Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 55

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 55
í Bretlandi, enda verðlag á lambakjöti hlutfallslega miklu hærra þar en annarsstaðar miðað við verðlag á nauta- og svína- kjöti. Síðast fékkst innflutnings- leyfi í Svíþjóð 1965, fyrir alls 12 lestum, og næstu árin á und- an var magnið alltaf undir 100 lestum árlega. í Svíþjóð hefur sem sagt ekki fengizt innflutt neitt magn undanfarin 4 ár, þótt gerðar hafi verið ítrekaðar til- raunir og íslenzk stjórnvöld jafn- framt lagt á það hina mestu áherzlu við sænsk yfirvöld að liðkað yrði til í þessu efni. Innflutningsaðiljarnir þar í landi hafa verið sem veggur gegn innflutningi frá íslandi meðan þeir ættu sjálfir í miklum erfið- leikum með sölu á eigin fram- leiðslu, sem hefði verið í stöð- ugum vexti síðan 1964. Hefðu þeir margsinnis orðið að lækka verðið á sínu eigin lambakjöti til að halda birgðunum niðri og orðið að grípa til útflutnings sum árin, sem hefði gefið mjög slæma útkomu. Svíar munu þó hafa flutt inn nokkurt magn frá Nýja-Sjálandi sum árin, en allavega undir 100 lestum árlega, en það var allt stykkjað kjöt, læri og hryggir. Verðið kvað hafa verið lágt á þessu kjöti og ekki sambærilegt við það, sem Ný-Sjálendingar fengu á sama tíma á sínum beztu mörkuðum í Evrópu. Innflutn- ingstollar eru háir í Svíþjóð, og auk þess er frystigjald á öllu inn- fluttu frystu kjöti, en þetta tvennt hefur útilokað innflutn- ing að mestu. Nú eru betri horfur í sam- bandi við Svíþjóðarsölur, en óráðlegt er að reikna með meiri sölu en 2—300 lestum af kom- andi framleiðslu, eins og í pott- inn er búið á markaðinum. Það gefur þó auga leið, að í Svíþjóð eru miklir möguleikar á solu ís- lenzks dilkakjöts í framtíðinni, bæði vegna stærðar þessa mark- aðs og hins háa verðlags á lambakjöti þar í landi. íslenzkt dilkakjöt var mjög vel kynnt þar í landi, enda mun betra að gæðum en innlenda framleiðsl- an. Opnun Svíþjóðarmarkaðsins á hausti komanda er þýðingar- mikið mál fyrir íslenzkan land- búnað vegna hinnar stórauknu útflutningsþarfar, og verður að neyta allra úrræða til að það megi takast. Á undanförnum árum og ára- tugum hefur verið freistað að koma íslenzku dilkakjöti á mark- að í löndum Austur-Evrópu, sem ísland hefur haft mikil og góð viðskipti við í fiskafurðum, gær- um, húðum og vélþveginni ull, svo og fullunnum ullarvörum. Hafa verið gerðir sérstakir vöru- skiptasamningar við þessi ríki og alltaf verið lögð áherzla á áhuga íslendinga á að selja þeim dilka- kjöt og aðrar kjötafurðir. Því miður hefur aldrei tekizt að selja þeim fryst eða saltað dilkakjöt vegna of hárrar verðkröfu að þeirra dómi og nægilegra kjöt- birgða heima fyrir. Þó hefur stöku sinnum tekizt að selja Tékkum og Austur-Þjóðverjum fryst ærkjöt. Verður tilraunum haldið áfram til að koma íslenzku dilkakjöti á markaði Austur-Evrópulanda. Loks skal lítillega minnzt á sölumöguleika til Bandaríkj- anna og Kanada. Allt fram til ársins 1965 tók Bandaríkja- markaður við talsverðu magni dilkakjöts árlega, en fáan- legt verð var oftast ekki miklu hærra en meðalverð til Evrópu- landa. Þó hefur alltaf verið lögð sérstök áherzla á að geta afgreitt til Bandaríkjanna í von um hærra verð og verulegt sölumagn. Bandaríkjastjórn hefur alltaf gert miklar kröfur til hreinlætis og útbúnaðar í sláturhúsum, sem viðurkennd væru fyrir markað- ina þar, og fyrir 4 árum misstu íslenzku sláturhúsin þessa viður- kenningu eftir að fulltrúi frá bandaríska landbúnaðarráðuneyt- inu hafði verið hér í eftirlits- ferð og gefið skýrslu um niður- stöðurnar. Þetta var að sjálf- sögðu mikið áfall fyrir húsin, og voru þá strax gerðar róttækar ráð- stafanir til endurbóta í húsunum. Er talið að a. m. k. sláturhúsið í Borgarnesi uppfylli nú skilyrði Bandaríkjastjórnar og verði við- urkennt, þegar næsta eftirlits- ferð fer fram, væntanlega í vet- ur. Að sjálfsögðu er stefnt að því að fá á næstu misserum 4—5 hús viðurkennd á Bandaríkin. Hér eru þó mörg ljón á veginum og allar lagfæringar í húsunum æði kostnaðarsamar. Til fróðleiks skal bent á, að Norðmenn, sem höfðu 35 hús viðurkennd á Bandaríkin í fyrra, misstu út- flutningsheimildina í árslok 1968 og eiga nú ekkert hús sem Bandaríkin viðurkenna. Sömu sögu var að segja um Svíþjóð. Samtals voru viðurkennd 95 hús þar í landi á árinu 1968, en nú ekki eitt. Þessi lönd hafa þó flutt til Bandaríkjanna kjöt og kjöt- afurðir áratugum saman. í Kanada hefur mikið verið reynt með íslenzkt dilkakjöt, en innflutningstollur er þar þrisvar sinnum hærri fyrir hið íslenzka en kjöt frá samveldislöndunum. Tilraunir til að fá leiðréttingu á þessu óréttlæti hafa hingað til mistekizt, en þeim verður haldið áfram þar til tollurinn hefur ver- ið lækkaður til samræmis við samkeppnisvöruna. 4 Þráinn Bertelsson: VORKOMA Skörðóttum munni hló tröllið við alföður góða kvöldið sagði húmið við hvönnina undir bæjarveggnum og silungarnir í dökkgrænu slýinu létu dagsþreytuna líða úr skrokknum á sér út í vatnið bládiúpa masandi klettarnir sáu hversu langt var liðið á dag og hljóðnuðu smám saman til að taka á sig náðir það var svefngalsi í lækjunum og kveldúlfur í brunnklukkunni í hylnum undir fossinum og fuglarnir fengu hæsi af því að striplast úti í kvöldloftinu — Þannig heilsaði vornóttin þetta ár. Einar Ólafsson: BLÓMLJÓÐ Stundum setjumst við niður, slítum upp blóm, plokkum af því blað fyrir blað. Hugsunarlausir sitjum við uns rigning eða annað rekur okkur upp og þannig settist þú niður, íslendingur, þegar blóm sjálfstæðis þíns tók að dafna. Hvenær skyldi hann rigna svo þú hypjir þig upp — ha? ÍSLENDINGSLJÓÐ Þú þarna, íslendingur, komdu sæll. Mér er sagt þú eigir móður í kví kví og aðra sem þú kallar fjalladrottningu. Mér er líka sagt að þú fyrtist þegar sonur þinn á gelgjuskeiði segir að ísland sé grýtt land og grátt. Þó er það svo skrýtið að þá varstu stoltur er útlendingurinn sagði íslenzkt landslag vera svipað tunglinu. Já, vissulega er hraungrýti í kvíaveggnum. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.