Samvinnan - 01.10.1969, Side 45

Samvinnan - 01.10.1969, Side 45
(Eina blettinn sem þau ásældust og ásælast enn í raun og veru, Vestur-Berlín, hafa þau aldrei dirfzt að snerta þrátt fyrir öll digur- mæli, og er þó borgin einangi'uð og óverj- andi langt inni á yfirráðasvæði þeirra). Hvað sem þeir láta í veðri vaka, eru sov- ézkir valdhafar ekki boðberar heimsbylt- ingar, heldur forráðamenn stórveldis sem um þeirra daga hefur þolað þungar búsifjar af völdum erlendra innrásarherja. Markmið þeirra í Evrópu er að girða sig öryggisbelti undirgefinna ríkja á því svæði sem inn- rásarleiðir í Rússland liggja um. í stríðslok ríkti byltingarkennt ástand í tveim ríkjum Vestur-Evrópu að minnsta kosti, Frakklandi og Ítalíu. Kommúnistar í þessum löndum réðu yfir fjölmennum, vopn- uðum sveitum, ríkisvald var ekki til í svip- inn og mikill hluti yfirstéttarinnar rúinn trausti almennings sökum samvinnu við yÆé Pv m < 1 mmi 1 1 1 /J Leiðtogar Varsjárbandalagsríkjanna á fundinum i Bratislava sumarið 1968. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkjanna þinga í Reykjavík sumarið 1968. Þjóðverja. Á þessari úrslitastundu beittu sovétmenn öllum áhrifum sínum til að kveða niður þau öfl í forustuliði kommún- istaflokkanna frönsku og ítölsku sem hugðu á valdatöku með vopnum og fá því fram- gengt að mótspyrnuhreyfingarnar frá stríðs- árunum afvopnuðust skilyrðislaust. Sovézkir fulltrúar hömruðu á því við kommúnista Vestur-Evrópu, að þeir mættu með engu móti gera Sovétríkjunum þann óleik að efna til aðgerða sem spillt gætu sambúð þeirra við Vesturveldin og framkvæmd gerðs samkomulags sigurvegaranna um skipan mála í Evrópu. Nokkru síðar varð sama uppi á teningn- um í Asíu. Sovétmenn réðu kínverskum kommúnistum eindregið frá að berjast um völdin við Sjang Kaisék, en hvöttu þá til að leggja ráð sitt á hans vald. Atburðir síð- ustu ára votta, að sovézkir valdhafar geta með engu móti fyrirgefið kínverskum komm- únistum þá ósvinnu að gera byltingu og komast til valda í óþökk sinni. En svo aftur sé vikið að Evrópu og víxl- verkuninni þar. George Kennan, sem fyrstu eftirstríðsárin var einn af áhrifamestu mönnum í bandaríska utanríkisráðuneytinu og síðar ambassador Bandaríkjanna í Bel- grad og Moskvu, sagði síðar þegar hann leit til baka: „Með því að stofna NATÓ ... drógu þeir (bandarískir ráðamenn) línu þvert yfir Evrópu gegn árás sem enginn áformaði... Eftir stríðið hvorki vildu Sov- étríkin né þurftu að brjóta undir sig fleiri lönd.“ (Times 12. maí 1965). Enski her- fræðingurinn B. H. Liddell Hart er á sama máli. Hann segir: „Því er stundum haldið fram, að það sem haldið hafi aftur af Rússum að leggja undir sig Evrópu á árun- um eftir heimsstyrjöldina síðari hafi verið kjarnorkusprengjan. Rökin fyrir þessu sann- færa mig ekki. Árin 1946 og 1947, þegar Bretar og Bandaríkjamenn afvopnuðust, og þó nokkur ár þar á eftir, hefðu Rússar getað hertekið Evrópu í makindum, ef þeir hefðu kært sig um. Þegar kjarnorkusprengjan er frátalin, voru hernaðaryfirburðir þeirra stórfelldir, og hafa verður í huga að um þessar mundir áttu Bandaríkin ekki nema tiltölulega fáar kjarnorkusprengjur og eng- ar vetnissprengjur. Því betur sem ég kann- aði málið, því líklegra virtist mér, að það sem hélt í raun og veru aftur af Rússum var tilhugsunin um að hermenn þeirra kynntust fólkinu í vestri.“ (Civilian Resi- stance as a National Defence, London 1969, bls. 243). Samkvæmt þessu vissu sovézkir valdhafar manna bezt að ríkjunum sem mynduðu NATÓ var engin hætta búin af árás af sov- ézkri hálfu, og ályktuðu því sem svo að markmiðið með bandalaginu væri að svipta þá öryggisbeltinu í Austur-Evrópu. Hófust þeir því handa að herða þar tökin sem mest þeir máttu. Gerðar voru stórfelldar hreins- anir í kommúnistaflokkum fylgiríkjanna undir stjórn sovézku leynilögreglunnar. Forustumenn sem ekki þóttu nógu auð- sveipir við Sovétríkin voru pyndaðir til að játa á sig fáránlegustu sakir og síðan líf- látnir í hundraða tali og fangelsaðir þús- undum saman. Þessi ógnaröld var auðvitað til þess íallin að sannfæra þorra manna í Vestur-Evrópu um að stjórnendur Sovét- 45

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.