Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 21
TAFLA II. (Sami hundraðkallinn, en notaður) 1. Greiðslur til erlendra efnisframleiðenda kr. 28,00 2. — — innlendra hljómsveita og skemmtikrafta — 26,90 3. — — þýðenda v. erlends efnis — 14,10 4. — — vegna innlendra fræðsluþátta — 13,10 5. Ýmsar greiðslur (Helgistund, veðrið o. fl.) — 6,50 6. Greiðslur vegna barnatímans ........................... — 5,30 7. — — leikrita ............................. — 17,30 8. — — aðkeyptra innlendra kvikmynda — 16,80 Samtals kr. 128,00 landann og skipti 28 krónunum, sem í töflu I renna beint til er- lendu framleiðendanna, á milli liðanna 7 og 8, sem hækka við þetta. Við hugsum okkur allt vera óbreytt í dagskránni nema þetta: 28 krónur af hverjum 100 eru afhentar íslenzkum lista- mönnum til að framleiða verk til að selja þeim erlendu aðilum, sem keypt er af efni í sjónvarpið hvort sem er. Væri slíkt goðgá? Féð er fyrir hendi, listamenn- irnir eru fyrir hendi, kaupend- urnir eru fyrir hendi og Sjón- varpið er í aðstöðu til að verða milliliðurinn, sem kemur þessu sjálfsagða máli í kring. Og hundraðkall Sjónvarpsins er orð- inn að kr. 128,00. 10 milljónir sjónvarpsins orðnar að 12,8 millj- ónum. Lausráðnir og skapandi listamenn hjá Sjónvarpinu hafa nú sameiginlega hálfu meira (34,10 af hverjum 128 krónum) en þýðendur á vegum stofnun- arinnar (14,10). Stofnunin færi að fá svip af sjónvarpi sjálf- stæðrar þjóðar. En er þetta þá raunhæft? Athugum hvað þessi fjármagnsflutningur í töflunni þýðir í heildartölum. Á tímabil- inu jan.—nóv.-loka ’68 hefði þetta þýtt viðbót uppá 1.207.000,- 00 krónur til að gera sjónvarps- leikrit. 40 mínútna stykki með nokkrum leikurum mætti vel borga með þeirri upphæð. Sölu- verð slíks verks í 20 sjónvarps- stöðvar borgar þetta aftur. Á sama tímabili þýðir þetta 1.207,- 000,00 krónur til íslenzkrar kvik- myndagerðar. Fyrir það mætti hæglega gera þrjár 10 mínútna og tvær 15 mínútna myndir, sem með sama hætti mundu gera í blóðið sitt í nokkuð fleiri löndum. Þannig ætti Sjónvarpinu að vera óhætt að kaupa heimssjónvai-ps- réttinn á fyrrgreindum verkum fyrir þessa upphæð, selja hann aftur fyrir andvirði erlenda efn- isins, auka íslenzka hluta dag- skrár sinnar um 1 klst. og 40 mínútur og reikna sér andvirði þess sýningartíma sem sölulaun. Þannig væri peningahliðin á málinu einföld — mórallinn í þessari leiðinni hins vegar allur annar. En að vísu yrði sú leiðin varla farin nema dagskrárfor- ystan væri heil heilsu. Vinnufær- um mönnum er þessi leið hins vegar engu meiri vorkunn hér á landi en annars staðar. Vissulega kæmu í ljós nokkrir agnúar á slíku verzlunarkerfi miðað við núverandi ástand þar sem yfir- gnæfandi meirihluti efniskaup- anna er frá tveim enskumæl- andi löndum, og við mundum trauðla framleiða nóg til að selja þeim uppí svo stóra samninga. Hitt er þó álitamál hvort ekki ynnist eitthvað við það að verða nauðbeygður til að dreifa þessum viðskiptum meir en gert er — fá efni frá fleiri löndum og selja íslenzkt efni til fleiri landa — eða er ekki landkynning dagskip- un okkar nú? Allt mundi þetta náttúrlega kosta aukna fyrirhöfn og krefjast nokkurn veginn ról- færra starfskrafta árið um kring. Og á þvi strandar væntanlega. EFTIRMÁLI í Reykjavíkurbréfi, sem ýmsir stílglöggir menn ætla að sé skrif- að með verðlaunapenna forsætis- ráðherrans okkar, mátti fyrir nokkru lesa þrumuskrif um dag- skrá, sem Sjónvarpið hafði dreg- ið saman úr framleiðslu sinni til að sýna Skandínövum — og kall- að því hæversklega nafni ískrist- allar. Skrifaranum í stjórnarráð- inu þótti vonlega ósómi að því, að þessi samsetningur var nær eingöngu á erlendum málum fluttur, mest þó ensku — og ótt- aðist hann mjög að frændur okk- ar austanhafs fengju af þessu þá hugmynd að við værum eitthvað farnir að ameríkaníserast, eins og það er kallað. Nú er vandséð hvernig framkvæma ætti þá frómu ósk landföðurins að koma útávið fram sem þeim mun traustari íslendingur sem hinn innri maður ameríkaníserast meir — enda mundi slíkt varla á færi annarra en þrautþjálfaðra stjórn- málatrúða, og stundum getur ver- ið varlegra að gera minni kröfur til annarra en sjálfs sín. Hins vegar fæ ég ekki séð annað en umrædd dagskrá komi heim og saman við Töflu I, sem segir okkur svart á hvítu: hljómsveit- arpeyjar og skemmtikraftar, sem fást af litlum efnum við þriðja- flokks stælingar uppaf erlendum hljómplötum og úr erlendum sjónvarpsþáttum, ráðska með níu sinnum meira fé af dagskrár- aurum Sjónvarpsins heldur en innlendir kvikmyndagerðarmenn fá, helmingi meira fé en íslenzk- ir vísinda- og menntamenn fá til að fræða þjóðina, átta sinnum meira en leikarar, leikstjórar og rithöfundar fá til að skapa inn- lend verk. Enginn fær stærri bita af þessu takmarkaða fé, nema náttúrlega erlendir efnis- framleiðendur, enskir og banda- rískir þaraf meira en tvo þriðju hluta. Það ætti að þurfa háls- lengri mann en forsætisráðherr- ann okkar til þess að troða hausn- um nægjanlega langt oní sand- inn til þess að hafa ekki veður af svona augljósum staðreyndum. Stjórnarandstaðan prjónaði og jós á Alþingi í vor vegna frétta- flutnings Sjónvarpsins — og spunnust af því langar og stór- hlægilegar þrætur. Stjónarand- staðan hélt því fram að ráðherr- ar lægju á því lúalaginu að neyta aðstöðu sinnar til að vera leiðin- legir framaní sjónvarpsáhorfend- ur. Sjónvarpsstarfsmenn báru þetta af sér með því að leggja fram vottfesta yfirlýsingu um það, að stjórnarliðið hefði aldrei þurft að segja þeim fyrir verk- um, sem væntanlega þýðir ekki annað en það, að viðkomandi starfskraftar hlýði algjörlega af fyrrabragði. Enginn hafði þó áhyggjur af sjálfstæði Sjónvarps- ins sem stofnunar í þessu sam- bandi. Samt er það talinn einn órækastur vottur um a. m. k. nokkurn hluta lýðræðis í viðkom- andi landi, hversu sjálfstætt fjöl- miðli eins og t. d. sjónvarpi leyf- ist að starfa. í fyrrnefndri mold- roksdeilu um Sjónvarpið hérna sáum við enn einu sinni framan í gamla lýðræðisdrauginn, sem löngu er orðinn að einræðisaft- urgöngu. í opinberum fjölmiðl- um má ræða allt milli himins og jarðar svo lengi sem þeirrar reglu er gætt, að fram komi ein- ungis þessar fjórar steinrunnu skoðanir, helzt í sömu hlutföll- um og síðustu kosningatölur flokkanna segja til um. Öll eru þessi sjónarmið jafn gjörsneydd því að koma nokkrum lifandi manni við ellegar að hafa snert- ingu af þeim vandamálum, sem fólk á í höggi við frá degi til dags. Munur þeirra er því enginn 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.