Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 51

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 51
þægindi, meiri íburður, fleiri hlutir, meiri sundurgerð. Á grundvelli bókmennta, listar og trúar fellir hann allt annan dóm. Þá er markmið lífsins ekki það að sanka að sér hinu ytra prjáli, ekki meiri þægindi. Þvert á móti: Markmið mannlegs lífs er að vera óháður öllu hinu ytra. Markmið mannlegs lífs er fólgið í því að vera og verða, ekki hafa og eignast. — En stjórnmálamennirnir eru miklu valdameiri heldur en skáldin og listamennirnir. Og þeir eignast aðra áhrifa- mikla bandamenn, þá sem tækninni og framleiðslunni ráða. Og allir þessir geta í sameiningu markað og mótað stefnu menn- ingarsamfélagsins og þar með þess sem við köllum menningu. Því gerist það þá líka, að ný kvika tekur að láta á sér bæra í sálarlífi Vesturlandabúa, að sjálfsögðu fyrst þeirra sem af mestu raunsæi huga að markmiði mannlegs lífs Sú kvika lýsir sér í því að rísa gegn þeirri menningu sem gerir þægindin að markmiði, ytri auðsæld að eftirsóknarverðu takmarki. Sú menning veitir manninum ekki möguleika til að lifa á réttan og sannan hátt. Sú menning getur einungis veitt manninum eitt: að deyja á mannsæmandi hátt. Það er raunar á þessum vegamótum sem Vesturlandabúar eru nú staddir. Lionel Trilling er samt ekki eins svartsýnn á framtíð Vesturlanda og ætla mætti af þessari greinargerð, sem því miður er alltof ófullkomin. Hann álítur að þessi ömurlega staðreynd geti orðið til þess að leysa úr læðingi nýja orku, nýjan kraft, sem birtast muni í hugsun Vesturlandabúa og athöfn. Honum verða ummæli E. M. For- sters að spádómsorðum: „Dauðinn tortímir manninum. En hugsunin um dauðann bjarg- ar honum og frelsar hann“. Frelsar manninn frá hverju? spyr Trilling. Frá því að glata sjálfum sér, sjálfstæðri tilveru sinni, frá því að lifa í þeirri „menningu" sem honum er nú búin. — Og sýn Trillings er stór- brotnari: Mannkynið mun í þessum átökum eignast nýja meðvitun. Hún mun gegna líku hlutverki í tilverunni og sjálfsvitundin gegn- ir með einstaklingnum, varðveita mannkyn f>'á óskapnaði hinnar ópersónulegu neyzlu- menningar eins og sjálfsvitundin lyftir ein- staklingnum yfir djúp undirvitundarinnar. Svar heimspekingsins Herberts Marcuses við spurningunni um það, hvers vegna Vesturlandabúar láti hina ytri stjórn beita sig því valdi, að þeir eru hættir að skynja sjálfa valdbeitinguna, er miklu afdráttar- lausara heldur en ,,svar“ Trillings, en að sama skapi öfgafyllra. f þremur ritum sér- staklega hefur Marcuse gert grein fyrir þess- um skoðunum sínum. Tvö þeirra eru næsta fræðileg, en hið þriðja miklu nær því að geta náð til almennings Þó er það svo að allmörg hugtök Marcuses, þau er hann notar í hinu alþýðlega riti, verða þoku- kennd án þess að hafa áður fengið útlistanir hinna fræðilegu rita. Fræðilegu ritin eru: Reason and Revolution, Hegel and the Rise of Social Theory, sem fyrst kom út árið 1941, og Eros and Civilization, frá árinu 1955. Hið alþýðlega rit nefnist One-dimen- sional Man og kom út fyrst árið 1964. — Það fer ekki á milli mála, að Marcuse sækir grundvallarhugmyndir sínar og lífsskilning til tveggja afburðamanna, Karls Marx ann- ars vegar og þá alveg sérstaklega hins unga Marx sem hann telur miklu opnari og víð- feðmari skoðanalega heldur en þann Marx sem orðinn er dogmatískur og veit ákveðin svör við öllu, hins vegar Sigmunds Freuds og þá þess Freuds sem lærisveinar Freuds vilja sízt kannast við, þess Freuds sem á síðustu árum var að sprengja ramma síns eigin kerfis og átti ekki lengur lausn allra leyndardóma. — Það eru þannig miklir andar í óvissu og leit, sem heilla hug Mar- cuses og verða honum leiðbeinendur, en sjálfur vill hann fá að hugsa eftir eigin leiðum og fá að vera í þeirri óvissu, sem að hans dómi er einkenni þess sem leitar sannleikans, en hefur ekki „sannleikann“, á valdi sínu. Hin alþýðlega bók Marcuses, Maður einnar víddar, One-dimensional Man, er í senn harðvítug árás á ríkjandi þjóð- skipulag, en heldur um leið á loft draum- sýn Marcuses sem hann hafði áður lýst af mikilli kostgæfni í bókinni Ást og menn- ing, Eros and Civilization. Við skulum kynn- ast hvoru tveggja lítillega. Árás Marcuses felst í því, að hann telur að á Vesturlöndum sé búið að ræna borg- arana annarri vídd mannlegs lífs. Allt til þess tíma að valdhafarnir tóku að beita tækninni til að tryggja völd sín og gerðu tæknina að aðalþætti og meðali valdbeiting- arinnar, höfðu Vesturlandabúar eins og mannkynið reyndar allt skynjað tvær víddir tilverunnar. Önnur er hlutlæg og efnis- kennd, materíel. Hin víddin er huglæg og andleg, universel. Það er hin önnur vídd tilverunnar sem gefur manninum hugboð um sannleika, fegurð og göfgi. Þessari ann- arri vídd tilverunnar hefur nú að heita má verið lokað á Vesturlöndum. Og Vesturlönd eru ekki ein um það. Hin kommúnistíska stjórnskipan Rússaveldis hefur gert það sama og að engu leyti í minna mæli. Lokun hinnar annarrar víddar hefur verið fram- kvæmd með tilstyrk tækninnar. Ekki stafar þetta af því að tæknin sé í sjálfu sér af hinu illa. Þvert á móti. Tæknin sem slík er hinn mesti ávinningur og hefur alla möguleika til að verða mönnunum blessun og gera líf þeirra farsælla. En sú er ekki hagnýting tækninnar á okkar tímum. Tækn- in er látin gera það tvennt sem voðalegast er og skaðlegast. Hún er annars vegar látin skapa mönnunum falskar þarfir. Hins vegar er henni beitt til að gera meðvitund og lífs- skynjun Vesturlandabúa falska. Rétt mun að gera hvoru um sig lítið eitt fyllri skil. Þarfir manna eru tvenns konar að dómi Marcuses. Annars vegar eru „sannar þarfir“. Það eru þær þarfir sem fullnægja þarf til þess að maðurinn geti lifað sem manneskja. Maðurinn þarf fæði, klæði og húsnæði. Þessum frumþörfum þarf að fullnægja, ekki aðeins hjá litlum hluta jarðarbúa, heldur öllum jarðarbúum. Hinar sönnu þarfir eiga að sitja í fyrirrúmi. Öðru máli gegnir um hinar fölsku þarfir. Þær grundvallast ekki á upprunalegu eða eðlilegu lífi mannsins. Þær eru aukaþarfir, sem honum er vafasamur ávinningur í. En þær hafa annan tilgang, sem er hættulegur. Þær gera manninn að þræli. Þær auka á erfiði hans, þær leysa úr læðingi árásar- og yfirgangshneigð hans, þær viðhalda eymd og óréttlæti í samfé- laginu og veröldinni. Það eru hinar fölsku þarfir sem stjórnvöldunum verður hand- hægast að gera að forsendu og réttlætingu valdbeitingar sinnar og skoðanakúgunar, enda margar þess eðlis að þær létta stjórn- völdunum mikillega það erfiði sitt. Að meta ágæti samfélagsins eftir bílum, sjónvarps- tækjum og ísskápum auðveldar að miklum mun stjórnlistina. Því væri öðru vísi farið ef mælikvarðinn yrði skólar, sjúkrahús, bókasöfn og listasöfn, að ekki væri talað um að útrýma hungrinu, sjúkdómunum og fá- fræðinni í heiminum. Því er og það, að til hinna tvenns konar þarfa svarar tvenns konar meðvitund, sönn og fölsk. Hin sanna meðvitund er að skynja, að tækni og stjórnskipan Vesturlanda er ekki miðuð við þarfir og þroska fólksins. Hvorugt vex upp úr jarðvegi fólksins sjálfs, heldur er hellt yfir það úr ímynduðum hæðum þeirra sem völdin hafa, fjármagnið eiga og tækninni ráða. Hin sanna meðvit- und skynjar, að það er ekki vegna fólksins að verið er að skapa falskar þarfir. Það er ekki vegna fólksins að fjármagni er sóað í vígbúnað og stríð. Það er ekki vegna fólks- ins að gefizt er upp við að framleiða mat handa hinum sveltandi. Allt á þetta aðrar og ömurlegri forsendur. Hverjar þær forsendur raunverulega eru, kemur í ljós þegar farið er að huga nánar að hinni fölsku meðvitund. Með falskri með- vitund á Marcuse við þá furðulegu stað- reynd, að maðurinn getur sætt sig við að láta fara með sig sem hvern annan hlut, láta segja sér hvernig hann á að hugsa, hvernig hann á að skemmta sér, hvernig hann á að dæma um atburði og ákvarðanir stjórnvaldanna. Til þess að þetta sé hægt, hefur orðið að bylta hugsanalífi hans, lama og þrúga tilfinningalíf hans. Þegar þetta hefur verið gert, veit maðurinn ekki lengur, hver munurinn er á að elska og hata, hver munur er á stríði og friði, hver munur er á gleði og uppgerð. í falskri meðvitund mannsins verða þeir, sem rænt hafa sannri dómgreind, að vörðum laga, siðferðis og réttar. í falskri meðvitund hans verða stríðs- herrar og vopnaframleiðendur að sérstökum formælendum friðar og bræðralags manna. í falskri meðvitund hans verður frjálst og óbeizlað kynlíf (sexus) að sérstakri og óvenjulegri ástartjáningu (Eros). — „Maður einnar víddar“ — maður hluta og sjálfur meðhöndlaður sem hlutur — er á valdi þess voðaafls að dómi Marcuses sem hefur gert þá dauðahvöt, þanatos, sem Freud talaði um, að aðaldriffjöður tæknimenning- arinnar í austri og vestri. Einmitt þess vegna verður að gera sjálf hin mannlegu samskipti, kommúníkatíónina, að dáleiðslu. Herbert Marcuse er vissulega mikið niðri fyrir, og þar af kemur að boðskapur hans er á stundum næsta hrjúfur og lítt aðlað- andi. Þessu er reyndar öðru vísi farið í nokkrum köflum bókarinnar Ást og menn- ing, Eros and Civilization. Sérstaklega á það við um kaflann í öðrum þætti bókar- innar, en sá þáttur nefnist Handan veru- leikareglunnar (Beyond the Principle of Reality) og kaflinn Vídd fagurskynsins. — Þessi kafii er fræðilegur rökstuðningur fyrir því, að sá draumur Marcuses, að í stað hinn- ar þvingandi skipulagningar geti komið samræming fegurðarinnar, og í stað hinnar þjakandi vinnu geti komið ljúfur og þrosk- andi leikur, að þetta hvort tveggja geti orðið veruleiki, en einmitt yfirburðir tækn- innar eigi að skapa þá möguleika. En til þess 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.