Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 45
(Eina blettinn sem þau ásældust og ásælast enn í raun og veru, Vestur-Berlín, hafa þau aldrei dirfzt að snerta þrátt fyrir öll digur- mæli, og er þó borgin einangi'uð og óverj- andi langt inni á yfirráðasvæði þeirra). Hvað sem þeir láta í veðri vaka, eru sov- ézkir valdhafar ekki boðberar heimsbylt- ingar, heldur forráðamenn stórveldis sem um þeirra daga hefur þolað þungar búsifjar af völdum erlendra innrásarherja. Markmið þeirra í Evrópu er að girða sig öryggisbelti undirgefinna ríkja á því svæði sem inn- rásarleiðir í Rússland liggja um. í stríðslok ríkti byltingarkennt ástand í tveim ríkjum Vestur-Evrópu að minnsta kosti, Frakklandi og Ítalíu. Kommúnistar í þessum löndum réðu yfir fjölmennum, vopn- uðum sveitum, ríkisvald var ekki til í svip- inn og mikill hluti yfirstéttarinnar rúinn trausti almennings sökum samvinnu við yÆé Pv m < 1 mmi 1 1 1 /J Leiðtogar Varsjárbandalagsríkjanna á fundinum i Bratislava sumarið 1968. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkjanna þinga í Reykjavík sumarið 1968. Þjóðverja. Á þessari úrslitastundu beittu sovétmenn öllum áhrifum sínum til að kveða niður þau öfl í forustuliði kommún- istaflokkanna frönsku og ítölsku sem hugðu á valdatöku með vopnum og fá því fram- gengt að mótspyrnuhreyfingarnar frá stríðs- árunum afvopnuðust skilyrðislaust. Sovézkir fulltrúar hömruðu á því við kommúnista Vestur-Evrópu, að þeir mættu með engu móti gera Sovétríkjunum þann óleik að efna til aðgerða sem spillt gætu sambúð þeirra við Vesturveldin og framkvæmd gerðs samkomulags sigurvegaranna um skipan mála í Evrópu. Nokkru síðar varð sama uppi á teningn- um í Asíu. Sovétmenn réðu kínverskum kommúnistum eindregið frá að berjast um völdin við Sjang Kaisék, en hvöttu þá til að leggja ráð sitt á hans vald. Atburðir síð- ustu ára votta, að sovézkir valdhafar geta með engu móti fyrirgefið kínverskum komm- únistum þá ósvinnu að gera byltingu og komast til valda í óþökk sinni. En svo aftur sé vikið að Evrópu og víxl- verkuninni þar. George Kennan, sem fyrstu eftirstríðsárin var einn af áhrifamestu mönnum í bandaríska utanríkisráðuneytinu og síðar ambassador Bandaríkjanna í Bel- grad og Moskvu, sagði síðar þegar hann leit til baka: „Með því að stofna NATÓ ... drógu þeir (bandarískir ráðamenn) línu þvert yfir Evrópu gegn árás sem enginn áformaði... Eftir stríðið hvorki vildu Sov- étríkin né þurftu að brjóta undir sig fleiri lönd.“ (Times 12. maí 1965). Enski her- fræðingurinn B. H. Liddell Hart er á sama máli. Hann segir: „Því er stundum haldið fram, að það sem haldið hafi aftur af Rússum að leggja undir sig Evrópu á árun- um eftir heimsstyrjöldina síðari hafi verið kjarnorkusprengjan. Rökin fyrir þessu sann- færa mig ekki. Árin 1946 og 1947, þegar Bretar og Bandaríkjamenn afvopnuðust, og þó nokkur ár þar á eftir, hefðu Rússar getað hertekið Evrópu í makindum, ef þeir hefðu kært sig um. Þegar kjarnorkusprengjan er frátalin, voru hernaðaryfirburðir þeirra stórfelldir, og hafa verður í huga að um þessar mundir áttu Bandaríkin ekki nema tiltölulega fáar kjarnorkusprengjur og eng- ar vetnissprengjur. Því betur sem ég kann- aði málið, því líklegra virtist mér, að það sem hélt í raun og veru aftur af Rússum var tilhugsunin um að hermenn þeirra kynntust fólkinu í vestri.“ (Civilian Resi- stance as a National Defence, London 1969, bls. 243). Samkvæmt þessu vissu sovézkir valdhafar manna bezt að ríkjunum sem mynduðu NATÓ var engin hætta búin af árás af sov- ézkri hálfu, og ályktuðu því sem svo að markmiðið með bandalaginu væri að svipta þá öryggisbeltinu í Austur-Evrópu. Hófust þeir því handa að herða þar tökin sem mest þeir máttu. Gerðar voru stórfelldar hreins- anir í kommúnistaflokkum fylgiríkjanna undir stjórn sovézku leynilögreglunnar. Forustumenn sem ekki þóttu nógu auð- sveipir við Sovétríkin voru pyndaðir til að játa á sig fáránlegustu sakir og síðan líf- látnir í hundraða tali og fangelsaðir þús- undum saman. Þessi ógnaröld var auðvitað til þess íallin að sannfæra þorra manna í Vestur-Evrópu um að stjórnendur Sovét- 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.