er gegn núverandi mennt- unar- og þekkingarstigi fjöldans. Beinlínis er reynt að þröngva fróðleik upp á fjöldann. Þetta er orðað á þann meinlausa hátt, að gerður er greinarmunur á yf- irborðsþörfum fjöldans og dýpri innri þörf hans. Franskur þjóðfélagsfræðingur, A. Moles, bendir á hvernig sam- eina má þessar tvær skoðanir í verulegri menningarpólitík, sem myndi hafa í för með sér auð- veldari stöðuhækkun fjöldans í menningarlegu og þjóðfélagslegu tilliti. Blanda á saman á þann veg, að „menning einstaklingsins gefi eins sannferðuga mynd af menningu fjöldans og unnt er“. Með hæfilegri blöndu, þar sem saman færi magn og gæði, væri í'jölmiðlunin komin í þjónustu þeirra afla, sem stefndu að betra framtíðarþjóðfélagi. í stað þeirr- ar fjölmiðlunar, sem við nú höf- um og virðist svo dyggilega þjóna þeim öflum er viðhalda status quo þjóðfélagsins eða ó- breyttu ástandi. Það sem er merkilegt í um- ræðum þessum um sjónvarp og menningarpólitík er, að nú fyrst virðist einhver skriður vera kom- inn á umræður um vandamál þess, að hver sem er taki þátt í því, sem kallað er menning. Til umræðu er hvaða einstakl- ingur sem er og raunveruleg menningarleg þátttaka hans. Fjöl- miðlunin gerir það kleift fyrst á okkar dögum, að menningin og upplýsingin á að geta náð til allra. Ernir Snorrason. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.