Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 4
TILALLRA fERflA Dag* vikU' og mánaöargjald RAUÐARÁRSTÍG 31 karla. Þær geta þá ráðið því sjálfar, hvernig þær vinna. Það er hárrótt hjá ritstjóran- um, að breyting kvennaskólans í Reykjavík í menntaskóla fyrir konur eingöngu, væri skref aftur í gráa forneskju, ef að fram- kvæmd yrði. í Bandaríkjum K- Ameríku (USA) er nú verið að breyta menntaskólum og háskól- um kvenna í samskóla. Það þykja sjálfsagðir hlutir út frá sálfræði- legum forsendum. Svo að ég víki nú að öðru í blaðinu en inngangi ritstjórans, þá finnst mér skemmtilegt að sjá, hve mikil blæbrigði eru á stílnum á greinunum um stöðu kvenna í þjóðfélaginu, enda þótt þau fjalli um svipuð mál. Þess má geta um leið, að þrátt fyrir það, að greinarnar eru sjö um aðalmálefni blaðsins, er margra atriða enn ógetið, sem vert væri um að ræða. Mætti áreiðanlega fylla annað Samvinnublað með þeim. Greinin hennar Amalíu Líndal um fjörefnaskort íslenzkra smásagna gæti líka sem bezt verið tilefni umræðna og skoð- anaskipta í einu hefti. Ég álít, að það sé ekki heppi- leg aðferð kvenréttindamálum til framdráttar, að reita þær kf>nur til reiði, sem maður vill íó í lið með sér. Ef allar hús.T.æður landsins læsu þetta 4. hefti Sam- vinnunnar, mætti reikna með því, að 9/10 þeirra þætti nærri sér höggvið í tveim setningum í grein Aase Eskeland, því þær hafa áreiðanlega allar um lengi-i eða skemmri tíma haft lengri en 8 stunda vinnudag. Bundinn er sá, sem barnsins gætir, ekki að- eins í 8 stundir, heldur 24 klukkustundir á sólarhring, enda þótt það sé ekki talin vinna, nema þegar barnagæzla er laun- að starf. Húsmóðir og húsmóðir er ekki sama nema nafnið. Hús- mæðrum má skipta í fjölda ólíkra hópa, svo sem eftir aldri, barna- fjölda, aldri barnanna, heilsu- fari, sjúklingum og gamalmenn- um á heimili, efnahag, stöðu eig- inmanns og fjölda annarra á- stæðna, og oft er stutt hópanna á milli. Hver einstök húsmóðir hefur það ekki á valdi sínu að komast út úr vítahringnum, sem þjóðfélagið hefur búið henni með uppeldi, erfðavenjum og að- stöðuleysi til úrræða. í grein próf. Jóhanns Hannes- 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.